Víkurfréttir - 08.05.2013, Qupperneq 22
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR22
M enningarráð Suðurnesja hefur nú úthlutað styrkjum
í síðasta sinn samkvæmt. samningi
sem undirritaður var í Ráðherra-
bústaðnum 15.4.2011. Breyting
verður á vinnubrögðum og rennur
nú fjármagn til menningarmála
eftir einum farvegi og byggir á
Sóknaráætlun hvers landshluta
fyrir sig. En eins og við lok undan-
genginna menningarsamninga
var menningarráðstefnan „Menn-
ingarlandið“ haldin á Kirkjubæjar-
klaustri daganna 11 og 12 apríl.
Að ráðstefnunni stóðu mennta-
og menningarmálaráðuneytið,
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti, Samband íslenskra
sveitarfélaga og menningarráð
Suðurlands í samstarfi við önnur
menningarráð landsbyggðarinnar.
Formaður Menningarráðs Suður-
nesja ásamt verkefnastjóra sóttu
ráðstefnuna sem var mjög áhuga-
verð í alla staði. Leitast var við að
svara spurningum eins og hvers
virði er öflugt menningarstarf fyrir
samfélagið? Hver er reynslan af
menningarsamningunum ? Hafa
upphafleg markmið sem lágu að
baki samningunum náðst. Hvaða
áhrif hafa breytingar í tengslum
við sóknaráæltanir landshluta á
menningarsamninga og starfsemi
menningarráða ? Hvernig er hægt
að tryggja að úthlutun opinberra
fjármuna til lista- og menningar-
tengdra verkefna sé faglega unnin?
Mengin tilgangur ráðstefnunnar
var að ræða framkvæmd og fram-
tíð menningarsamninga ríkis og
sveitarfélaga, sem og samstarf ríkis
og sveitarfélaga við menningar-
ráðin. Menningarsamningarnir
renna allir út á þessu ári og því
nauðsynlegt að meta reynsluna
af þeim til að geta gert áætlanir
um framhaldið m.a. með tilliti
til sóknaráætlana landshluta.
Það má segja að niðurstaða Menn-
ingarlandsins hafi verið að það beri
að halda menningarsamningunum
áfram og samstarfi ríkis og sveitar-
félaga. Samningarnir hafi styrkt
menningarlífið á landsbyggðinni og
eflt menningartengda ferðaþjónustu.
Hér á Suðurnesjum varð samdráttur
í umsóknum til Menningarráðs
eftir hrun. En núna virðist sem
umsóknum sé aftur að fjölga og
verkefnin sem sótt er um fyrir er
mun fjölbreytilegri en oft áður.
Sótt var um styrki fyrir 70 verkefni
samtals og hljóðuðu umsóknirnar
upp á tæpar 94 milljónir króna. Til
úthlutunar voru 18 milljónir króna
til verkefnastyrkja og 9 milljónir
króna til stofn- og rekstrarstyrkja. Að
þessu sinni hlutu 36 verkefni styrki.
Eftirfarandi verkefni hljóta
styrki í maí 2013
1.500.000 Klassísk ballettverk
fyrir áhorfendur á öllum aldri.
Bryn Ballett Akadimían ehf
Valin atriði úr tveimur klass-
ískum ballettverkum við tónlist
eftir Tchaikovsky „Svanavatnið“ og
„hnotubrjóturinn“. Þrjár sýningar
settar upp í apríl 2014 í menn-
ingarhúsi Andrews á Ásbrú.
1.500.000 UPPSPRETTA
Verkefnið er á vegum Toyista
(toyism). Stefnt er að því að veita
vatnstankinum við Vatnsholt í
Reykjanesbæ andlistlyftingu sem
mun sóma svæðinu vel. Þemað
verður, uppspretta/orkugjafi.
Hópurinn hefur skreytt mannvirki
með góðum árangri í Hollandi.
1.500.000 Ferskir Vindar í Garði.
Verkefnið er samfélagslegt menn-
ingarverkefni sem vekur athygli
á Suðurnesjum og laðar að fjölda
fólks. Hátíðin hefur hlotið verð-
skuldaða athygli, innanlands
sem utan. Opnunarhátíðiin
verður 18. Janúar 2014.
1.000.000 2 Tótar.
Verkefnið er lítil falleg saga um það
hversu sárt það er að missa vin. Frá-
sagnarhátturinn er dálítið táknrænn
því að fólk er oft með grímur til að
leyna því hvernig því líður. Þá sér-
staklega þeir sem eru þunglyndir. Í
verkinu eru þeir trúðar og eru því
bókstaflega með grímur allan tíman.
1.000.000 Saga slökkviliða
á Íslandi. Áhugasamtök
um sögu slökkviliða.
Safnið mun segja sögu slökkviliða
á Íslandi sem nær yfir 100 ár.
Safnið verður staðsett í Ramma-
húsinu í Reykjanesbæ. Safnið var
vígt 13. apríl sl. í tilefni 100 ára
afmælis Slökkviliðs Keflavíkur,
síðar Brunavarna Suðurnesja.
1.000.000 Keflavík Music
Festival 5. til 9. Júní 2013.
Verkefnið er árleg tónlistarhátíð
í Reykjanesbæ þar sem rjóminn
af innlendum og erlendum tón-
listarmönnum koma fram.
900.000 Með blik í augum III.
Verkefnið er tónlistarverkefni
sem flutt verður á fernum tón-
leikum á Ljósanótt 2013. Gert er
ráð fyrir að 30-40 einstaklingar
komi að verkefninu með einum
eða öðrum hætti. Þetta verk-
efni er einn af stærri viðburðum
Ljósanætur og veitir listafólki af
Suðurnesjum tækifæri til þess að
taka átt í metnaðarfullri sýningu þar
sem hvergi er slegið af í kröfum
800.000 List án landa-
mæra á Suðurnesjum.
Verkefnið er hátíð fjölbreytileikans
þar sem horft er á tækifæri en ekki
takmarkanir. List án landamæra
vill koma list fólks með fötlun á
framfæri og koma á samstarfi á
milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.
Verkefnið er sameiginlegt verk-
efni sveitarfélaga á Suðurnesjum.
800.000 Safnahelgi á Suðurnesjum.
Er sameiginleg kynning sveitarfélag-
anna á þeim söfnum, setrum og sýn-
ingum sem eru í boði á Suðurnesjum
utan hefðbundins ferðamannatíma.
750.000 Jesus christ Superstar
í kirkjum á Suðurnesjum.
Uppsetning þess á Jesus Christ
Superstar byggir á sígildu formi
óratoríunnar þar sem Bíblíufrásögn
er flutt í söng og lesnu máli. Sjö
manna hljómsveit leikur, fimmtíu
kórfélagar syngja og valinn hópur
einsöngvara flytur hin þekktu verk.
750.000 Óperuhátíð í Reykja-
nesbæ. Verdi & Wagner 200 ára.
Tvö af virtustu óperutónskáldum
allra tíma eiga báðir 200 ára
afmæli á árinu. Því telur Norður-
óp við hæfi að halda glæsilega
stórtónleika þeim til heiðurs.
650.000 Merkingar áhugaverðra
staða innan Reykjanes jarðvangs.
Verkefnið er að hanna og setja
upp upplýsinga- og fræðsluskilti
innan Reykjanes jarðvangs. Skilt-
unum verður komið fyrir í öllum
sveitarfélögum á Suðurnesjum.
600.000 Bryggjumenning í
Grindavík 2013. Bryggjan kaffihús.
Verkefnið er tvæþætt. Annars
vegar útgerðar- og sjómannasýning
með munum og myndum í kaffi-
húsinu. Hins vegar lifandi við-
burðir á „Bryggjunni“ bæði í
töluðu máli og með tónlist.
500.000 Nýtt kynningar-
efni fyrir Víkingaheima á
fjórum tungumálum.
Í Víkingaheimum eru fimm
sýningar sem þarf að kynna og
a.m.k. þrjár þeirra alveg frá grunni.
Textar allra sýninganna fimm
verða þýddir á fjögur tungumál.
500.000 Listahátíð
barna vorið 2014.
Listahátíðin er samstarfsverkefni
Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10
leikskóla bæjarins og allra 5 grunn-
skólanna. Á listahátíðinni má sjá
afrakstur þess frábæra starfs sem
unnið er í skólum Reykjanesbæjar
í skapandi greinum og með sam-
starfi við Listasafnið er sköpuð fagleg
umgjörð sem hæfir slíku starfi.
500.000 SAMSPIL – Færeysk og
íslensk mynd- og tónlist á Suður-
nesjum og Þórshöfn í Færeyjum.
Verkefnið lýtur að kynningu á
verkum fjögurra listamanna frá
Færeyjum og íslandi, myndlista-
manna og tónlistamanna. Sam-
sýning á þremur stöðum, í Þórhöfn,
Reykjanesbæ og Grindavík.
500.000 Upplýsinga- og fræðslu-
skilti í Vogum. Hilmar Egill.
Verkefnið lýtur að fjórum upp-
lýsingaskiltum tengdum sögu og
menningu í sveitarfélaginu Vogum.
Skiltin eru ætluð til fræðslu jafnt
fyrir heimamenn sem ferðafólk.
Skiltin verða á tveimur tungumálum.
500.000 Kynningarmynd-
band fyrir rannsóknir og
skoðun náttúrufyrirbæra á
Reykjanesi. Geocamp Iceland.
Kynningarmyndband um
Reykjanesið þar sem höfðað er
til erlendra ferðamanna með sér-
stakan áhuga á jarð- og náttúru-
vísindum og þar sem gerð er sérstök
grein fyrir áhugaverðum stöðum á
Reykjanesi til rannsókna og verk-
efnavinnu með raunverulegum
dæmum og fyrirmyndum.
500.000 Söngleikurinn Grease.
Uppsetning á söngleiknum Grease
fyrir nemendur á grunnskólaaldri
á Suðurnesjum. Söngleikurinn
verður settur upp í Frumleikhúsinu
í september og gefst nemendum í
8 til 10 bekk kostur á að taka þátt.
500.000 Saga Vatnsleysu-
strandarhrepps og sveitarfélags-
ins Voga vaknar á vefnum.
Verkefnið lýtur að söfnun efnis um
sögu sveitarfélagsins frá landnámi
til nútíma í bókum, greinum,
skjölum, ljósmyndum og kvik-
myndum. Efnið verður sett upp sem
aðlaðandi og aðgengilegur vefur.
27 milljónir króna
til menningarmála
MENNING
n Menningarráð Suðurnesja úthlutar styrkjum til verkefna á Suðurnesjum
n Sótt um styrki fyrir 70 verkefni n Alls fengu 36 aðilar verkefni styrki
Fulltrúar þeirra sem hlutu styrki Menningarráðs Suðurnesja ásamt nefndarmönnum.