Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Side 18

Víkurfréttir - 07.02.2013, Side 18
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR18 FS-ingur vikunnar a ð þ e s s u s i n n i er Njarðvíkingurinn Eyg l ó A l ex an d er s - dóttir. Hún stundar nám á félagsfræðibraut en hana langar til að fást við sálfræði í fram- tíðinni. Eygló er 17 ára gömul og hennar helsta áhugamál er körfu- bolti. Af hverju valdir þú FS? Ég nennti ekki að vera alltaf að keyra á milli og svo voru líka flestir vinir mínir ad fara í FS. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er bara fínt. Áhugamál? Körfubolti. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Mig langar til að verða sálfræðingur. Ertu að vinna með skóla? Ég er að þjálfa körfubolta. Hver er best klæddur í FS? Halldóra Jóna Guðmundsdóttir. Hvað er skemmtilegast við skólann? Félagsskapurinn. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Fer eiginlega alltaf heim en stundum niður í matsal. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég spila körfubolta með Njarðvík. Hvað borðar þú í morgunmat? Fæ mér oftast hafragraut Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Guðlaug Björt á eftir að verða fræg fyrir að spila körfubolta í útlöndum. Hvað fær þig til að hlæja? Sigurbjörg Halldórsdóttir er klárlega sú sem fær mig alltaf til að hlæja. Hvað er heitasta parið í skólanum? Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Jón Axel Guð- mundsson eru algjörir gullmolar. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Held bara ég mundi ekki breyta neinu þetta er bara fínt eins og þetta er. : Sjónvarpsþættir: Pretty little liars og Lying game. Vefsíður: facebook. Flík: Úlpan mín. Skyndibiti: Subway. Kennari: Jórunn Tómasdóttir og Anna Taylor. Fag: Stærðfræði. Tónlistin: Flest öll tónlist bara. Hvaða tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Elska að hlusta á rólega tónlist þegar ég er ein. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Elskar að hlusta á rólega tónlist Rafn Edgar Sigmarsson er nemandi í 8. AB í Njarð- víkurskóla. Körfubolti og fótbolti eru hans áhugamál og hann heldur með Liver- pool í Ensku deildinni. Hann hefur hitt Torres og væri til í að vera með Superman ofur- krafta. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer á æfingar og hitti vini. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og körfubolti eru mín helstu áhugamál. Uppáhalds fag í skól- anum? Íþróttir er mitt uppáhalds fag. En leiðinlegasta? Íslenska. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Það yrði klárlega Messi. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að vera með Superman ofur- krafta. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ég er ekki alveg klár hvað draumastarfið er í framtíðinni. Hver er frægastur í sím- anum þínum? Arnór Breki. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Fernando Torres, leikmaður Chelsea. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi gera allt sem maður má ekki. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Ekki sá flottasti. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég er skemmtilegur strákur. Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Skemmtilegir krakkar. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Ég er ekki alveg viss. Besta: Bíómynd? 21 jump street. Sjónvarpsþáttur? The Big Bang Theory er besti þátturinn. Tónlistarmaður/Hljóm- sveit? Jason Derulo. Matur? Pizzan hjá afa mínum er minn uppáhalds matur. Drykkur? Vatn er best. Leikari/Leikkona? Jim Carrey. Lið í Ensku deildinni? Liverpool er mitt lið í Ensku. Lið í NBA? Oklahoma City Thunder. Vefsíða? Facebook. Íþróttir er mitt fag n RAFN EDGAR SIGMARSSON // UNG UMSjóN: PÁLL oRRI PÁLSSoN • PoP@VF.IS Instagram: #vikurfrettir Það er mikið líf meðal yngri kynslóðarinnar í Fjörheimum í Reykjanesbæ en það er félagsmiðstöð krakka á ung- lingastigi í Reykjanesbæ. Starfsmaður Fjörheima, Davíð Örn Óskarsson, setti nýverið upp stórskemmtilegan Gólftennisvöll sem hefur notið mikilla vinsælda. Starfsmenn Víkurfrétta fengu að prufukeyra völlinn sem hefur verið formlega opnaður. Óhætt er að mæla með vellinum sem er hin besta skemmtun. Leikið er með borðtennisbolta og spaða. Gólftennis krefst bæði hraða og útsjónarsemi. Það er aldrei að vita nema að þessi skemmtilega íþrótt muni njóta vinsælda næstu misseri. Þeir Davíð Örn Óskarsson og Þorsteinn Krist- insson, starfsmaður Víkurfrétta, vígðu völlinn í síðustu viku með spennandi leik þar sem Davíð hafði sigur. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðs-þjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu, miðlaði úr viskubrunni sínum fyrir gesti Andrews menningarhússins sl. föstudag. Gerður hefur verið mjög góður rómur að fyrirlestrum Sigurðar og er hann eftir- sóttur fyrirlesari. Í fyrirlestri sínum talaði Sigurður Ragnar um það sem þarf til að ná árangri en fyrirlestur- inn var opinn og nýttu tugir sér þetta tækifæri til að ná sér í visku hjá landsliðsþjálfaranum sem í dag þjálfar eitt besta kvennalandslið heims, en íslenska liðið skipar 15. sæti á heimslistanum. Sigurður hefur náð einstökum árangri með kvennalandsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Það er einstakur árangur og er þáttur þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður er sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrir- tækja um það að ná árangri, ekki einungis í íþróttum heldur í lífinu almennt, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Það voru Keilir, KADECO og Samtök at- vinnurekenda á Reykjanesi í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum sem stóðu að fyrir- lestrinum. GólfteNNisvöllUr Í fjörheimUm Miðlaði úr viskubrunni í Andrews

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.