Víkurfréttir - 08.05.2013, Side 8
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR8
Ferðamálasamtök Suðurnesja standa fyrir morgunverðarfundi um stöðu og framtíðarhorfur
ferðaþjónustunnar á svæðinu miðvikudaginn 15. maí. Fundurinn hefst kl. 8:30 og fer fram í Eldey, þróunarsetri.
MORGUNVERÐARFUNDUR
FERÐAMÁLASAMTAKA
SUÐURNESJA
GÆÐI OG GOTT ORÐSPOR
Skráning í Ferðamálasamtök
Suðurnesja á staðnum.
Allt áhugafólk um ferðaþjónustu velkomið.
Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja
Kl. 08:30 Morgunverður í boði
Ferðamálasamtakanna
Kl. 9:00 Ferðamálasamtök Suðurnesja:
Starfið og stefnumótun.
Sævar Baldursson, formaður.
Kl. 9:15 Markaðsstofa Reykjaness:
Ímynd svæðis og vörumerkið
Reykjanes. Þuríður Aradóttir, verkefnastjóri
Kl. 9:30 Reykjanes jarðvangur:
Staða umsóknar og tækifæri
í ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Eggert Sólberg Jónsson, verkefnastjóri
Kl. 9:45 Kaffihlé
Kl. 10:00 VAKINN: Gæða- og umhverfiskerfi
ferðaþjónustunnar
Áslaug Briem,
verkefnastjóri gæðamála FMS
Kl. 11.00 Almennar umræður
Dagskrá:
Söngsveitin Víkingar heldur sína árlegu vortónleika dagana 13., 14. og 15. maí nk. Yfirskrift tónleikanna er: Frá okkur til ykkar
með sumarkveðju, enda er enginn aðgangseyrir innheimtur og allir
velkomnir.
Efnisskráin er að venju létt og skemmtileg, góð blanda af íslenskum og
erlendum lögum frá ýmsum tímum.
Við viljum hvetja Suðurnesjamenn til að nýta sér gott boð og fjölmenna
á söngskemmtun Víkinganna undir stjórn Steinars Guðmundssonar.
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Mánudaginn 13. maí í Útskálakirkju
Þriðjudaginn 14. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Miðvikudaginn 15. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00
Stjórnin
Það var þéttskipaður bekkurinn í Stapa á há-tíðardagskrá í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum
degi verkafólks. Yfir 600 manns mættu í Stapann til
að hlusta á ræðuhöld, söng og skemmtun.
Ræðu dagsins flutti Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ. Þá söng Sönghópurinn Vox
Felix og einnig Eldey, sem er kór eldri borgara. Guð-
mundur Hermannsson lék ljúfa tónlist við upphaf
dagskrár sem Guðbrandur Einarsson kynnti. Þá flutti
Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags
Suðurnesja setningarræðu dagsins.
Á sama tíma og hátíðardagskráin var í Stapa var
börnum boðið á bíósýningu í Sambíóinu í Keflavík.
Eins og í Stapa þá var húsfyllir einnig í bíóinu. S lysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynj-anda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda,
Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðar-
stofu og Þekkingu, ætla að gefa öllum skólum á landinu endurskins-
vesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk.
Þema þessa verkefnis er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á
því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja
skólagöngu sína.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Kvennasveitin Dagbjörg í Reykjanesbæ
afhenti fyrstu vestin í átakinu til Heiðarskóla í Reykjanesbæ.
Frá okkur til ykkar
með sumarkveðju!
n Vortónleikar Víkinganna:
n Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins vel sótt:
„Allir öruggir heim“
„Uppselt“ á 1. maí í Stapa
Vortónleikar
Kvennakórs Suðurnesja
Kvennakór Suðurnesja hélt fyrri vortónleika sína í Ytri Njarðvíkur-kirkju á mánudagskvöld. Seinni tónleikar kórsins verða í kvöld,
miðvikudagskvöld, í Keflavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskrá
tónleikanna er létt og skemmtileg og full ástæða til að hvetja Suður-
nesjafólk til að lyfta sér upp yfir góðum tónleikum. VF-mynd: HBB