Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 26
miðvikudagurinn 8. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR26 Möndluhveiti Möndlur eru með hollari hnetum sem til eru og þykja afar bragðgóðar þar sem þær eru smá sætar á bragðið og með kremkenndum hnetukeim. Þær eru próteinríkar, trefja- ríkar og innihalda lítið af kolvetnum en það er einmitt ein af ástæðunum fyrir vin- sældum möndlu- hveitis undan- farið þar sem lág kolvetna m a t a r æ ð i þ y k i r v i n - sælt um þessar mundir bæði hér á landi og erlendis. Við þurfum þó að sjálfsögðu ekki að vera á slíku mataræði ef okkur langar að nota möndlu- hveiti heldur er fjölbreytni alltaf af hinu góða þegar kemur að vali á góðu hráefni og möndluhveiti er mjög næringarríkt og inniheldur m.a. kalk, magnesíum, kopar, manganese og vel af E vítamíni. Möndluhveiti er í raun bara malaðar möndlur og sumir kjósa að búa sjálfir til möndluhveiti með því að mala þær í matvinnsluvél en þá ber að passa að mala þær ekki of lengi því þá verður þetta að möndlusmjöri. Möndluhveiti hentar t.d. vel þeim sem eru viðkvæmir fyrir glú- teini og hentar vel í bakstur ýmiss konar og matargerð t.d. hægt að nota það sem rasp á fisk eða kjúkling, í kökur, vöfflur, brauð, skonsur, hrökkkex, o.fl. Ég nota möndluhveiti töluvert sjálf og hendi oft og reglulega í vöfflur, möndlupizzu, brauð og hrökkkex til að grípa í sem brauðmeti. Oft er notað kókós- hveiti samhliða möndluhveiti í mörgum uppskriftum en það kemur mjög vel út að nota þessi tvö hráefni saman. Læt fylgja með góða uppskrift að vöfflum úr möndluhveiti en yfir- leitt 2x ég þessa upp- skrift til að eiga í kæli seinna og skelli í rista- vélina eftir þörfum! Getið sleppt erythriol og vanillu ef þið viljið ekki hafa þær sætar og haft þær meira ‘plain’ til að nota sem hálfgert brauð með áleggi. Hræra saman og skella í vöfflujárnið og njóta! Vöfflur (4-5 stk) 1 b möndluhveiti (t.d. frá Now) 1-2 tsk erythriol sætuefni ½ b kókósmjólk 1 tsk vanilludropar ½ tsk matarsódi smá dash kanill ef vill smá salt 2 egg Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæknir skrifar heIlsUhoRnIð 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 8. maí - 15. maí nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leir- námskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 10. maí nk. á Nesvöllum kl. 14:00 Leikþáttur nemendur Akurskóla, séra Skúli og Arnór ásamt stúlknakór Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Til leigu góð 5 herbergja íbúð á Brekkubraut í Reykjanesbæ. Leiga kr. 150.000,- á mánuði. Kaupleiga í boði. Upplýsingar í síma 840 6100. TIL SÖLU Bílskúrssala Verðum með bílskúrssölu á Ásbrú í blokk 931 (stigagangur 1) fimmtu- dag 9. maí frá 13 og fram eftir kvöldi og laugardag 11. maí og sunnudag 12. maí frá 13-17 Fatnaður á allan aldur, merkjavara frá POP, Name it, Aeropostale, 66°N o.fl KAUPUM BÍLA Í NIÐURRIF Eigum varahluti í marga bíla Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979 www.bilarogpartar.is Rafmúli ehf óskar eftir starfsmanni með rafvirkjakunnáttu til starfa. Áhugasamir geta sett upplýsingar um sig inn á netfangið bergsteinn@rafmuli.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma. ATVINNA STARFSMAÐUR ÓSKAST TIL STARFA HJÁLPRÆÐISHERINN Í REYKJANESBÆ FLÓAMARKAÐUR m.m Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ rekur öflugt æskulýðsstarf. Í lok júní fer 25 manna hópur á vegum Hersins á sumarmót í Noregi og eru krakkarnir búnir að leggja mikið á sig til að afla fjár fyrir þessa ferð. Á Uppstigningardag ætlum við því að gera okkur glaðan dag og efla til flóamarkaðs, kaffi, og kökusölu. Við vonum að sem flestir vilji koma og styðja þetta framtak. -Unglingahópur Hjálpræðishersins 9. maí, Uppstigningardagur, kl. 12:00 - 17:00 í gamla Grágásarhúsinu, Vallargötu 14, Keflavík Seljum m.a. flottan notaðan fatnað fyrir lítinn pening! Kaffisala, vöfflur go dýrindis kökur María Rós Benedikts- dóttir er nemandi í 10. bekk í Akur- skóla. Hún fer í ræktina, vinnuna og hefur það kósý eftir skóla. Uppá- halds maturinn hennar er pizza sem pabbi hennar gerir og leiðinlegasta fagið er stærðfræði. hvað gerirðu eftir skóla? Fer í ræktina, vinn- una og svo hitta eitthvern eða hafa það bara kósý hver eru áhugamál þín? Vera með kæró, ræktin og mikið bara er ekkert með eitt- hvað sérstakt áhugamál Uppáhalds fag í skólanum? Þegar það er eyða bara, annars svona bekkjartímar sem við erum bara að spjalla saman en leiðinlegasta? Stærðfræði ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Eminem, án efa ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Lesið hugsanir, það væri geðveikt hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ekki hugmynd! hver er fræg- astur í sím- anum þínum? Hafþór Orri hver er merki- legastur sem þú hefur hitt? Hopsin hvað mynd- irðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Fara inn í strákaklefann í skólanum og örugglega bara vera að stríða öllum hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Rosa venjulegur bara hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Mjög opin manneskja hvað er skemmtilegast við Akurskóla? Það eru allir vinir einhvern- veginn það er ekkert svona klíku dæmi og eitthvað þannig og bara mjög fínn skóli hvaða lag myndi lýsa þér best? Life Goes On - Tupac hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? The Vampire Diaries held ég bara Besta: Bíómynd? White Chicks er alltaf í uppáhaldi sjónvarpsþáttur? Desperate Housewives og The Vampire Diaries Tónlistarmaður/hljómsveit? Eminem og Tupac eru svona í uppáhaldi Matur? Pizzan hans pabba Drykkur? Ice Tea frá Nutramino, gæti lifað á því leikari/leikkona? Ian Somerhalder Fatabúð? Topshop er uppáhalds búðin mín, annars eru mjög margar fleiri Vefsíða? Facebook og Instagram Mjög opin manneskja n María rós Benediktsdóttir // UNG UMsjón: Páll oRRI Pálsson • PoP@VF.Is *Suðurnesjamagasín Næsta mánudag kl. 21:30 á ÍNN og vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.