Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Erlendir ríkisborgarar eru 7% af heildaríbúafjölda á Vest- fjörðum samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar fyrir árið 2006. Hlutfall er- lendra ríkisborgara á lands- vísu eru 6%. Flestir útlend- ingar eru nú búsettir á Aust- urlandi eða rúmlega fjórðung- ur íbúa þar en hlutfall útlend- inga var um allangt skeið hærra á Vestfjörðum en annars staðar á landinu. Árið 1996 voru 3,7% íbúa Vestfjarða útlendingar saman- borið við 1,8% á landinu í heild og árið 2001 var hlut- fallið 5,9% á Vestfjörðum og 3,4% á landinu í heild. Íbúum með íslenskt ríkis- fang hefur fækkað um 32 í Bolungarvík, 51 í Ísafjarðar- bæ, einn í Reykhólahreppi, átta í Tálknafjarðarhreppi, 32 í Vesturbyggð, 10 í Súðavík- urhreppi, 12 í Kaldrananes- hreppi, þrjá í Bæjarhreppi og sex í Strandabyggð. Á Vest- fjörðum búa samkvæmt þess- um tölum íbúar frá 32 löndum, auk Íslendinga. Flestir koma frá Póllandi eða 327, Taílend- ingar eru 32 og Filippseyingar 24. Þjóðverjar eru 22 talsins á Vestfjörðum. – thelma@bb.is Sjö prósent íbúa á Vestfjörð- um erlendir ríkisborgarar Jón Svanberg settur að- stoðaryfirlögregluþjónn Jón Svanberg Hjartarson, varðstjóri í lögreglunni á Ísafirði, hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lög- reglustjóranum á Vestfjörð- um, Kristínu Völundardótt- ur. Eru þetta ný embætti sem urðu til með sameiningu sýslumannsembætta á Vest- fjörðum um áramótin. Jón Svanberg hóf störf þann 1. janúar og starfar á Ísafirði fyrsta mánuðinn, en mun þar á eftir hafa starfstöð á Patr- eksfirði. Yfirlögregluþjónn á Vest- fjörðum verður Önundur Jónsson sem hingað til hefur verið yfirlögregluþjónn á Ísa- firði. Þá verður Jón Bjarni Geirsson, varðstjóri í Bol- ungarvík, forvarnar- og fræð- slufulltrúi nýs lögregluem- bættis á Vestfjörðum. Lög- reglan á Vestfjörðum er samansett úr lögregluem- bættunum á Ísafirði, í Bol- ungarvík, á Patreksfirði og á Hólmavík. Þess má geta að hið nýja embætti verður gífurlega stórt að flatarmáli, eða á milli níu og tíu þúsund ferkílómetrar. – hbh Jón Svanberg Hjartarson. Fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2007 Gert ráð fyrir 44 milljóna króna halla Gert er ráð fyrir rúmlega 44 milljóna króna halla á rekstri Bolungarvíkurkaupstaðar þeg- ar aðalsjóður og B hluta stofn- anir eru teknar saman í sam- stæðureikningi samkvæmt frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Veltufé frá rekstri í samstæðu án fjármagns- liða er neikvætt um 3.133.000 króna. Fjárþörf verður mætt með lántöku. „Þessi niðurstaða er ásætt- anleg í ljósi þeirrar stöðu sem sveitarfélagið er í en ljóst er að rekstrarumhverfið hefur ekki verið hagstætt sveitarfé- laginu sl. ár. Hallarekstur er hins vegar ekki ásættanlegur sem viðvarandi ástand og hef- ur verið leitað leiða til að hag- ræða og endurskipuleggja hvar sem því verður komið við. Áætlun sú sem nú er lögð til fyrri umræðu byggir á raun- hæfri tekju- og útgjaldaáætl- un. Umhverfið virðist vera hagstæðara næstu árin en fyrirhugaðar eru umtalsverðar framkvæmdir í sveitarfélag- inu sem gera má ráð fyrir að bæti rekstrarumhverfi sveitar- félagsins“, segir í greinargerð Gríms Atlasonar bæjarstjóra. Síðari umræða fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2007 fer fram 18. janúar. Stefnt er að því að þriggja ára áætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar. Bolungarvík. Minna tjón en óttast hafði verið Tjón af völdum óveðursins á Vestfjörðum á aðfaranótt Þorláksmessu virðist hafa orðið minna en óttast hafði verið. Eins og sagt hefur verið frá fór saman mikið hvassviðri úr suðri og há sjávarstaða sem oft hefur reynst beiskur kokt- eill fyrir íbúa á Ísafirði. Við þetta bættust rafmagnstrufl- anir sem urðu til þess að dælur í lagnakerfi bæjarins urðu óvirkar. „Það varð náttúrlega tjón, en miðað við veðurhæð og annað held ég að menn hafi sloppið frekar vel“, segir Torfi Einarsson hjá tryggingafélag- inu Sjóvá – Almennar. „Í mörgum þeirra húsa sem flæddi inn í hefur flætt áður. Menn hafa varann á og geyma yfirleitt ekki mikil verðmæti á gólfum í kjöllurum þessara húsa.“ Aftakaveður var um nóttina og fór vindhraði á Ísafirði upp í 32 m/s og ríflega 43 m/s í hviðum. Á Þverfjalli mældist sterkasta vindhviðan 56,4 m/ s. Um morguninn minnti efri hluti miðbæjarins helst á Fen- eyjar á Ítalíu þar sem miðhluti eyrarinnar var eins og hafsjór á að líta. – hbh Nýskipan lögreglumála um áramót Miðbærinn minnti helst á Feneyjar á Ítalíu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.