Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR2 Laust er til umsóknar starf aðstoðarmanns við húsvörslu og gæslu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um fullt starf er að ræða og gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf um áramótin. Umsækjandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa gaman af að umgangast ungt fólk og geta unnið sjálfstætt. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi í einhverri iðngrein og sé fær um að sinna einföldu viðhaldi. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skila til skólameistara eigi síðar en 2. desember 2013. Ekki er nauðsynlegt að skila umsóknum á sérstökum umsóknareyðublöðum. Laun samkvæmt stofnanasamningi skólans við starfsmannafélag ríkisstofnana. Nánari upplýsingar veita skólameistari, og aðstoðarskólameistari, í síma 4213100. Einnig má hafa samband í gegnum tölvupóst, kras@fss.is eða gp@fss.is Skólameistari Starf við húsvörslu Fjölbrautaskóli Suðurnesja Mánuda i n 11. mars verður opið hús í FS frá kl. 17:00 – 19:00. 10. bekkingar sem eru að útskrifast í vor eru hvattir til að koma og bjóða foreldrum sínum með. Kynning verður á námsframboði skólans, inntökuskilyrðum, húsnæði, félagslí og eiru. Allir velkomnir Skólameistari Opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans http://www.fss.is www.fss.is. Styðjum okkar lið í Útsvari. Baldur, Hulda og Grétar, gangi ykkur vel! ÚTSVAR ÁFRAM REYKJANESBÆR! Sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.00. Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson leiða gesti um sýningu sína, Endurfundir, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Allir hjartanlega velkomnir, ókeypis aðgangur og hei— á könnunni. ENDURFUNDIR LISTAMANNASPJALL Rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum á Bóka- konfekti í Bókasafni Reykjanesbæjar ežirtalda daga: Þriðjudaginn 26. nóvember: Þórdís Gísladó—ir og Gunnar Helgason. Dagskráin er helguð börnum. BÓKAKONFEKT BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Dagskráin hefst kl. 17:30 alla dagana. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Ráðhúskaffi opið.  Miðvikudaginn 27. nóvember: Jón Kalman Stefánsson og Eiríkur Guðmundsson. Skáldsögur. Fimmtudaginn 28. nóvember: Sigrún Pálsdó—ir og Guðmundur Andri Thorsson. Æviþæ—ir og sögulegar skáldsögur. -fréttir pósturu vf@vf.is Alls fannst 89% viðmót lækna mjög gott eða frekar gott í viðhorfskönnun sem gerð var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dagana 22. til 28. apríl sl. Voru allir sem komu í móttöku HSS beðnir um að fylla út spurningalistann. Starfsmaður var á staðnum, sem aðstoðaði þátttakendur og hélt utan um könnunina. 472 einstaklingar svöruðu könnun- inni. Helstu niðurstöður þessarar könnunar voru eftir- farandi: Í það heila voru þátttakendur í könnuninni mjög jákvæðir í garð starfsfólks HSS og þjónustunnar. 89% fannst viðmót lækna mjög gott eða frekar gott. Rúmum 93% fannst viðmót hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra mjög gott eða frekar gott. Tæpum 83% fannst viðmót móttökuritara mjög gott eða frekar gott. Tæp 73% fengu afgreiðslu á síðdegisvaktinni innan klukku- stundar frá komu. Þrátt fyrir að margir nefndu langan biðtíma fannst rúmum helmingi biðtíminn á kvöld- vaktinni hæfilegur og tæp 70% voru sátt við biðtímann frá pöntun og þar til tími fékkst á dagvinnutímabili (mjög stuttur, stuttur, hvorki stuttur né langur). Rúm 96% töldu sig fá úrlausn að hluta eða að fullu. Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að stofn- unin hafi brugðist við könnuninni á eftirfarandi hátt: Þó að þessar niðurstöður séu mjög jákvæðar eru stjórnendur og starfsmenn HSS staðráðnir í að gera betur og skoðaðir verða möguleikar á að stytta biðtíma og fjölga læknum eftir því sem fjármagn leyfir, þrátt fyrir að læknaskortur sé í landinu. Byrjað er að endur- nýja salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini gegnt móttöku. Búið er að setja upp hurð við næturinngang sjúklinga, þannig að enginn þurfi að híma úti meðan beðið er afgreiðslu. n Viðhorfskönnun gerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: 89% ánægð með viðmót lækna á HSS Brunarúst! Flutningaskipið Fernanda er gjörónýtt eftireldsvoða á dögunum. Skipið verður rifið í Helguvík. uFlutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar í Njarðvík sl. sunnudagskvökld. Áætlað er að niðurrif skipsins fari fram í Helguvík á næstunni. Þrjár vikur eru síðan eldur varð laus í skipinu þegar það var á leið til Sandgerðis. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þá 11 manna áhöfn skipsins um 20 sjómílum sunnan við Vestmannaeyjar. Varðskipið Þór tók síðar skipið í tog og fór með það til Hafnarfjarðar. Þá gaus upp mikill eldur að nýju í skipinu og var því brugðið á það ráð að draga brennandi skipið úr höfn og haldið djúpt út fyrir Garðskaga. Þar hélt skipið áfram að brenna. Myndin var tekin í Njarðvíkurhöfn í vikunni af brunarústinni við bryggju. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson Fernanda í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.