Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 23 „Ég er mjög spenntur og hlakka til að takast á við þetta. Er heima- maður og hef ánægju af því að gera eitthvað gott fyrir bæinn,“ segir Tómas Viktor Young sem fyrir skömmu var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Hljóma- hallarinnar. Hann segir að fyrstu verk hans verði að koma þessu öllu í gang því það sé hægara sagt en gert. Að mörgu sé að hyggja, t.d. að búa til heimasíðu, fara á fullt í markaðssetningu og fá enn fleiri muni í Poppminjasafnið. Tónlist og ferðamál tengjast mikið Auk Tómasar sóttu 26 manns um stöðuna og einn dró umsókn sína til baka. Af þessum umsækj- endum voru tíu kallaðir í viðtal og að endingu voru tveir, auk Tóm- asar, einnig kallaðir í seinna viðtal. „Það gekk út á að undirbúa og vera með kynningu þar sem ég útskýrði hugmyndir mínar. Ætli það hafi ekki bara gengið vel hjá mér,“ segir Tómas brosandi. Hann fékk ungur áhuga á tónlist og hóf nám í Tón- listarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gamall og varð fljótt virkur í tón- listarlífi bæjarfélagsins. Í lokaverk- efnum í háskólanámi sínu tengdi Tómas saman tónlist, viðskipti, ferðamál og markaðssetningu og segir það hafa verið góðan grunn fyrir bransann. „Tónlistarhátíðir tengjast nefnilega ferðamálum heilmikið. Það þarf að semja upp pakkaferðir og ýmislegt annað.“ Með víðtæka reynslu af hátíðum Tómas hefur komið að ýmsum stórum viðburðum, m.a. stóð hann á bak við ATP (All Tomorrow's Par- ties) tónlistarhátíðina sem haldin var á Ásbrú síðastlitið sumar. Fjöldi erlendra og innlendra hljómsveita kom fram og skemmti á þriðja þúsund gestum. Hann hefur einnig verið tengiliður Íslands við Hróars- kelduhátíðina undanfarin 14 ár og unnið lengi að Iceland Airwaves hátíðinni. Undanfarin fjögur ár hefur Tómas unnið hjá Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTON, þar sem hann hefur séð um fræðslu, fjármál, kynningarmál og ýmsa ráðgjöf. Tómas tekur við nýja starfinu í desember. „Ég vona að starfsemi Hljómahallarinnar hefjist á fyrstu mánuðum næsta árs en vil annars lítið gefa upp um mögulega dagskrá eða viðburði. Það er svo margt annað um að hugsa áður,“ segir Tómas að lokum. -viðtal Jólaljósin verða tendruð í Kirkjugörðum Keflavíkur 1. sunnudag í aðventu, þann 2. desember. Ljós verða tendruð í Hólmbergsgarði kl. 16.00 og í kirkjugarðinum við Aðalgötu kl. 17.00. Þeir sem kjósa að nýta þjónustu garðanna varðandi leiðislýsingu á aðventu og jólum eru beðnir um að greiða valkröfu í heimabanka og setja ljós tímanlega á leiði. Þeir sem greiða kröfu í heimabanka geta komið krossum fyrir á leiðum óháð opnunartíma mótttöku. Starfsmenn kirkjugarðanna munu fylgjast með hverjir greiða kröfu og tengja þá krossa, að jafnaði innan 2 virkra daga frá greiðslu kröfunnar. Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram á þrettánda er kr. 4.500.- fyrir einn kross en 3.500.- fyrir hvern kross eftir það. Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 27. nóvember kl. 13:00 – 17:00 Fimmtudagur 28. nóvember kl. 10:00 – 16:00 Föstudagur 29. nóvember kl. 10:00 – 17:00 Laugardagur 30. nóvember kl. 10:00 – 15:00 Sunnudagur 1. desember kl. 13:00 – 15:00 Frá 3. – 19. desember verður opið Þriðjudaga kl. 15:00 – 17:00 Fimmtudaga kl. 15:00 – 17:00. Nánari upplýsingar veitir kirkjugarðsvörður Friðbjörn Björnsson s. 824 6191 milli kl. 10.00 og 16.00 alla virka daga. Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is Bestu dekkin komast lengst Bjóðum gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate á allar gerðir bíla. Vaxt alau s lán f rá V isa o g Mas terc ard í allt að 1 2 má nuð i Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00 n Tilhlökkun hjá framkvæmdastjóra Hljómahallarinnar: Fyrstu verk að koma þessu í gang Spenntur Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóriHljómahallar í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.