Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 07.02.2013, Blaðsíða 24
Kirkjuklukkan í Ytri-Njarðvíkurkirkju hljómar einkennilega. Fæ alltaf sting í magann að hlusta á hana klingja við athafnir. Hef það sterklega á tilfinningunni að það þurfi að stilla gripinn. Ég vil hafa hljóminn tæran og skýran. Viðurkenni þó að ég hef enga þekkingu á því hvernig hún á að hljóma, en eitthvað hlýtur að þurfa að bæta. Sérstaklega núna þegar aldurinn færist yfir og hlut- skipti okkar verður æ algengara að kveðja nána ættingja og samferðamenn. Það var mér ljúfsárt fyrir skömmu að kveðja yndislegan mann, sem reynst hafði mér ákaflega vel á árum áður. Upplifa kynnin og ævisöguna á kveðjustund. Ég hvarf rúmlega þrjátíu ár aftur í tímann. Strák-lingurinn ég að feta mín fyrstu skref á lífsbrautinni og ekki úr vegi að gera það undir styrkri stjórn vel- gjörðarfólks. „Kvaddi“ heimahagana og flutti inn á nýju fjölskylduna á sautjánda ári. Varð einn af þeim frá fyrsta degi. Kærastan á heimilinu einungis fimmtán, að verða sextán. Námið í algleymingi og ungdómurinn eins og flestir þekkja hann. Ýmist hlátur eða grátur. Yfirvegun og gott atlæti hélt okkur kærustuparinu á mottunni. Saltað hrossakjöt úr heimahaga reyndi á þolrifin. Með tíð og tíma vann það á. Eldamennskan í hávegum höfð á heimilinu. Sunnudagsmessan í út- varpinu leið inn í herbergið með undraverðum ilmi sem ekkert fékk staðist. Lambalæri eða lambahryggur á borðum án undantekninga. Dvöl mín breyttist úr dögum í vikur. Úr vikum í mánuði. Mánuðir urðu að árum. Lífið var leikur. Við námslok beið mín fagurlega skreytt terta á út- skriftardegi. Námsherbergið hafði getið af sér afurð í ró og spekt. Fékk algjört næði þegar svo bar undir. Snarkið í ritvélinni þýddi algera friðhelgi. Spurning um hverjir væru stoltari, ég eða þau. Umhyggjan óum- ræðileg. Skein í gegn. Lífið hélt áfram sinn vanagang og árin fimm sem ég naut við á heimilinu reyndust mér ógleymanleg. Lærði heil ósköp um lífið og til- veruna. Lagði af stað með gott veganesti. Stundirnar gleymast eigi svo glatt. Fylgdist með þeim hjónum af natni og nærgætni á hliðarlínunni. Góðar kveðjur og umhyggja streymdu áfram jafn- vel þó samskiptin hefðu smám saman dvínað. Innlit, fyrirspurnir og jólakort tryggðu böndin á báða bóga. Að æviskeiði loknu standa eftir angurværar minn- ingar um góðmennsku og gjafmildi, sem seint verða afmáðar. Vænleg arfleifð sem tekur nú við keflinu. Prestinum var tíðrætt um vorið sem er á næsta leiti. Regnið nærir alla sprettu, jafnt í lífinu sem og í nátt- úrunni. vf.is Fimmtudagurinn 7. FEBrúar 2013 • 5. töluBlað • 34. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS Kia Sportage EX Árgerð 2012, 136 hestafla dísilvél, sjálfskiptur, 4x4, ekinn 30.000 km, 6 ár eftir af ábyrgð. Álfelgur, aksturstölva, hraðastillir, hiti í öllum sætum, loftkæling, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og margt fleira. Eyðir aðeins 6,9 l/100 km í blönduðum akstri.* Verð: 5.690.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 36.000 kr.** *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. **Miðað við 3.600.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,64%. Vextir: 9,70%. Gæða- bíll Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is Lífið í hnotskurnVetur konungur hefur látið lítið fyrir sér fara það sem af er ári. Reyndar hefur veturinn allur verið ansi mildur og fínn hérna á suðvesturhorninu. Það gefur því auga leið að snjómokstur hjá bæjarfélögunum hefur tölu- vert dregist saman og töluverðar fjárhæðir sem sparast sökum þess, ef svo má komast að orði. Í janúar í fyrra eyddi Reykjanesbær t.a.m. rúmum 10 milljónum króna í snjómokstur og hálkueyðingu. Auk þess var 5 milljónum varið til salt- kaupa í sama mánuði. Í janúarmán- uði 2013 voru útgjöldin 1,5 milljón króna við snjómokstur. Sú upphæð samsvarar einum snjóþungum degi samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ. Oddný G. Harðardóttir, odd-viti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrum bæjar- stjóri í Garðinum, tapaði í kjöri til varaformanns gegn Katrínu Júlíusdóttur en kosið var um embættið á landsfundi Samfylk- ingarinnar um nýliðna helgi. 524 greiddu atkvæði í varafor- mannskjörinu. Katrín hlaut 308 atkvæði eða 59% atkvæða. Oddný hlaut 214 atkvæði eða 41%. Auðir seðlar voru 2. Einungis þeir lands- fundarfulltrúar sem greitt hafa landsfundargjöld áttu rétt til þátt- töku í kjörinu. Árni Páll Árnason verður formaður flokksins en hann hafði betur gegn Guðbjarti Hannessyni. Milljónir sparast í snjóleysi Oddný verður ekki varaformaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.