Víkurfréttir - 21.11.2013, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR18
Árið 2001 var tíð ölvun ungmenna á
götum úti um helgar í Reykjanesbæ
umfjöllunarefni fjölmiðla. Daglegar
reykingar elstu nemenda í grunn-
skólum og ölvunardrykkja voru hátt
yfir landsmeðaltali í könnunum. Þessu
fylgdu fréttir um afar slakan námsár-
angur grunnskólanema.
Með samstilltu átaki hefur þessu verið umbylt á aðeins
12 árum.
Daglegar reykingar og ölvunardrykkja sama aldurshóps
eru nú með því lægsta sem ger-
ist á landinu. Þær hafa farið úr
24% um síðustu aldamót niður
í 1% , ölvunardrykkja hefur
farið úr 40% í 5% - Mældar eru
stöðugar framfarir allt frá alda-
mótum.
Þá er ekki síður ánægjulegt að
í stað þess að skrapa botninn í
námsárangri hafa grunnskólar
Reykjanesæjar stigið föstum
skrefum fram og náð eftir-
tektarverðum árangri.
Þessi góði árangur er vegna
þess að við settum skýra sýn
á forvarnir og menntun, settum upp aðgerðarhópa og
fylgdum verkefnum eftir með markvissum hætti. Sýni-
dæmi um að skipulegar forvarnir geta skilað einstakling-
um hamingjusamari, heilbrigðari og betur menntuðum til
að takast á við lífið.
Fjölmargir íbúar, skólar, lögregla, félög og samtök hafa
komið með okkur í þá miklu vinnu sem hefur skilað svo
skýrum árangri. Hér skulu nefnd fáein dæmi um foreldra-
starf, ókeypis uppeldisnámskeið, Samtaka hópinn, holla
hreyfingu um allan bæ, íþróttastarf og fyrirmyndardeildir,
tónlist, Keflavíkurkirkju, ungmennaráð, nemendaráð FS,
virkjun samfélagsmiðla, samninga við skemmtistaði ofl.
ofl.
Allt samfélagið hefur verið virkjað
Forvarnir byrja snemma, hjá foreldrum. Foreldrastarfið
í leikskólum og grunnskólum er til fyrirmyndar. Lögð
hefur verið mikil áhersla á að bjóða ókeypis uppeldisnám-
skeið. Skólavogin sýnir að foreldrar grunnskólabarna í
Reykjanesbæ vinna mest heima með börnum sínum.
„Samtaka“ nefnist þverfaglegur forvarnarðagerðahópur,
sem stofnaður var 2006, þar sem saman starfa varðstjóri
forvarna hjá lögreglunni, fulltrúi barnaverndarnefndar,
verkefnisstjóri foreldrafélaga grunnskóla(FFGÍR), for-
varnarfulltrúi Fjölbrautaskólans, fulltrúi fræðsluskrif-
stofu, forvarnarfulltrúi Reykjanesbæjar, fulltrúi frá heil-
brigðisstofnun og námsráðgjafar grunnskólanna. Þessi
mikilvægi hópur miðlar upplýsingum sín á milli og beinir
ábendingum til annarra um leiðir sem þarf að fara.
Sundiðkun grunnskólanemenda hefur stóraukist eftir að
gefið var frítt í sund árið 2006. Gerð var góð hreyfiaðstaða
við grunnskóla, stórbætt íþróttaaðstaða fyrir fjölbreyttar
íþróttir íþróttafélaganna, bætt aðstaða til göngu með
göngustígum meðfram ströndinni og um allan bæ. Nú
síðast með sérstökum hreyfigörðum þar sem útiæfinga-
tæki eru í boði fyrir alla íbúa.
Ungmennaráð samanstendur af fjölda unglinga sem eru
tilnefndir m.a. frá Fjölbrautaskólanum, skátum, björg-
unarsveitinni, íþróttabandalaginu og tónlistarskólanum.
Ráðið hefur m.a. lagt áherslu á bættar almenningssam-
göngur og sérstaka aðstöðu unglinga við 88 ungmenna-
húsið við Hafnargötu. Á þau hefur verið hlustað: Ókeypis
almenningssamgöngur hafa verið stórbættar og ný að-
staða við 88 húsið er að líta dagsins ljós, hreyfing, félags-
starf og heilbrigð skemmtun. Stjórn nemendafélags FS
hefur þar nú aðstöðu.
Skemmtilegt dæmi um forvarnaraðgerð var athyglisvert
framtak nemendaráðs FS þegar þau settu upp „edrúpott“.
Þar gátu allir nemendur sem
héldu sér frá áfengi og fíkni-
efnum á dansleikjum FS átt
möguleika á að vinna Ipad.
Auðvitað var Reykjanesbær
tilbúinn að styrkja slíkt.
Íþróttahreyfingin hér var með
þeim fyrstu sem vann sér til
viðurkenninga innan ÍSÍ að
verða svonefnd „fyrirmyndar-
félög“ og /eða „fyrirmyndar-
deild“. Gott forvarnarstarf á
þar ríkan þátt.
Virkjun samfélagsmiðlanna
hefur einnig sín áhrif. Ég
bendi á góða Fésbókarsíðu: Íþróttir, tómstundir og for-
varnir í Reykjanesbæ.
Tónlistarnám reynist vera gríðarlega sterk forvörn gegn
fíkniefnum ekki síður en góð hreyfing. Við getum verið
stolt af því að eiga einn stærsta tónlistarskóla landsins, þar
sem allir fyrstu tveir árgangar grunnskóla stunda gjald-
frjáls tónlistarnám.
Mikilvægur áfangi náðist einnig þegar við lögðum til að
undirritað yrði samkomulag eigenda skemmtistaða, lög-
reglu og Reykjanesbæjar með það markmið að draga úr
og helst útiloka að ungmenni undir lögaldri stundi vín-
veitingastaði.
Höldum skýrri sýn
Fleiri aðila er vert að nefna, þó einungis sem lítið brot af
því góða starfi sem svo margir vinna í forvörnum: Mikil-
vægt samstarf lögreglu og Fjölskyldu- og félagsþjónustu,
Forvarnadagur ungra ökumanna og markviss eyðing svo-
nefndra „svartbletta“ í umferðinni, Fjölmenningarhópur,
Unglingadeild Björgunarsveitar Suðurnesja með öflugt
starf, Útideildin, Keflavíkurkirkja með öflugt forvarna-
starf, Leikfélagið með öflugt unglingastarf, Fjölsmiðjan,
Fjölskylduhjálpin, Velferðarsjóður, MSS Landnámsdýra-
garður, Flott án fíknar í Akurskóla, foreldramorgnar í
Virkjun, innileikjagarður og þannig má áfram telja.
Okkur á einnig að vera ljóst að það er ekki af tilviljun sem
hefur tekist einstaklega vel um forvarnir á Ljósanótt, einni
stærstu fjölskylduhátíð landsins, þar sem 20-30 þúsund
manns skemmta sér yfir helgi. Þar eru unglingarnir okkar
til fyrirmyndar.
Við getum öll verið stolt af þessum árangri. Við skulum þó
alltaf vera minnug þess að einungis með því að vinna vel,
hafa skýra sýn á hvað við viljum, hafa markmiðin á hreinu
og kunna að framkvæma eftir markmiðunum, náum við
áfram árangri.
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri
Í ritdómi Inga Freys Vil-
hjálmssonar um bók Jón
Kalmans Stefánssonar „Fisk-
arnir hafa engar fætur á dv.is
með fyrirsögninni Svarta
saga Keflavíkur segir að
höfundinum sé ekkert sér-
staklega hlýtt til Keflavíkur.
Þegar fjallað er um Keflavík þarf að hafa í
huga hlutverk bæjarins og stöðu landsins í
heild. Ekki mörgum áratugum áður en fólks-
fjölgunin hófst í Keflavík á millistríðsárunum
hafði það viðgengist víða um land að bjóða
niður börn. Að bjóða niður börn var það
kallað að afhenda fátæklinga lægstbjóðenda.
Þegar síðan var hægt var að fá störf hjá Kan-
anum bauðst fólki á landsbyggðinni sem áður
bjó við atvinnuleysi og við kröpp kjör að fá
launaða vinnu. Áður höfðu fjölskyldufeður
komið einir á vertíð en nú gátu þeir komið
með fjölskylduna og sest hér að. Sögur fóru
af fólki sem þegið hafði bætur í sinni heima-
byggð að nú þyrfti það að flytja til Keflavíkur
til að fá vinnu. Fólk sem ekki gat lifað á sínum
æskuslóðum fann sér þar lífvænlegri stað. Fólk
kom og vann hér í lengri eða styttri tíma. Til að
létta á húsnæðisvandanum lét Verkalýðsfélag
Keflavíkur hólfa niður bíósalinn í Félagsbíó
og kojur á alla veggi. Það leysti vanda fjölda
manns. Þetta var gert af myndarskap. Þetta fólk
greiddi enginn gjöld hér í bæ. Segja má að þetta
fyrirkomulag sé enn við lýði sem birtist í því að
byggðarstefna sé mörkuð með það að leiðarljósi
að fólk sem ekki nær ákveðnum tekjum er úti-
lokað frá sumum sveitarfélögum. Aftur skerpist
staða Suðurnesjanna sem vin þeirra sem minna
mega sín þegar að Kaninn fer og eftir verður
íbúðarhúsnæði sem hafði verið vel við haldið.
Ungt fólk sem ekki hafði haft þau skilyrði sem
þarf til að afla sér menntunar bauðst húsnæði
og menntun við þær aðstæður sem það réði við.
Fyrir komu bandaríska hersins kom breski her-
inn til Íslands. Áhrifin af komu eitt hundrað
þúsund hermanna í lítið land, langflestir á
giftingaraldri þar sem fimm þúsund konur á
giftingaraldri bjuggu, voru afgerandi. Algeng-
ara var að börn fæddust utan hjónabands hér
á landi á fimmta áratug aldarinnar en í lönd-
unum sem við berum okkur saman við. Það var
veikasti hlekkur samfélagsins þá og afleiðingar
eru veikasti hlekkurinn nú. Í dag er vitað að
börn okkar eru yngri þegar að þau byrja að lifa
kynlífi sem hefur m.a. þær afleiðingar að börn
verða foreldrar hér á landi í miklum mæli.
Undirritaður hefur helgað sig vinnu við
snemmtækar forvarnir. Vinnan gengur ann-
arsvegar út á að í samstarfi við grunnskóla víða
um land annast unglingar ungbarnahermi sem
gefur þeim innsýn í þarfir ungbarna. Vart er
á færi unglinga að sinna ungbörnum. Börn
ungra foreldra og ungar mæður eru í meiri
áhættu að verða fyrir líkamlegu og andlegu of-
beldi. Þessu til viðbótar má nefna áhættuþætti
eins og auknar líkur á að mjög ungir foreldrar
lendi í fátæktargildru þar sem svigrúm til að
sækja sér menntun eða vinnu minnkar og börn
unglinga eru í aukinn hættu á námserfiðleikum.
Í sumum af þeim sextíu löndum sem nota ung-
barnaherminn eru unglingaþunganir teknar
mjög alvarlega og hið opinbera tryggir að einn
árgangur taki þátt í verkefninu á hverju ári.
Hér á landi tryggja skólastjórar, starfsfólk og
foreldrafélög tæplega 10% árgangs þátttöku á
hverju ári. Þó mikið hafi úr því dregið eru enn
margir mjög ungir og óþroskaðir foreldrar á
Íslandi.
Hinsvegar vinn ég í samstarfi við aðra að
undirbúa verðandi og nýja foreldra til að takast
á við foreldrahlutverkið þannig að barnið verði
félagslega og tilfinningalega heilbrigt.
Á sama hátt og að Suðurnesin tóku forðum að
sér þá sem höllum fæti stóðu þarf að sækja fram
til og tryggja að sem flest börn fæðist í faðm
fólks sem getur sinnt þörfum þeirra með alúð
og umhyggju.
Undirritaður tilheyrir þeim stóra og glæsilega
hópi sem er sérstaklega hlýtt til Keflavíkur.
Ólafur Grétar Gunnarsson
-póstkassinn pósturu vf@vf.is
n Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ skrifar:
Skýrasta dæmið um árangur
n Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar:
Í tilefni af ritdómi og „svartri sögu“ Keflavíkur
Kristbergur og Þórður
með leiðsögn í Lista-
safni Reykjanesbæjar
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.00 munu þeir Kristbergur Ó. Pétursson og Þórður Hall leiða gesti í gegnum sýningu sína,
Endurfundir, sem var opnuð þann 1. nóvember sl. í sýningarsal
Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.
Báðir eiga listamennirnir sér sterkar rætur í því náttúrulega umhverfi
sem þeir eru sprottnir upp úr, Þórður í reykvísku landslagi á mörkum
byggðar og óbyggðar, þar sem víðáttur og hafflötur dreifa og endur-
kasta birtu þannig að sjónheimur vegur salt milli veru og óveru, Krist-
bergur í myrku og hrikalegu hraunlandslaginu í Hafnarfirði, þar sem
ljósið er lífgjafi, í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi. Annað
eiga þeir einnig sammerkt, nefnilega áhugann á helstu virkjunar-
mönnum ljóssins í heimslistinni, ekki síst Turner, en Kristbergur hefur
einnig sótt innblástur til Tizianos og Rembrandts.
Kristbergur og Þórður hafa báðir verið virkir í heimi myndlistarinnar
um langan tíma og eru báðir vel þekktir málarar samhliða því sem þeir
hafa sinnt kennslu og ýmsum öðrum störfum tengdum myndlist. Þeir
hafa sýnt víða, bæði hér og erlendis en þetta er fyrsta samsýning þeirra.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Sýningin stendur til 15. desember. Safnið er opið virka daga kl. 12.00-
17.00, helgar kl. 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur.
„Hamagangur í hellinum“
- Jólaleikrit Leikfélags Keflavíkur
Föstudaginn 29. nóvember frumsýnir Leikfélag Kefla-
víkur jólaleikritið Hamagangur í
hellinum. Verkið er unnið upp úr
öðru leikriti en stytt og staðfært á
skemmtilegan hátt af leikhópnum
sjálfum. Það eru litríkir karakter-
ar sem koma fram í verkinu sem
gerist í helli Grýlu og Leppalúða
þar sem jólasveinarnir undirbúa
komu jólanna ásamt foreldrum
sínum og gæludýrum.
Sagan leiðir okkur einnig inn á
hótel hér í bæ þar sem skemmti-
legir og óvæntir hlutir gerast.
Hamagangur í hellinum er þriðja
verkið sem fer á fjalir Frumleik-
hússins á þessu ári og það segir
allt um grósku leiklistarstarfs hér
á svæðinu. Eins og komið hefur
fram þá verður verkið frumsýnt
föstudaginn 29.nóvember og sýnt
um helgar fram að jólum. Sýningin
tekur eina klukkustund og er fyrir
alla fjölskylduna.
Miðaverð er aðeins 1000 krónur en
nánar verður auglýst í VF í næstu
viku.
Stjórn LK.
Forvarnir byrja
snemma, hjá
foreldrum. Foreldra-
starfið í leikskólum
og grunnskólum er til
fyrirmyndar.
Listir