Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Qupperneq 31

Víkurfréttir - 08.05.2013, Qupperneq 31
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 8. maí 2013 31 Ási J. Benediktsson Sveinbjörn Bjarnason Verslunarfélagið Ábót MÆTUM Á VÖLLINN Í SUMAR OG STYÐJUM STRÁKANA TIL SIGURS. ÁFRAM KEFLAVÍK! Köfunarþjónusta Sigurðar sunnudaginn 12. maí kl. 19:15 á Nettóvellinum Körfuknattleiksfólk frá Suður- nesjum sópaði að sér verðlaunum á lokahófi KKÍ um síðastliðna helgi. Pálína Gunnlaugsdóttir úr Keflavík var kjörin besti leikmaður kvenna og einnig besti varnarmaðurinn. Bestu ungu leikmennirnir komu einnig frá Suðurnesjunum en það voru þau Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík og Elvar Már Friðriksson úr Njarðvík en Elvar hlaut einnig verðlaunin í fyrra. Bestu þjálfar- arnir voru þeir Sigurður Ingi- mundarson úr Keflavík og Sverrir Sverrisson úr Grindavík. Þá áttu Suðurnesjamenn leikmenn í úr- valsliðum ársins. Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson sem lék með Þór Þ. var kjörinn besti varnar- maður karla en hann samdi á dög- unum við Keflvíkinga. Sigmundur Már Herbertsson var kjörinn besti dómarinn en hann dæmir fyrir hönd Njarðvíkur. Ársmiðasala Keflavíkur Fyrsti heimaleikur Keflavíkur í Pepsi-deildinni verður gegn KR sunnudaginn 12. maí kl. 19:15. Að sjálfsögðu mæta allir á völlinn enda stórleikur. Þeir sem vilja tryggja sér miða á alla heimaleiki Keflavíkur í Pepsi- deildinni á góðu verði geta nálgast ármiða áskrifstofu aðalstjórnar Keflavíkur á þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:00-15.30.. Hver miði kostar 13.000 kr. en það er sama verð og í fyrra. Við hvetjum stuðningsmenn til að kaupa ársmiða á leiki okkar. Verðið er auðvitað hagstætt og um leið styður fólk deildina og knattspyrn- una í Keflavík. Nánari upplýsingar veitir Einar Haraldsson í símum 421-3044 og 897-5204. Körfuboltafólk á Suðurnesjum sigursælt á lokahófi KKÍ Elvar besti ungi leikmaðurinn. Sara Rún besti ungi leikmaðurinn. Sverrir Þór besti þjálfarinn. Sigurður I. besti þjálfarinn. Sigmundur besti dómarinn. Pálína besti leikmaðurinn. SPORTIÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.