Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR12 Eins og nafnið gefur til kynna er skólinn í New Mexico fylki en Jóna segist ekki hafa vitað mikið um fylkið, nema að þar væri mjög þurrt loft og heitt í veðri. Það reyndist svo vera satt, enda hitinn gríðarlegur þegar hún kom þangað í ágúst í fyrra. Hún hafði verið í viðræðum við nokkra skóla en leist best á New Mexico state þar sem hann leit vel út. Sundlið skólans er gott og með afbragðs aðstöðu. „Þegar Erla Dögg (Haraldsdóttir) og Árni Már (Árnason) fóru í skóla í Bandaríkj- unum varð þetta enn meira spenn- andi fyrir mig, og svo fór besti vinur minn og liðsfélagi til margra ára, Davíð Hildiberg í skóla í Banda- ríkjunum. Þau töluðu öll um hvað þetta var skemmtileg lífsreynsla og Hugsar og syndir á ensku Jóna Helena stundar nám í New Mexico skólanum. Búðarferðir og bíó með vinunum eru líka á dagskránni en Jóna hefur eignast góða félaga á meðan á dvöl hennar hefur staðið. Í skólanum eru um 19.000 nem- endur. Í háskólasundi snýst allt saman mjög mikið um liðsheild að sögn Jónu og gerir liðið margt skemmtilegt saman. Sjálfboðavinna á byssusýningu Allir íþróttamenn í skólanum þurfa að skila 15 klukkutímum í sjálfboðavinnu á hverju ári. „Einn sunnudag aðstoðuðum við sund- stelpurnar í hjólakeppni, þar sem við sátum í eyðimörkinni í 5 klukkutíma, til að hvetja fólk áfram þegar þau hjóluðu framhjá okkur. Skemmtilegasta sjálfboðaverkefnið hingað til var þegar við vorum að selja happadrættismiða á byssusýn- ingu. Þar fékk ég að halda á alvöru byssu, frekar spennandi fannst mér,“ segir Jóna. Skólinn gengur vel hjá Jónu en hún stundar nám á tölvunarfræðibraut og líkar það vel. Það vefst ekki fyrir henni að læra á ensku en hún segist hafa vanist því fljótlega að hugsa á ensku. Hún viðurkennir þó að fyrstu vikurnar hafi hún verið frekar feimin við að tala en nú sé hún mun öruggari með enskukunnáttu sína. Margir velta því fyrir sér hvort það sé ekki erfitt að vera svona langt frá fjölskyldu og vinum. „Svarið er auðvitað jú, það getur verið mjög erfitt stundum. En þökk sé góðum samskiptamiðlum eins og skype og facebook, þá verður fjarlægðin styttri.“ Hitinn niður í 5 gráður! Í liðinu eru 22 sundstelpur sem æfa JóNa HeleNa er 21 árs gömul gömul Keflavíkurmær sem hefur dvalið meira og minna í sundlauginni frá sex ára aldri. Með ÍRB liðinu hefur Jóna Helena orðið margfaldur Íslands- og aldursflokkameist- ari og hefur hún lengi verið í fremstu röð íslenskra sundmanna. einnig hefur Jóna verið liðsmaður í landsliði og unglingalandsliði Íslands og var hún m.a. kjörin Sundmaður ÍRB árið 2010. Síðastliðið haust tók Jóna þá ákvörðun að flytja búferlum og hefja nám við New Mexico state hákólann í Banda- ríkjunum. Sundliðið saman komið. Eins og sjá má er aðstaðan glæsileg. alveg frábært tækifæri fyrir mann. Og þá var ég alveg staðráðin í því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að upplifa og ákvað að láta draum minn rætast,“ sagði Jóna í samtali við Víkurfréttir. Að sögn Jónu er bærinn Las Cruces sem hún býr í frekar rólegur en íbúafjöldinn er þó 97.000 manns. „Fólkið hér er mjög vinalegt og finnst alltaf jafn áhugavert þegar ég segi að ég sé frá Íslandi,“ segir Jóna. Það kemst fátt annað að hjá Jónu en sund og lærdómur. Þegar hún er ekki í lauginni er hún yfirleitt að sinna heimalærdómi. Hún gefur sér þó tíma til þess að kíkja á aðra íþróttaviðburði sem eru vinsælir í Jóna vígaleg með þennan líka svakalega hólk. Undanfarin ár hefur Landsbankinn verið helsti styrktaraðili Sundráðs ÍRB. Nýlega skrifuðu Einar Hannesson f.h. Landsbankans og Sigurbjörg Róbertsdóttir f.h. Sundráðs undir samstarfssamning til tveggja ára. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri í Sundmiðstöð Keflavíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.