Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 14
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR14
Barnahátíð í Reykjanesbæ verður sett með formlegum
hætti í 8. sinn miðvikudaginn 8.
maí í Duushúsum þegar sýningin
„Umhverfi okkar er ævintýri“
verður opnuð að viðstöddum
elstu börnum allra tíu leikskól-
anna í bænum. Sýningin er hluti
Listahátíðar barna sem er sam-
starfsverkefni Listasafns Reykja-
nesbæjar og allra leik- og grunn-
skóla bæjarins. Leikskólabörnin
hafa unnið með nærumhverfi sitt
stóran hluta úr vetri og afrakstur-
inn verður til sýnis fyrir gesti
Barnahátíðar. Þessi árlega sýning
leikskólanna hefur vakið mikla
aðdáun og dregið að sér þúsundir
gesta ár hvert.
Í framhaldi taka við viðburðir
Barnahátíðar hver á fætur öðrum.
Sama dag opnar grunnskólahluti
Listahátíðar barna víðs vegar um
bæinn undir yfirskriftinni „Lista-
verk í leiðinni.“ Grunnskólinn
lætur ekki þar við sitja heldur býður
upp á Hæfileikahátíð í Stapa þar
sem sýnt verður úrval af frábærum
árshátíðaratriðum krakkanna, auk
atriða frá Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar og dansskólunum. Þá verða
hópar frá grunnskólunum og tón-
listarskólanum á ferð vítt og breitt
um bæinn og bjóða upp á ýmis
atriði bæjarbúum til skemmtunar.
Hápunkti nær Barnahát íðin
laugardag og sunnudag þegar
boðið verður upp á margs konar
viðburði tileinkaða börnum og fjöl-
skyldum þeirra. Á laugardeginum
fer meginþungi dagskrárinnar fram
á svæðinu við Víkingaheima. Þar
hafa sýningar verið endurnýjaðar
og þangað býðst börnum t.d. að
mæta með bangsann sinn og útbúa
á hann víkingaklæði. Landnáms-
dýragarðurinn verður opnaður
og þar verður boðið upp á grill-
aðar pylsur. Leikfangamarkaður
barnanna fer fram í tjaldi við Vík-
ingaheima, þar sem börnum gefst
kostur á að gerast kaupmenn part
úr degi. Boðið verður upp á sirkus-
smiðju og sýningu, hestar verða
teymdir undir börnum, glæný
slökkviliðssýning er öllum opin og
svona mætti áfram telja.
Á sunnudeginum fer megin dag-
skráin fram við Duushúsin, þar
sem listahátíð barna er í fullum
gangi. Skessan er í hátíðarskapi og
býður upp á lummur í hellinum
sínum. Henni hefur verið dálítið
kalt í vor og því verður hægt að
taka þátt í að prjóna á hana trefil
auk þess sem Fjóla tröllastelpa vin-
kona hennar heilsar upp á börnin.
Í Svarta pakkhúsinu verður boðið
upp á mjög spennandi hljóðfæra-
smiðju fyrir alla fjölskylduna og á
Keflavíkurtúni verða leiktæki og
leikir í fullum gangi. Þá hljóðar
veðurspáin upp á karamelluregn.
Það er því ljóst að yngsta kynslóðin
ætti að geta fundið sitthvað við sitt
hæfi og átt góða stund með fjöl-
skyldu sinni á Barnahátíð í Reykja-
nesbæ.
Dagskrána í heild sinni, með
tímasetningum, staðsetningum og
nánari upplýsingum má nálgast
á vefsíðunni barnahatid.is. með
fyrirvara um breytingar t.d. vegna
veðurs. Þess skal getið að frítt er á
alla viðburði Barnahátíðar.
Reykjanesbær býður ykkur vel-
komin!
F ríhöfnin fjölgaði stöðu-gildum sínum á síðasta ári
um rúm 9% milli ára, úr 113
í 124, en rúmlega 98% starfs-
manna fyrirtækisins eru búsettir
á Suðurnesjum.
Umtalsverð aukning varð á
rekstrartekjum Fríhafnarinnar á
sl. ári en veltan jókst um 13,23%
á milli ára, var rétt rúmir 7 millj-
arðar króna, en farþegum um flug-
völlinn fjölgaði um 12,7%. Mest
varð aukningin í erlendum ferða-
mönnum en Íslendingum fjölgaði
um 3,4%. Aðalfundur félagsins var
haldinn í síðustu viku.
Ríkissjóður fékk rúmum 12% meira
til sín á árinu 2012 en árið á undan
eða rétt tæpar 400 milljónir. Þar af
eru áfengis- og tóbaksgjöld 307
milljónir króna. Hagnaður fyrir af-
skriftir, vexti og skatta (EBITDA)
nam tæpum 238 milljónum króna,
á móti 174 milljónum króna á árinu
2011 að því er fram kemur í frétt frá
Fríhöfninni.
Margt sem stendur upp úr
Það er margt sem stendur upp úr á
árinu 2012. Árið hófst með opnun
Victoria‘s Secret í brottfararverslun.
Í dag skipta þessar verslanir tugum
en starfsmenn Fríhafnarinnar hafa
þótt standa sig afar vel í sölu til við-
skiptavina.
Fyrir rétt tæpu ári síðan fór fram
könnun á starfsskilyrðum og líðan
starfsmanna sem eru félagsmenn
í SFR á vinnustaðnum. Könnunin
náði til um 44 þúsund starfsmanna
á almennum og opinberum vinnu-
markaði og er skemmst frá því að
segja að Fríhöfnin varð í 4. sæti
af 93 stórum stofnunum og fyrir-
tækjum á Íslandi þegar ánægja í
starfi, stolt, launakjör, vinnuskil-
yrði, sveigjanleiki og sjálfstæði í
starfi, ímynd fyrirtækisins og trú-
verðugleiki stjórnenda var mælt.
Fríhöfnin þótti vera til fyrirmyndar
í þessum málum, þrátt fyrir að vera
svokallað vaktavinnufyrirtæki. Eins
var Fríhöfnin útnefnd af Reykja-
nesbæ, ásamt Isavia „Fjölskyldu-
vænt fyrirtæki“, sem verður að
teljast mjög góður árangur þar sem
ekki er auðvelt að samræma svo vel
sé stóran vinnustað sem er opinn
365 daga ársins, allan sólarhring-
inn við öfluga fjölskyldustefnu.
Í maí í fyrra hóf Fríhöfnin sölu á
plastpokum og fóru 5 kr. af hverjum
seldum poka í nýjan Umhverfissjóð
Fríhafnarinnar. Fyrstu styrkirnir
voru veittir í fjölbreytt verkefni á
sviði umhverfismála á nærsvæðum
starfsstöðva Fríhafnarinnar. Alls
voru veittir styrkir upp á rúma 1,5
milljónir króna.
Í lok ársins var verslunin Be A Man
opnuð rétt fyrir jólin í fyrra og hafa
karlmenn tekið þessari breytingu
fegins hendi.
Stóraukið samstarf
á innanlandsmarkaði
og vöruþróun
Varðandi samstarf á innanlands-
markaði þá má segja að Fríhöfnin
sé stöðugt að sækja í sig veðrið.
Vörukaup innanlands aukast ár
frá ári. Á síðasta ári jukust inn-
kaup við innlenda birgja um 28%
á móti 6% aukningu við erlenda
birgja.
Fríhöfnin hefur lagt mikla áherslu
á að íslensk hönnun sé sýnileg í
flugstöðinni sem og að markvisst
hefur verið unnið að vöruþróun
með íslenskum birgjum.
Til að nefna nokkur dæmi þá hefur
ný brennivínshandbók litið dagsins
ljós sem vakið hefur mikla athygli,
bæði hér heima og erlendis.
Nýr bjór, Snorri, sem er alfarið
unninn úr íslensku byggi var þró-
aður. Eins átti Fríhöfnin þátt í því
að ný vodkategund var framleidd
en Kötlu vodkinn kom á markað
árið 2012 og hefur vakið verðskuld-
aða athygli. Úrvalið í vöruframboði
Fríhafnarinnar hefur stóraukist á
undanförnum árum, eitthvað sem
ferðamenn hafa tekið vel eftir og
má þar sérstaklega nefna viskí, en
yfir 200 tegundir eru í boði. Yfir
52.000 lítrar seldust á sl. ári.
Miklar breytingar
framundan
Ásta Dís Óladóttir, framkvæmda-
stjóri Fríhafnarinnar segir miklar
breytingar og umbætur standa yfir
hjá Fríhöfninni um þessar mundir.
Mun fyrirtækið ásamt verslunum
fá nýja ásýnd í sumar. Um miðjan
júní er fyrirhugað að opna nýja
glæsilega verslun í suðurbyggingu
flugstöðvarinnar, ásamt því að verið
er að endurnýja komuverslunina
sem er Íslendingum að góðu kunn.
Stjórn félagsins var endurkjörin en
hana skipa Þórólfur Árnason, Arn-
björg Sveinsdóttir, Bergur Sigurðsson,
Ólafur Thordersen og Jónína Hólm.
Samstarf
foreldra og
kennara
í grunn-
skólum er
afar gott
Samkvæmt niðurstöðum úr Skólavoginni er samstarf
milli foreldra og kennara í
grunnskólum Reykjanesbæjar
afar gott.
Að sögn Gylfa Jóns Gylfasonar
fræðslustjóra Reykjanesbæjar
er ánægjulegt að sjá hve vel
kennarar vinna með foreldrum
í starfi sínu og kennarar eru
greinilega að sinna starfi sínu
með foreldrum eins og best
gerist á landinu. Í Skólavoginni
kemur meðal annars fram hvað
viðkemur samstarfi heimilis og
skóla að foreldrar eru ánægðir
með þátttöku sína í skólagöngu
barnanna og telja hana mikil-
væga.
Foreldrar hafa trú á eigin getu
við að aðstoða börn sín í námi
og hafa tíma, vilja og getu til að
sinna börnum við heimanámið.
Síðast en ekki síst telja foreldrar
grunnskólabarna í Reykjanesbæ
sig hafa mikil áhrif á ákvarðanir
varðandi nemendur og kunna
vel að meta frumkvæði kennara
í foreldrasamstarfi.
-98% af 124 starfsmönnum búa á Suðurnesjum
n Góður rekstur Fríhafnarinnar á síðasta ári og útlitið gott á þessu ári:
n Reykjanesbær:
Stöðugildum fjölgaði um 9% á milli ára
Skessan
í hellinum
býður til
Barnahátíðar