Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 18

Víkurfréttir - 08.05.2013, Page 18
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR18 Dreymdi ótrúlega skrýtinn draum í vik- unni - jú nefnilega að ég væri í sambúð með Pétri Pan, ég var sjálf Vanda og saman áttum við tvö börn, Gosa og Öskubusku. Eins og gefur að skilja var samband okkar Péturs litað af veikleika hans: að neita því að þroskast eins og fullorðnum einstak- ling sæmir. Ég var ein af mörgum konum sem hann hafði verið í sambandi með því munstrið hans er að fara úr einu sambandi í annað og ,,neita“ því að fullorðnast en eins og við vitum þá heldur Pétur Pan í bernskuna með því að vera óbundinn og frjáls. Hann á erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann og flýr þess vegna í Einskismannsland með frjálsum vinum sínum þegar á reynir. Ástæðan fyrir þessum tilfinningum er kvíði, einmana- leiki og ótraust sjálfsmynd sem veldur því að hann á í erfiðleikum að vera í nánu gagnkvæmu ástar- sambandi eða hann hefur hreint og beint ekki þol né getu til að takast á við alvöru samband. En þar sem ég var Vanda, þá var Pétur Pan drauma- prinsinn holdi klæddur. Ég var frekar eins og mamma Péturs en sambýlingur. Ég afsakaði ábyrgðarleysi hans og strákslega hegðun fyrir öðrum með því að segja ,,æ þessi elska, er bara eins og eitt af börnunum mínum, getur ekki án mín verið“. Ég gerði mig algerlega ómiss- andi, og elskaði þegar Pétur minn sagði ,,ég skil ekki hvernig ég fór að áður en ég kynntist þér“ svona rétt áður en hann fór í fjögurra daga pókerferð með strákunum til London. Sem Vanda vissi ég hvernig ég átti að fá Pétur til að gera það sem ég vildi og hann kom sér oft út úr vandamálum með því að segja ,,já alveg rétt elskan“ en tók samt aldrei á málunum í raun og veru. Þegar Pétur Pan gekk fram af mér þá not- aði ég hefndaraðgerðir eins og að fara og eyða fullt af peningum í hluti sem mig vantaði ekki neitt eða hótaði honum með ,,klæddu þig bara í grænu sokkabuxurnar og forðaðu þér í Einskismannsland -“ á meðan við vissum bæði að hann var eins og teygja sem kom alltaf til baka. Börnin mín í draumnum auðvelduðu ekki málin. Öskubuska beið eftir að vera bjargað frá þessu leiðindaheimili og var nokkuð viss um að prinsinn á hvíta hest- inum mundi banka upp einn daginn með skó sem passaði einmitt á hana. Hún gekk um húsið með vandlætingasvip því hún átti svo mun betra skilið og bara tíma- spursmál hvenær hún mundi flytja inn í höllina þar sem prinsinn mundi bera hana á höndum sér. Hún var hætt að sína metnað í námi því hennar hlutverk í fram- tíðinni mundi ekki tengjast akademískum heimi, hún mundi helga það prinsinum og börnunum og það tekur nú sinn tíma að halda heilli höll í standi. Hún notaði setningar eins og ,,bíðið þið bara því þegar ég er flutt héðan og búin að eignast það líf sem ég á svo skilið skal ég sýna ykkur hvað í mér býr“. Gosi var kapítuli út af fyrir sig. Hann lenti í slæmum félagsskap og vissi ekki lengur muninn á réttu og röngu. Hann vann sem plötusnúður á næturklúbbi og var mest umhugað um álit annarra, græða sem mestan pening og eiga þannig fyrir hinu ljúfa lífi sem freistaði hans mikið. Nefið á honum stækkaði með hverjum deginum og nokkuð ljóst að vinur hans, Siggi Sam- viska, hafði lítil áhrif. Ég vaknaði sveitt og sá Disney persón- urnar í nýju ljósi - var undirmeðvitundin að segja að ég ætti við Vöndu-vanda að stríða? Þakkaði samt fyrir að hafa ekki verið ,,vonda stjúpan“ í Mjallhvít og dverg- arnir sjö eða agalega Grimmhildur Grá- mann, sú freka, ríka og stjórnsama kona í 101 Dalmatíuhundur, sem lét græðgi og hégóma stýra lífi sínu. En það var einmitt hún sem var ofarlega í huga mér þegar ég fór í göngutúr til að greina þetta frekar og verð að nota tækifærið og biðja vesalings konuna með hundana afsökunar. Þegar ég sá hana koma labbandi með fjóra hunda sá ég bara fyrir mér Grimmhildi, sem stelur hundum því hana langar í hvolpaskinns- kápu með hettu. Það voru því algjörlega ósjálfráð viðbrögð að stoppa og öskra á eftir henni ,,að þú skulir ekki skammast þín“. Ætla að reyna að dreyma að ég sé Lína- langsokkur eða Ronja ræningjadóttir þessa vikuna. Það er meira ég!! Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid Dularfulli Disney draumurinn! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HAmINgjuHoRNIð Anna Lóa Ætla að reyna að dreyma að ég sé Lína langsokkur eða Ronja ræningja- dóttir þessa vikuna. Það er meira ég!! Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins úti á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu, sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á ssficeland@stolt.com ATVINNA Aðeins rafrænar umsóknir hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar opnað verður fyrir umsóknir hjá Vinnuskóla Reykjanes- bæjar miðvikudaginn 8. maí á vef- síðu Reykjanesbæjar en einungis er hægt að sækja um rafrænt. Forráðamenn fá í kjölfarið tölvu- póst með helstu upplýsingum og á hvaða tímabil unglingurinn fer. Fyrstu 200 sem sækja um á A- tímabil eru í forgangi og eftir það er einungis hægt að sækja um á B- tímabilið. Lögð er sérstök áhersla á að reikn- ingsnúmer nemanda sé þeirra eigið og á þeirra kennitölu, því öðruvísi er ekki hægt að taka við umsókn- inni. Ef nemandi á ekki reikn- ingsnúmer þarf að fara í banka og stofna reikning áður en umsókn er lögð inn. Vinnutímabil sumarið 2013 9. bekkur og 10. bekkur – fá vinnu í 4 vikur. A-tímabil hefst 10. júní og er til 4. júlí. (Unnið föstudaginn 21. júní til 12:00) B-tímabil hefst 8. júlí og er til 1. ágúst. Unnið er frá 08:00 til 16:00 mánu- dag til fimmtudags. Frí á föstudögum, nema annað sé tekið fram. 8. bekkur – fá vinnu í 3. vikur. A-tímabil hefst 18. júní og er til 4. júlí. (Unnið föstudaginn 21. júní til 12:00) B-tímabil hefst 15. júlí og er til 1. ágúst. Unnið er frá 08:00 til 12:00 mánu- dag til fimmtudags. Frí á föstudögum, nema annað sé tekið fram. Við bjóðum alla unglinga velkomna í Vinnuskólann í sumar. Nánari upplýsingar er að nálgast á vefsíðu Reykjanesbæjar, www. reykjanesbaer.is Vinnuskólinn er á vegum Um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- nesbæjar. Kveðja, Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur og yfirmaður vinnuskóla H jálpræðisherinn í Reykja-nesbæ rekur öflugt æsku- lýðsstarf. Í lok júní fer 25 manna hópur á vegum Hersins á sumar- mót í Noregi og eru krakkarnir búnir að leggja mikið á sig til að afla fjár fyrir þessa ferð. Á uppstigningardag, 9. maí, ætlum við að gera okkur glaðan dag og efla til flókamarkaðs, kaffi- og kökusölu í „Gömlu Grágás“, Vallargötu 14, klukkan 12-15. Vonum að sem flestir vilji koma og styðja þetta framtak, segir í tilkynningu. S tóru-Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysuströnd tekur nú þátt í Comeniusar verkefni í fjórða sinn og er yfirskrift verk- efnisins “A Healthy Mind in a Healthy Body” (Heilbrigð sál í hraustum líkama). Comeniusar verkefni eru evrópsk samstarfsverkefni sem stuðla að auknum samskiptum og sam- vinnu milli evrópskra skóla og eru studd af Evrópusambandinu. Samstarfsaðilar í verkefninu eru skólar frá Hollandi, Skotlandi, Slóveníu, Tékklandi, Spáni og Ítalíu en nemendur úr skólunum taka virkan þátt í verkefninu sem er fjölbreytt og skemmtilegt. Áhersla er lögð á heilbrigt líf- erni, aukna hreyfingu og hollt mataræði. Í verkefninu er unnið út frá fjölbreytileika og ólíkum venjum í hverju landi þótt megin markmiðið sé að stuðla almennt að bættri heilsu, jafnrétti og sjálf- bærni. Nemendur bera saman ýmsa þætti og kynna fyrir öðrum þátt- takendum; svefn- og matarvenjur, mismunandi íþróttir og leikir, heilbrigt mataræði og endur- vinnsla eru meðal verkefna en hefðir landanna í þessum efnum eru um margt ólíkar. Á Vorsýningu Stóru-Vogaskóla sem haldin verður á uppstign- ingardag 9. maí 2013 verður verkefnið kynnt með myndum og glærum sem nemendur skólans hafa unnið. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ n Stóru-Vogaskóli:Æskulýðsstarf Hjálpræðishersins með flóamarkað Daglegar fréttir á vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.