Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 07.02.2013, Qupperneq 22
fimmtudagurinn 7. febrúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR22 HS Orka hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is HS Orka hf óskar estir að ráða í estirtalin störf Skjalastjóri og aðstoðarmaður forstjóra/framkv.stjórnar á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjanesbæ Helstu þættir starfsins: • Innleiðing, rekstur og þróun skjalastjórnunarkerfis • Þjálfun starfsmanna í skjalastjórnun og estirfylgni • Umsjón með bókasafni fyrirtækisins, þ.e. skráningu og útláni á gögnum • Undirbúningur og frágangur funda forstjóra og framkvæmda- stjórnar • Umsjón með flug-, hótel og bílabókanir fyrir framkvæmdastjórn og aðra starfsmenn Verkefnisstjóri gæðamála á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjanesbæ Helstu þættir starfsins: • Innleiðing, rekstur og þróun gæðastjórnarkerfa fyrirtækisins í samráði við gæðastjóra • Skipuleggur vinnu gæðahópa, fylgir estir starfi þeirra og tekur þátt estir atvikum • Tekur þátt í þróun og viðhaldi Rekstrarhandbókar • Skjalfesta verkferla innan fyrirtækisins í samráði við stjórnendur • Skipuleggur og framkvæmir innri úttektir • Þjónusta við HS Veitur hf Starfsmaður á stjórnbúnaðarsvið í orkuverum Helstu verkefni: • Rekstur á stjórn-, varnaliðabúnaðar og upplýsingakerfi Orkuvera • Þjónusta við notendur kerfisins • Ber ábyrgð á viðhalds- og bilanaskráningu • Ber ábyrgð á að teikningar og önnur gögn sviðsins séu aðgengileg og rétt • Kemur með tillögur um úrbætur- og endurnýjun sem tengist rekstri og þróun kerfisins HS Orka hf rekur 2 orkuver, í Svartengi og á Reykjanesi. Fyrirtækið hóf innleiðingu á skjalastjórnun 2010 og vinnur nú að innleiðingu á ISO 9001 staðlinum. Í framhaldi er áætlað að innleiða ISO 14001 og OHSAS 18001. Hægt er að sækja um á heimasíðu fyrirtækisins og einnig fást umsóknareyðublöð á skrifstofu. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar 2013. Helstu kröfur: • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræðum eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla í skjalastjórnun skilyrði • Tölvufærni og haldgóð þekking á skjalastjórnunarkerfum • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli • Hæfni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð • Geta hast frumkvæði og starfað sjálfstætt Helstu kröfur: • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af gæðamálum skilyrði • Þekking á orkuiðnaði kostur • Hæfni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð • Geta hast frumkvæði og starfað sjálfstætt Helstu kröfur: • Rafmagnstæknifræði, rafiðnfræði, kerfisfræði eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Góð þekking á PLC iðntölvum, PC tölvum og hugbúnaði ásamt samskiptanetsbúnaði, s.s. ljósleiðarneti og öðru er tilheyrir • Haldgóð þekking í reglunarfræðum æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum og öguð vinnubrögð • Geta hast frumkvæði og starfað sjálfstætt Veitingarekstur í golfskálanum í Leiru Golfklúbbur Suðurnesja óskar eftir umsóknum í veitingarekstur í golfskála félagsins. Um er að ræða gott viðskiptatækifæri. Frekari upplýsingar veitir Gunnar Jóhannsson framkvæmdastjóri GS í síma 846-0666 eða á gtj@gs.is Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2013. Sigursælir Njarðvíkingar Júdodeild Njarðvíkur gerði það gott um síðastliðna helgi á afmælismóti JSÍ. Njarðvíkingar voru á palli í 10 þyngdarflokkum af 13, en keppt var í flokki 13 ára til 21 árs. Njarðvíkingar hlutu tvenn gullverðlaun, 6 silfur og 4 brons á mótinu. Í flokki 11-14 ára voru 18 keppendur frá UMFN sem allir voru bæjarfélaginu til mikils sóma innan vallar sem utan. Ing- ólfur Rögnvaldsson og Birna Þóra Stefánsdóttir sigruðu m.a. sína þyngdarflokka. Í Unglingaflokki 15-19 ára voru þrír keppendur og komu tvö silfur og eitt brons í hús. Framherjinn Grétar Ólafur Hjartarson sem leikur með Reyni Sandgerði íhugar þessa dagana hvort hann ætli að halda knattspyrnuiðkun áfram. Hann sagði í samtali við VF að hann lægi undir feldi og væri ekkert farinn að æfa. Undirbúnings- tímabilið á Íslandi er með lengra móti og Grétar segir að eftir því sem árin færist yfir þá verði fríið yfirleitt lengra hjá honum. Atli Eðvaldsson tók við þjálfun hjá Reyni í haust og Grétar viðurkennir að það sé freistandi að taka eitt tímabil til viðbótar í boltanum. „Eins og staðan er núna þá nenni ég þessu ekki. En þegar grasið fer að grænka þá breytist það kannski.“ Grétar segist vera í góðu ástandi en í gegnum tíðina hefur hann verið nokkuð óheppinn með meiðsli. Þannig að spurningin er einfald- lega hvort löngunin sé til staðar hjá kappanum. Grétar lék vel með Reynismönnum í fyrra og hann segir gaman að vera kominn á heimaslóðir. Hinn 35 ára gamli framherji, sem er uppalinn í Sandgerði lék síðast með Reyni sumarið 1997, en hefur síðan verið á mála hjá Stirling í Skotlandi, Grindavík, KR og síðast Keflavík. Grétar lék 23 leiki með Reyni í fyrra og skoraði í þeim 12 mörk. Alls á Grétar að baki 200 leiki á Íslandi þar sem hann hefur skorað 85 mörk. Einnig á Grétar tvo lands- leiki með undir 21 árs liði Íslands og einn æfingaleik með A-lands- liðinu árið 2002 gegn Brasilíu. Grétar íhugar að hætta Arnór Ingvi, Gunnar og Árni Freyr með 21 árs liði Íslands Keflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Árni Freyr Ás- geirsson eru báðir í landsliðshópi U-21 árs liði Íslands sem lék gegn Wales í gær. Úrslit leiksins lágu ekki fyrir þegar Víkurfréttir fóru í prentun. Miðjumaðurinn Arnór Ingvi hefur þegar leikið einn leik með U-21 árs liðinu og hefur einnig leikið með yngri landsliðum eins og Árni Freyr sem gegnir stöðu markvarðar. Einnig er Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson í hópnum en hann er á mála hjá enska liðinu Ipswich. Keflavík tapaði úrslitaleiknum Breiðablik tryggði sér sigur á Fótbolta.net mótinu annað árið í röð með því að leggja Kefl- víkinga 3-0 í úrslitaleik í Kórnum um síðastliðna helgi. Í fyrri hálf- leik voru Blikar öllu sterkari en bæði lið fengu hálffæri til að skora. Eftir um það bil klukku- tíma komust Blikar síðan yfir þegar Viggó Kristjánsson skoraði með skoti eftir fyrirgjöf frá Finni Orra Margeirssyni. Annað mark leiksins var sjálfs- mark hjá varamanninum Andra Fannari Freyssyni sem fékk boltann í sig eftir baráttu við Andra Rafn Yeoman og Árna Frey í markinu. Í viðbótartíma innsiglaði vinstri bakvörðurinn ungi Ósvald Jarl Traustason síðan 3-0 sigur Blika með fínu skoti á lofti úr vítateignum í kjölfarið á hornspyrnu. Jóhann kominn á skrið Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjáns-son er kominn aftur á ról eftir meiðsli en um síðustu helgi tók hann sig til og vann 2. flokk á punktamóti BTÍ. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli, m.a. í oln- boga en komst í úrslit um helgina þar sem hann mætti Ara Bjarnasyni úr KR og vann hann örugglega 3-0 (11-3, 11-2 og 11-9). Gunnar Þorsteinsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.