Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 4. janúar 2007 · 1. tbl. · 24. árg. Gleðilegt ár! Pétur Tryggvi bæjarlistamaður Bæjarlistamaður Ísafjarðar- bæjar var útnefndur við hátíð- lega athöfn í Safnahúsinu á Eyrartúni á laugardag. Sá sem hlýtur nafnbótina að þessu sinni er silfursmiðurinn Pétur Tryggvi Hjálmarsson, en hann hefur getið sér gott orð bæði hér á landi sem og erlendis fyrir verk sín í silfursmíði. Ásamt sjálfri nafnbótinni, sleginni í heiðursskjal, hlaut Pétur Tryggvi að launum verð- launagrip eftir listakonuna Dýrfinnu Torfadóttur og pen- ingafjárhæð. Pétur Tryggvi lauk sveinsprófi í gullsmíði hjá föður sínum, Hjálmari Torfasyni, árið 1979, og hefur unnið við gull- og silfursmíði síðan. Hann stundaði nám í Institut for Ædelmetal í Kaup- mannahöfn 1981-83. Silfursmíði Péturs Tryggva hefur víða vakið athygli og hann hefur unnið til fjölda við- urkenninga fyrir verk sín. Alt- ariskanna sem hann smíðaði var til að mynda kosin eitt af bestu silfurverkum 20. aldar af Koldinghus-listasafninu á Jótlandi, en þar er eitt stærsta silfursafn Evrópu. Pétur Tryggvi er sá sjöundi í röðinni sem ber titilinn, en fyrrum bæjarlistamenn Ísa- fjarðarbæjar eru: Reynir Torfa- son, myndlistarmaður, Jón Sig- urpálsson, myndlistarmaður og safnvörður, Harpa Jónsdót- tir, rithöfundur og kennari, Vilberg Vilbergsson, rakari og tónlistarmaður, Jónas Tómas- son tónskáld og Elfar Logi Hannesson leikari. Sjá viðtal við Pétur Tryggva á bls. 7. – annska@bb.is Gísli Halldórsson forseti bæjarstjórnar sæmir Pétur Tryggva nafnbótinni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.