Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 16
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR16
TIL HAMINGJU
MEÐ SIGURINN Í SKÓLAHREYSTI
Reykjanesbær óskar Holtaskóla til hamingju með
glæsilegan árangur í Skólahreysti, þriðja árið í röð.
Reykjanesbær – heilbrigður bær!
„Það er ekkert nema ást og
umhyggja í matnum hérna hjá
okkur,“ sögðu konurnar í mötu-
neyti Holtaskóla þegar blaða-
maður ýjaði að því að það hlyti
nú að vera eitthvað sérstakt í
fæðinu sem gerði það að verkum
að skólinn næði þessum einstaka
árangri í Skólahreysti. Síðast-
liðinn fimmtudag náði Holta-
skóli þeim ótrúlega árangri að
sigra Skólahreysti í þriðja sinn
í röð. Holtaskóli tók þátt í úr-
slitum ásamt Myllubakkaskóla
sem hafnaði í fimmta sæti af 12
liðum. Lið Holtaskóla í ár var
skipað þeim Theodór Sigurbergs-
syni, Kolbrúnu Júlíu Newman,
Guðmundi Ólafssyni, Ingibjörgu
Sól Jónsdóttur og Thelmu Hrund
Helgadóttur.
Bæði í riðlakeppninni og úrslita-
keppninni sjálfri sigraði skólinn
ekki eina einustu þraut. Það er
þannig að liðsheildin og sú stað-
reynd að liðið er ofarlega í öllum
þrautum sem skilar þessum frá-
bæra árangri.
„Ég átti alls ekki von á þessu og
var hreinlega búinn að sætta mig
við fjórða sætið. Þessu er bara
stillt hérna upp fyrir okkur, við
vinnum þetta alltaf,“ sagði Theodór
í nokkurri geðshræringu að lokinni
keppni í Laugardalshöll. Theodór
viðukenndi að úrslitin hafi komið
flatt upp á hann þar sem skólinn
hafi ekki sigrað neina grein. Hann
sjálfur sá um upphýfingar og dýfur
fyrir skólann.
Kolbrún Júlía Newman sem sá um
armbeygjur var sátt við árangur
liðsins en hún sagðist ekki eiga svör
við því af hverju þessi uppgangur
væri að eiga sér stað í Holtaskóla.
Theodór var þó með þær skýringar
að vel væri haldið utan um þessa
keppni í Holtaskóla og mikil áhersla
lögð á að æfa vel.
Ætlaði sér Íslandsmet
Þau Ingibjörg Sól Jónsdóttir og
Guðmundur Ólafsson, sem sáu um
hraðaþrautina, voru sigurreif þegar
blaðamaður Víkurfrétta sveif á þau
að lokinni verðlaunaafhendingu.
Guðmundur átti æsilegan loka-
sprett í hraðaþrautinni þar sem
segja mætti að sigurinn hafi komið
í hús. Á lokasprettinum sagðist
Guðmundur Ólafsson hafa verið
að hugsa um að bæta Íslandsmet
frekar en um um að sigra keppn-
ina. „Ég ætlaði mér Íslandsmet en
sigurinn er mun betri,“ sagði Guð-
mundur.
Íþróttakennarar Holtaskóla eiga
sjálfsagt þátt í árangri liðsins þrátt
fyrir að ábyrgðin sé sett töluvert
í hendur keppenda. Bergþór
Magnússon annar íþróttakennara
skólans segir að krakkarnir séu
samviskusamir og tilbúnir að tak-
ast á við hin ýmsu verkefni sem
liggja fyrir. „Þau hafa frábærar
fyrirmyndir sem hafa verið hérna
undafarin ár. Þau feta í þeirra fót-
spor.“ Bergþór segir íþróttastarf í
bæjarfélaginu vera til fyrirmyndar
og vissulega hjálpi það líka til. „Það
eru fá bæjarfélög sem státa af jafn
öflugu íþróttastarfi og Reykjanes-
bær.“
Hetjurnar hylltar
Haldin var sigurhátíð á sal Holta-
skóla morguninn eftir hinn frækna
sigur þar sem hetjur skólans voru
hylltar. Skólastjórinn Jóhann Geir-
dal var stoltur af nemendum sínum
en skólinn er nú sá eini sem sigrað
hefur keppnina þrisvar sinnum en
alls hafa níu keppnir verið haldnar.
„Það er ábyggilega verið að gera
eitthvað sérstakt hérna hjá okkur.
Hvað það er er ekki gott að segja til
um. Ég þakka fyrst og fremst liðs-
heildinni hérna í skólanum. Bæði
nemendur, starfsmenn og foreldrar
eru lifandi í því sem verið er að
gera. Það er mjög mikilvægt.,“ segir
Jóhann. Blaðamaður spyr að því
hvort pressan verði nokkuð of mikil
á næstu keppendur en þrír af fimm
liðsmönnum verða frá að hverfa í
framhaldsskóla næsta haust. „Það
er auðvitað mikilvægt að passa að
svo verði ekki. Auðvitað er gaman
þegar að vel gengur og við vonumst
eftir að svo verði áfram. Það er
hins vegar mjög góður árangur að
komast bara í þessa úrslitakeppni.“
Jóhann segir að árangur skólanna
sé eftirtektaverður og að óvíða sé
stemmningin fyrir Skólahreysti
meiri en í Reykjanesbæ.
skólahreysti
Árangur skóla frá Suður-nesjum hefur verið frábær
frá upphafi og eiga ungmenni
héðan m.a. tvö Íslandsmet. Jó-
hanna Júlía Júlíusdóttir nemandi
í Myllubakkaskóla tók 177 arm-
beygjur í fyrra. Þar bætti hún
fyrra metið um 70 armbeygjur
sem verður að teljast alveg ótrú-
legt. Fyrir skömmu vakti svo
glæsilegt Íslandsmet Elvu Lísu
Sveinsdóttur úr Njarðvíkurskóla
verðskuldaða athygli. Heiðar-
skóli sigraði keppnina árið 2009
en skólinn hefur hafnað í öðru
sæti árin 2010 og 2012.
Holtaskóla-Hreysti
Magnað afrek hjá
Holtaskóla sem
sigraði Skólahreysti
þriðja árið í röð
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar segir bæjarfélagið mjög
stolt af unga fólkinu sem hefur sýnt
og sannað að þegar menn einsetja
sér að ná árangri, æfa sig vel, hafa
skýra sýn á markmiðið og kunna
að framfylgja því þegar á hólminn
er komið, er allt hægt. „Þetta sýna
nemendur okkar í Skólahreysti og
eru einnig að sýna það í almennu
bóknámi. Þetta er því gríðarlega
mikilvæg aðferðarfræði fyrir allt
lífið. Árangur unga fólksins okkar
í Skólahreysti hvetur okkur öll
áfram, hvar sem við störfum, til að
ná settum markmiðum og stuðla
þannig að hamingju og heilbrigði
allra íbúanna,“ sagði bæjarstjórinn
í samtali við Víkurfréttir.
Fyrri árangur Suðurnesja-
manna í Skólahreysti
Guðmundur Ólafsson
átti rosalegan enda-
sprett í tímaþrautinni.
Sindri Kristinn Óskars-
son úr Myllubakka-
skóla var ansi snöggur.
Bikarinn á loft.