Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 08.05.2013, Blaðsíða 32
Ég upplifði vorið í París. Í hug-anum. Ákvað að nýta mér síð- búið sumarorlof frá liðnu sumri o g f l j ú g a suður. Óvenju snemma. Til- boðið í sólina var alltof gott til að sleppa því. Pantaði í febrúar. Aðgangur að sumarhúsi á sunnanverðum Spáni. Ferðamannatíminn langt frá því genginn í garð. Fjölmargir Íslend- ingar sem dvelja þar langdvölum í húsunum sínum og njóta efri ár- anna. Fátt sem minnir á fyrirheitna landið á þessum tíma. Ströndin auð og fjöllin af sandi, sem dráttarvél- arnar hafa skafið í skafla undan- farna daga, benda til þess að undir- búningur sumarsins sé á næsta leiti. En bingirnir munu niður falla og breytast í hvítan sand þegar þar að kemur. Ég finn tærnar brenna og sand-inn sitja fastan á milli þeirra á víðfeiminni strandlengjunni. Bít á jaxlinn og skoppa um eins og smá- krakki í leit að skugga. Niður að sjó. Kæli rósrauðar iljarnar í svölum sjónum. Hafið lyktar af einstæðum ilmi, sem enginn fær skilið nema sá sem það upplifir. Engin þarabræla eða þúsaldarlykt. Einstæð mið- jarðarhafsalda skvettir sér á næpu- hvítan Íslending, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég læt mig fljóta um og held í mér andanum. Flýt eins og korktappi í miðju ballarhafi. Aldan hrífur mig og skolar mér á land eins og láréttri Bond gellu. Strandbarinn bíður með einn ískaldan og freyð- andi. Cerveza, por favor! En þetta er bara draumsýn. Draumsýn um skínandi sól og brakandi þurrk. Sólgleraugu og sólarvörn. Það bara gerist ekki þannig í apríl. Alla vega ekki núna. Hér rignir eldi og brennisteini og sannast sagna er ekki hundi út sig- andi. Hundur nágrannans stígur ekki fæti út á veröndina. Heldur sig undir súð. Hér míglekur um allt. Niður- föllin hafa ekki undan og bílarnir freyða regnvatninu frá sér eins og skútur á siglingu. Maurarnir hnipra sig saman í holurnar og láta ekki glepjast af fengsælum matarbitum á ferð sinni um árfarvegi ofankom- unnar. Regnhlífarnar seljast eins og heitar lummur í Kínabúðinni. Siggi Stormur, formaður félags húseig- enda á Spáni, er auðsjáanlega ekki í náðinni hjá Kára veðurkonungi. Ég gjói augunum út um gluggann á sjötta degi. Í von um birtu og yl. Læsi hrömmunum í gluggariml- ana og skek þeim í bræði minni. Rammgerðir andskotar, nánast í hverju húsi. Hver rimillinn á fætur öðrum. Mér líður eins og fanga í eigin áráttu. Árans veðráttu öllu heldur. En það er vonarglæta fram- undan. Sólarglæta. Já, það er alltaf von í kortunum. Hjálpaðu mér, sólargyðja! vf.is miðvikuDAGuRiNN 8. mAí 2013 • 18. tölublAð • 34. áRGANGuR Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fuglavík 18. Reykjanesbæ Opið virka daga kl. 8-18 HDD1106 580W stingsög DIY 2.790 Ennþá betra verð! 2012 MILAN sturtuhorn 90x90 cm með botni og vatnslás 17.900 Kaffivél með Thermo hitakönnu 10-12 bolla, 900w 2.490 GÆÐA VARA Parkman plastparket # 9607 8mm planki eik 1.890 kr.m2 Parkman plastparket # 9603 8mm planki dökk eik 1.890 kr.m2 VERÐ NÚ: 1.490kr.m2 Rafhlöðuborvél /skrúfvél HDD 3213 12V DIY 5.840 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST FC 517 Sturtuhorn m. botni 80x80 cm 33.990 Vemar River #40201 handlaugartæki kr. 6.990 30% AFSLÁTTUR 4.890 TRZ Handlaug 65 cm 2.990 Superlight sturtuhaus með ljósi sem breytist eftir hitastigi VEM River sturtubrúsa m/ veggfestingu og barka 2.690 FLÍSARÝMING 8 tegundir verð frá 990 kr.m2 Vönduð Ítölsk Relax sturtusett 50% afslátturKauptu kaffivélina og fáðu töfrasprota á 200 kr. 1.890 Handlaug 48 cm 3.900 Handlaug 7.900 Mikið úrval af handlaugum með allt að 50% afslætti! VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS Vita á Veðrið *Suðurnesjamagasín Næsta mánudag kl. 21:30 á ÍNN og vf.is Auglýsingasími VF er 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.