Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 8. maí 2013 23
400.000 Leiðsögn um tökustaði ís-
lenskra kvikmynda á Suðurnesjum.
Verkefnið lýtur að því að safna
saman og gefa út upplýsingar um
kvikmyndatökustaði íslenskra
kvikmynda á Suðurnesjum. Upp-
lýsingarnar verða gefnar út á
prentuðu korti og sem smáforrit.
Leiðsögnin gefur fólki tækifæri
að upplifa Suðurnes á annan
hátt en áður þekkist, í gegnum
heim íslenskra kvikmynda.
300.000 Kynning á bók-
menntaarfinum.
Almenningsbókasöfnin á Suður-
nesjum hafa á undanförnum árum
haft samstarf um menningarvið-
burði þar sem bókmenntir, rithöf-
undar og skáld hafa verið kynnt.
250.000 Skúlptúra.
Skúlptúra er samvinnuverkefni leik-
skólabarna í Heilsuleikskólanum
króki og myndhöggvarans Önnu
Sigríðar Sigurjónsdóttur í skúlptúr-
gerð með efnivið úr náttúrunni
200.000 Íbúð kanans
Sýningin íbúð kanans er ætlað að
gefa innsýn í hversdagslíf bandaríska
hermanna á Íslandi og skoða jafn-
framt hvaða áhrif þeir höfðu á
menningu þeirra sem bjuggu
hinum megin við hliðið og öfugt.
200.000 Ljóðatónleikar í
Stapa í október vegna 70 ára
afmælis tónskáldsins, Eiríks
Árna Sigtryggssonar.
20 ný sönglög verða frumflutt.
Tónleikarnir verða endahnútur á
löngu ferli tónsmíða og æfinga.
200.000 Heimskautin heilla á ensku
Hin glæsilega sýning Heim-
skautin heilla var opnuð árið
2007 í húsnæði Þekkingarseturs
Suðurnesja. Sýningin fjallar um
líf og störf franska læknisins og
heimskautafarans Jean-Baptiste
Charcot og vekur sérstaka athygli
vegna skemmtilegrar og vandaðrar
uppsetningar, en umgjörðin líkist
því að ganga um boð í skip.
200.000 Hafið bláa hafið.
Stóru-Vogaskóli.
Verkefnið er samstarfsverkefni Stóru
Vogaskóla, leikskólans Suðurvalla
og menningarmiðstöðvarinnar
Hlöðunnar. Verkefninu er ætlað
að styrkja tengsl grunnskóla og
leikskóla og tengsl barnanna við
menningarlíf í bæjum sínum.
Eftirfarandi verkefni hljóta
stofn- og rekstrarstyrkir
í maí 2013
2.000.000 Fischershús, endurgerð.
Fischershús er eitt af merkustu
húsum bæjarins, byggt 1881 og
kom tilsniðið frá Danmörku.
Þetta þótti á sínum tíma eitt
glæsilegasta hús landsins
og er merkilegt á landsvísu.
Mikil ábyrgð er hjá Suður-
nsejamönnum að endurgera það
á sem uppraunalegastan hátt.
2.000.000 Endurgerð
Bryggjuhúss Duushúsa.
Unnið hefur verið við endurgerð
Duushúsanna síðan árið 2002 og
nú er svo komið að aðeins á eftir að
ljúka fjórða áfanga, Bryggjuhúsinu
að innan. Húsið var byggt 1877 og er
eitt stærsta pakkhús sinnar tegundar
á Íslandi og því menningarsöugulega
verðmætt fyrir alla þjóðina.
1.000.000 Rekstur sýninga hjá
Þekkingarsetri Suðurnesja.
Tvær sýningar eru í húsi Þekk-
ingarsetursins sem setrið rekur en
eru í eigu Sandgerðisbæjar. Báðar
sýningarnar eru opnar alla virka
daga og um helgar yfir sumartímann.
1.000.000 Listasafn
Reykjanesbæjar.
Listasafn Reykjanesbæjar er eina
listasafnið á Suðurnesjum og hefur
sem slíkt ákveðnum skyldum að
gegna og starfar eftir safnalögum.
Setta eru upp a.m.k. 6 sýningar á ári.
800.000 Bátasafn Gríms
Karlssonar.
Bátasafnið átti 10 ára afmæli í
fyrra. Af því tilefni voru keypt
20 líkön af Grími sem þarf að
koma í sýningarkassa. Fjöldi báta í
safninu er nú orðinn 130 talsins.
700.000 Sjólyst í Gerðum –
Minjasafn og fræðasetur.
Í Sjólyst bjó hin landsfræga Una
Guðmundsdóttir eða Völva Suður-
nesja. Hugmyndin er að koma
húsinu Sjólyst í upprunalegt horf.
600.000 Nýsköpun og viðhald á
tónlistarlegri menningararfleifð
Suðurnesja. Geimsteinn ehf.
Geimsteinn er elsta starfandi
hljómplötuútgáfa á Íslandi og
hefur haldið merkjum Suðurnesja-
manna á lofti frá 1976. Samhliða
hefur verið rekið safn um okkar
dáðasta tónlistarmann, Rúnar
Júlíusson, frá árinu 2009 sem
er orðinn ómissandi hlekkur í
ferðaþjónustunni á Suðurnesjaum.
500.000 Rekstur myndasafns.
Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Vefvæðing myndasafnsins hófst
á síðasta ári þá náðist góður
árangur, við áramót var búið
að skanna inn 8483 myndir
og tengja þær við safnskrá.
400.000 Efra Sandgerði – varð-
veisla og endurbygging á
elsta húsi í Sandgerði.
Húsið er byggt árið 1883 af Svein-
birni Þórðarsyni útvegsbónda, er
húsið því 130 ára gamalt. Lions-
klúbburinn í Sandgerði hefur
farið fyrir endurbyggingunni.
Samtals 27 styrkir til verkefna
að fjárhæð kr. 18.000.000.
Samtals 9 stofn og rekstrar-
styrkir að fjárhæð kr. 9.000.000.
Fisktækniskóli Íslands
Icelandic College of Fisheries
Víkurbraut 56
240 Grindavík
Sími: 412 5966
www.fiskt.is
www.facebook.com/fisktaekniskoli
info@fiskt.is
Fisktækniskóli Íslands
Fisktækniskólinn býður upp á stutt, skemmtilegt og hagnýtt einingabært nám sem opnar þér fjölda möguleika í vel
launuð störf í sjávarútvegi auk möguleika á framhaldsnámi að loknu grunnnámi.
Námið er til tveggja ára og með mikla áherslu á tengingu við atvinnulífið og vinnustaðaþjálfun.
Námsárið skiptist í eina önn í skóla með áherslu á faggreinar og eina önn á vinnustað undir leiðsögn
tilsjónarmanns. Fólk sem vill hasla sér völl í þeim greinum sem skólinn býður upp á fær því gott tækifæri
að mynda góðar tengingar út í atvinnulífið auk þess að búa sig undir frekara nám. Náminu lýkur með
framhaldsskólaprófi.
Fisktækniskólinn býður upp á nám í:
Fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi og netagerð.
Skólaakstur af Suðurnesjum – Ferkari upplýsingar á
skrifstofu skólans í síma 412-5966
Samstarfsaðilar Fisktækniskólans eru:
Einhamar ehf, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, Stakkavík ehf,
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Verkakýðsfélag Grindavíkur, Vísir ehf,
Þorbjörn ehf, Þróttur ehf, Fræðsluaðilar og sveitarfélög á Suðurnesjum
Óðinsvellir 10
230 Reykjanesbær
Glæsilegt einbýlishús
Stærð: 201 fm
Fjöldi herbergja: 6
Byggingarár: 1997
Fasteignamat: 34.100.000
Bílskúr: Já
Verð: 43.700.000
RE/MAX Alpha kynnir: Glæsilegt einbýlishús á eftirsóttum stað í Reykjanesbæ.
Fjögur svefnherbergi, stór stofa og eldhús í opnu rými. Glæsilegur sólpallur og hellulögð stétt í sólríkum
suður-garði.
Allar upplýsingar veitir Davíð Ólafsson í síma 897 1533 eða david@remax.is
Alpha
Haukur Halldórsson
Lögg. fast. hdl.
Davíð Ólafsson
Sölufulltrúi
haukurhalldors@remax.is
david@remax.is
Fjögur svefnhverbergi og stór stofa
RE/MAX Alpha - Skeifan 17 - 108 Reykjavík - Sími: 4777777 - www.remax.is
4777777
897 1533
Sýningin Íbúð kanans, lífið á vellinum verður opnuð í Off-
isera klúbbnum á Ásbrú mið-
vikudaginn 8. maí nk. kl. 17:00. Í
tilefni af opnuninni verður opin
sýningarhelgi 11. og 12. maí frá
kl. 13:00 - 17:00.
Sýningin hvetur til samtals um
hálfrar aldar sögu varnarliðs á Ís-
landi.
Segja má að Bandaríkjamenn, her-
menn og borgarar sem störfuðu
á varnarstöðinni í Keflavík hafi
verið hluti af daglegu lífi Suður-
nesjamanna óslitið í hálfa öld. Í
september 2006 lauk þeirri sögu
er síðasti hermaðurinn fór af landi
brott en talið er að alls hafi rúm-
lega tvö hundruð þúsund Banda-
ríkjamenn starfað eða dvalið hér
á landi á vegum varnarliðsins frá
upphafi. Þá hafa þúsundir Íslend-
inga komið að rekstrinum með
einum eða öðrum hætti.
Markmið sýningarinnar er að gefa
innsýn í hversdagslíf bandarískra
hermanna á Íslandi og skoða jafn-
framt hvort og hvaða áhrif þeir
höfðu á menningu þeirra sem
bjuggu hinum megin við hliðið,
og öfugt. Sýningunni er jafn-
framt ætlað að varpa fram nýrri
sýn á herstöðina sem oft hefur
verið neikvæð og pólitísk. Hér
er sjónum beint að hinu hvers-
dagslega og því persónulega, að
fólkinu sem þar bjó og samskipti
þeirra skoðuð sem og menningar-
leg áhrif á báða bóga.
Þetta er vinsamlega snertið sýn-
ing. Gestir eru hvattir til þess að
miðla sinni reynslu og sögu og
geta þeir skráð hana í gestabók á
staðnum. Þá verður hægt að gefa
muni til sýningarinnar og verður
hún uppfærð eftir því sem ábend-
ingar berast frá gestum.
Sýningarstjóri er Dagný Gísla-
dóttir og er sýningin hluti af mast-
ersverkefni í hagnýtri menningar-
miðlun við Háskóla Íslands.
Life on a nato base
Sýning um hversdagslíf bandarískra
hermanna á varnarstöðinni í Keflavík
SP 607 West Avenue á Ásbrú
Íbúð kanans,
LÍfið á veLLinum