Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 2
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR2
FRÉTTIR
Allir velkomnir. Sjá heildardagskrá og
nánari lýsingar á barnahatid.is
M
74
. S
tu
di
o
–
20
13
MIðVIKUDAGUR 8.MAÍ
Bókasafn Reykjanesbæjar efnir til ljósmyndasamkeppni fyrir 5–7. bekk frá 8.–12. maí, nánar á barnahatid.is
Njarðvíkurskóli heimsækir Hjallatún og Gimli með atriði úr Línu langsokk.
Setning Listahátíðar barna, „Umhverfi okkar er ævintýri“ í Duushúsum
3.SS úr Myllubakkaskóla syngur lög úr „Sound of Music“ í Krossmóa og Landsbankanum
Setning Listahátíðar barna, „Listaverk í leiðinni“ í Krossmóa
Mylluvisjón söngkeppni nemenda í Myllubakkaskóla
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ
Kór Holtaskóla fer á flakk og syngur víða um bæinn.
3. bekkur Háaleitisskóla sýnir leikrit um Vináttuna á leikskólanum Velli.
Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa
Útitónleikar 3.-10. bekkjar Myllubakkaskóla á baklóð skólans
Rauðhetta og úlfurinn, 6. og 7. bekkur Akurskóla sýnir á Nesvöllum
Kl. 10:00
Kl. 11.00
Kl. 12:00
Kl. 12:00
Kl. 12:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:30
Kl. 14:00
Kl. 14:30
Kl. 11:00
Kl. 11:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 13:00
Kl. 15:00
Kl. 10:00
Kl. 13.00
Kl. 14:00
Kl. 10:30
Kl. 12.20
Kl. 13:00
Kl. 17:00
LAUGARDAGUR 11. MAÍ
Söguganga um I-Njarðvík með Akurskóla á iði
Sirkussmiðja með Sirkus Ísland í íþróttahúsi Myllubakkaskóla
Víkingaheimar, sýningar, tónlist, alvöru víkingar, skátafjör o.fl.
Landnámsdýragarðurinn opnar. Grillaðar pylsur, lifandi tónlist
Leikfangamarkaður barnanna í tjaldi við Víkingaheima
Skráning á leikfangamarkadur@gmail.com
Krakkaskákmót í KK salnum – skráning á fjorheimar.is
Hestateyming í Landnámsdýragarðinum
Búðu til víkingaföt á bangsann þinn í Víkingaheimum
Velkomin í Stekkjarkot
Velkomin á glænýja Slökkviliðssýningu í Ramma
Víkingar berjast við Víkingaheima
Sirkussýning frá Sirkus Ísland við Víkingaheima
Innileikjagarðurinn á Ásbrú opnar
SUNNUDAGUR 12. MAÍ
Keflavíkurkirkja: Fjölskyldustund við Prestsvörðu í Leiru
Göngum saman, gengið verður frá Íþróttaakademíunni
Skessan býður upp á lummur í Skessuhelli
Prjónum trefil handa Skessunni í Skessuhelli
Komdu og smíðaðu töfrahljóðfæri sem fær Skessur til að dansa
- fjölskyldusmiðja á vegum Myndlistarfélagsins, Svarta pakkhúsið
Leiktæki, hringekjur, hoppukastalar og leikir Keflavíkurtúni
Karamelluregn við Duushús
Og margt, margt fleira. Sjá nánar á barnahátid.is
MATJURTAGARÐAR
REYKJANESBÆJAR 2013
Úthlutun matjurtagarða hjá Reykjanesbæ er hafin.
Svæðin eru í Grófinni og Dalshverfi neðan við Seljudal.
Hver reitur er um 20m² og gjaldið er 3.000kr.
Þeir sem óska eftir sama reit og í fyrra verða að
staðfesta pöntun fyrir 10. maí nk.
Hægt er að panta garða í síma Þjónustumiðstöðvar
420-3200 á opnunartíma.
ATVINNA
HOLTASKÓLI
Kennarar óskast í Holtaskóla
Holtaskóla vantar kennara með reynslu af kennslu á
yngsta stigi og einnig kennara með reynslu af
íslenskukennslu á unglingastigi.
Umsóknarfrestur er til 17. maí nk.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal, skólastjóri í
síma 420-3500 eða 898-4808 eða á netfangið
johann.geirdal@holtaskoli.is og Helga Hildur
Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 eða
848-1268 eða á netfangið
helga.h.snorradottir@holtaskoli.is.
NESVELLIR
Léttur föstudagur 10. maí kl. 14:00
Leikþáttur nemendur úr Akurskóla
og séra Skúli og Arnór ársamt stúlknakór
Allir hjartanlega velkomnir
ATVINNA
HEIÐARSKÓLI
Kennara vantar við Heiðarskóla
Kennara vantar næsta skólaár við Heiðarskóla.
Aðallega er um að ræða almenna kennslu
á unglingastigi
Hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til 12. maí.
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar.
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir,
skólastjóri, í síma 420-4500 eða 894-4501
TÓNLISTARSKÓLI
REYKJANESBÆJAR
Vortónleikar lúðrasveitarinnar
Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar heldur
vortónleika sína í Stapa, Hljómahöllinni, fimmtudaginn
16. maí kl.19:30. Fram koma yngsta- , mið- og elsta sveit.
Nánar á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is
og í s. 421-1153
Skólastjóri
Breyta tímasetningu í
tónlistarskólaauglýsingunni í:
Fimmtudaginn 16. maí
Söfnuðu
500.000
kr. fyrir
BuGL
Þær Thelma Rún Matthías-dóttir, Azra Crnac og Guð-
björg Ósk Ellertsdóttir, 15 ára
nemendur í Heiðarskóla í Reykja-
nesbæ stóðu fyrir styrktartón-
leikum fyrir BUGL (Barna- og
unglingageðdeild Landspítala)
í Stapanum í síðustu viku. Þar
komu margir listamenn fram og
lögðu málefninu lið. Þar má m.a.
nefna: Kristmund Axel og félaga,
Nilla, Haffa Haff, DJ Baldur
Ólafsson, Friðrik Dór, Hnísuna
og fleiri.
Azra Crnac ein af skipuleggjendum
tónleikanna, sem voru fyrir ung-
linga á aldrinum 14-16 ára, sagði
í samtali við VF að tónleikarnir
hefðu gengið ákaflega vel og að
safnast hefðu rúmlega 400 hundruð
þúsund krónur bara á tónleikunum.
Takmark stúlknanna var að safna
500 þúsund og það virðist ætla að
hafast enda hafa fleiri lagt málefn-
inu lið. Azra segir að þær stöllur
eigi vini sem hafi þurft að leita sér
hjálpar á BUGL og því fannst þeim
tilvalið að styrkja þá stofnun. „Þetta
er stofnun fyrir okkur unga fólkið.
Við vitum aldrei hvenær við gætum
þurft á hjálpinni að halda,“ sagði
Azra að lokum.
Þeir sem vilja leggja söfnuninni
lið geta lagt pening inn á 542-14-
403004 - Kt. 300497-3579.
B ílastæðasjóður Sandgerðis-bæjar hefur hafið starfsemi á
skipulagssvæði Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli
og mun Isavia annast eftirlit og
umsýslu vegna stöðubrota fyrir
hönd sjóðsins.
Mikil umferðaraukning hefur orðið
við flugstöðina og er unnið að
endurbótum á skipulagi til aukins
öryggis vegfarenda. Er markmiðið
m.a. að greiða fyrir umferð fyrir
utan flugstöðina, þar sem einungis
er heimilt að stöðva til þess að
hleypa farþegum út, og fækka um-
ferðarlagabrotum.
Bílastæðasjóður hefur ekki verið
rekinn á vegum bæjarins fyrr, en
stofnun hans er forsenda lögboð-
inna ráðstafana gegn ólögmætri
bifreiðastöðu og var samningur um
samstarf við Isavia undirritaður
föstudaginn 26. apríl.
r íflega fjórðungur vinnandi fólks í Reykjanesbæ er með
laun undir 250 þúsund krónum.
Könnun sem Atvinnu- og hafna-
svið í samstarfi við fjármálaskrif-
stofu Reykjanesbæjar er að vinna
sýnir að 65% þeirra sem eru á aldr-
inum 18-67 ára voru við vinnu í
febrúar sl. Af þessum 65% vinn-
andi bæjarbúum eru 26,6% með
laun undir 250 þúsund krónum.
„Hér er um að ræða íslenskt verka-
fólk, sem oftast hefur eingöngu
lokið grunnskólanámi“, segir Árni
Sigfússon bæjarstjóri en þessar
upplýsingar voru kynntar á íbúa-
fundi með bæjarstjóra í síðustu
viku.
Á fundinum kom fram að að meðal-
laun verkafólks í álveri Norðuráls
á Grundartanga eru á milli 5-600
þúsund krónur.
„Við stöndum frammi fyrir að
byggja upp verkefni sem getur
tvöfaldað launakjör verkafólks hér.
Það hefur að auki veruleg áhrif á
skatttekjur sveitarfélaga. Meðal
skatttekjur sem Fjarðarbyggð fær
frá hverjum íbúa árið 2012, þar sem
Fjarðaál er staðsett, eru 576 þúsund
krónur á íbúa. Í Reykjanesbæ eru
meðal skatttekjur sama ár um 390
þúsund krónur á íbúa.
f ræðsla, þjálfun, menning, ferðaþjónusta og samgöngur
skapa um þriðjung starfa í Reykja-
nesbæ, samkvæmt nýlegri könnun
MMR sem gerð var í febrúar s.l.
Þar af eru ferðaþjónusta og sam-
göngur með um 17% starfa.
Könnunin sýnir að fjórðungur
starfa hefur mánaðarlaun undir
250 þúsund kr. á mánuði. Athyglis-
vert er að samkvæmt könnuninni
eru iðnaður og verslun hvort um
sig að skapa um 8% starfa bæjar-
búa. Fiskveiðar og matvælaiðnaður
skapa um 9,5% starfa. Þetta eru
m.a. upplýsingar sem koma fram á
íbúafundum með bæjarstjóra sem
nú standa yfir í Reykjanesbæ.
„Þessi samsetning er sérstök og
sýnir að við þurfum styrkari stoðir
undir atvinnulífið til að skapa vel
launuð störf. Hér eru skatttekjur
lágar, sem bendir eindregið til lágra
launa. Við höfum lausnir um fjöl-
breytt og mun betur launuð störf.
Nú þarf ríkisstjórn fyrir fólkið, sem
fylgir þessu eftir með okkur“ segir
Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Sandgerðisbær og isavia
styrkja umferðaröryggi
n Íbúafundir í Reykjanesbæ:
Ríflega fjórðungur með laun
undir 250 þúsund krónum
Þurfum styrkari stoðir
undir atvinnulífið til að
skapa vel launuð störf
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fundaði með íbúum í Höfnum
á mánudagskvöld í árlegri fundaröð sinni með íbúum í Reykjanesbæ.
Fundurinn var haldinn í safnaðarheimilinu í Höfnum og var vel sóttur,
eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd sem tekin var við upphaf fundar.
Íbúafundur í Höfnum
Bæjarstjórn-
arfundum
sjónvarpað?
T il skoðunar er nú hjá Reykjanesbæ hvort senda
eigi fundi bæjarstjórnar út í
sjónvarpi eða á netinu. Krist-
inn Jakobsson, Framsóknar-
flokki, kom með fyrirspurn á
síðasta bæjarstjórnarfundi um
málið og bæjarráð samþykkti
síðan í framhaldinu að kanna
málið enn frekar.
Böðvar Jónsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagðist sammála því að
skoða þennan möguleika. Hann
hefði rætt við forráðamenn
Kapalvæðingar sem reka sjón-
varpsrás í bæjarfélaginu. Fleiri
bæjarfulltrúar tóku undir hug-
myndina en einnig þyrfti að
skoða möguleika á að útsend-
ingin gæti verið á netinu.
Kristinn Jakobsson sagði að
auk þess að sjónvarpa bæjar-
stjórnarfundum, sem væri gert
á nokkrum stöðum á landinu,
mætti einnig vekja meiri athygli
á bæjarstjórnarfundum, t.d.
með því að auglýsa hvenær þeir
væru.