Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 04.01.2007, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 3 Gjaldfrjáls heimaþjónusta Heimaþjónusta við aldraða og öryrkja í þéttbýli Súðavíkurhrepps verður hér eftir gjaldfrjáls. Var þetta samþykkt á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var fyrir áramót. Komið hafði tillaga frá félagsmálanefnd um að greiðslur skjólstæðinga yrðu lagðar niður þar sem í ljós hafði komið að þeir sem rétt hefðu á þjónustunni hefðu ekki nýtt hana til fulls og starfsmaður því ekki nýst sem skyldi. Eins og áður segir verður hin gjaldfrjálsa þjónusta í boði fyrir íbúa þéttbýlis í hreppnum, en komi fram óskir frá íbúum dreifbýlis um heimaþjónustu verða þær skoðaðar sérstaklega. Þá lagði félagsmálanefnd einnig til að bætt yrði í starfslýsingu að starfsmanni heimilishjálpar væri ekki heimilt að sinna garðyrkjustörfum. Ísfirsk stúlka á sautjánda ári slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi um helgina en hún var þar stödd í skíðaferð ásamt hópi frá Skíðafélagi Ísafjarðar. Sam- kvæmt upplýsingum blaðs- ins var stúlkan að skíða við erfiðar aðstæður, þar sem bæði færi og skyggni var slæmt. Lenti hún út af braut- inni og rakst á tré. Stúlkan er úr allri lífs- hættu en hún hlaut innvortis blæðingar og meiðsl á hrygg. Stúlkan liggur á sjúkrahúsi í Osló og verður flutt heim til Íslands á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins slasaðist annar ís- lenskur skíðamaður í Geilo sama dag. – thelma@bb.is Slasaðist á skíðum í Noregi Árið 1997 voru íbúar Vest- fjarða yfir fertugu 35,5% heildaríbúafjölda á Vestfjörð- um, eða 3.073 af alls 8.634 manns, en í dag eru þeir 44,8% heildaríbúafjölda, eða 3.347 af alls 7.470. Er því ljóst að íbúafjöldi Vestfjarða er að eld- ast nokkuð. Ef litið er til ald- urshópsins 0-9 ára voru sem dæmi 1.432 börn á þeim aldri búsett á Vestfjörðum árið 1997 en eru einungis 960 í dag. Er það fækkun um 33%. Börn og unglingar á aldrin- um 10-19 ára voru 1.511 árið 1997 en eru 1.220 í ár, og er það fækkun upp á 19,3%. Íbú- ar á aldrinum 20-29 ára voru 1.211 árið 1997 en eru 1.024 í dag, og er það fækkun upp á 15,5%. Íbúum á aldrinum 30- 39 ára hefur þá fækkað mikið en þeir voru 1.407 árið 1997 en eru 919 í dag, er það fækk- un upp á 34,7%. Eldra fólki hefur að sama skapi fjölgað í flestum aldursflokkum. Þó ber að geta þess að íbúum yfir níræðu hefur fækkað úr 41 í 29. Alls er fólksfækkun á tímabilinu 13,5%. Íbúar Vestfjarða nokkuð eldri en fyrir níu árum Útgerðarfélagið Öngull í afmælisskapi Útgerðarfélagið Öngull hélt upp á 10 ára afmæli sitt á laugardag í beitningaraðstöðu sinni á Ísafirði. Í stað þess að þiggja gjafir eins og tíðkast oft í afmælum brugðu útgerð- armennirnir hjá Öngli á það ráð að úthluta gjöfum. Þeir sem standa á bak við fyrir- tækið eru Kristján Andri Guð- jónsson, Guðjón Arnar Krist- jánsson, Tryggvi Guðmunds- son og Heimir Tryggvason og völdu þeir félagar þrjá aðila til að hljóta peningastyrk frá fyrirtækinu. Þau sem fengu styrki eru: Björgunarfélag Ísa- fjarðar sem hlaut 100.000 króna styrk, Krabbameinsfé- lagið Sigurvon sem einnig fékk 100.000 króna styrk og 50.000 króna styrk fékk svo útibú Stígamóta sem er í þann mund að líta dagsins ljós á Ísafirði. Kristján Andri Guðjónsson segir að stjórn Önguls hafi viljað láta gott af sér leiða vegna áfangans og leyfa sam- félaginu að taka njóta með þeim. „Við höfum alltaf verið mjög heppnir með starfsfólk og aldrei lent í neinum stór- áföllum þó þetta hafi gengið upp og niður til dæmis vegna gengisbreytinga“ sagði hann í samtali við blaðið. Í afmælinu stiklaði Kristján Andri á stóru í sögu útgerðar- innar og sagði meðal annars frá því að skip félagsins hafi á þessum 10 árum fiskað 2136 tonn og er verðmæti þess afla 266 milljónir. Hann kom einn- ig inn á þróun fiskverðs, en árið 1996 var meðalverð hjá útgerðinni 77 krónur á kílóið en síðasta ár var það 176 krón- ur. Tvö skip hafa verið í eigu útgerðarinnar frá því hún var stofnuð en það eru Sörli ÍS var gerður út árunum 1996 - 1999, og Björg Hauks ÍS sem gerð hefur verið út frá 1999. – annska@bb.is Eigendur Önguls í afmælishófinu, þeir Tryggvi Guðmundsson, Kristján Andri Guðjónsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Heimir Tryggvason. Kristján Andri Guðjónsson afhendir Sunnevu Sigurð- ardóttur styrk vegna stofnunar Stígamóta á Ísafirði. Þrjátíu og þrjú þjóðarbrot á Vestfjörðum Fólk með 33 mismunandi ríkisföng, að íslensku með- töldu, býr á Vestfjörðum. Lit- ríkast er samfélagið í Ísafjarð- arbæ en þar má finna fólk með a.m.k. 27 mismunandi ríkis- föng, en alls eru erlendir rík- isborgarar í Ísafjarðarbæ 325 talsins, af 4.098 íbúum, eða 7,9%. Þar eru Pólverjar at- kvæðamestir eða 184, og 4,5% af heildaríbúafjölda. Næst þar á eftir eru filipseyskir ríkis- borgarar, sem telja 23 manns, eða 0,56% af heildaríbúa- fjölda. Taílenskir ríkisborgarar eru einum færri eða 22 og 0,53% af heildaríbúafjölda. Þýskir og eistneskir ríkisborgarar eru jafn stórir hópar, og telja báðir 13 manns. Í Ísafjarðarbæ búa þá 11 manns frá Tékklandi og Slóvakíu, en fyrrum íbúar Tékkóslóvakíu eru færðir í einn flokk hjá Hagstofu. Þá búa sjö Danir, sjö Svíar, sjö Bretar og sjö íbúar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu í Ísafjarðar- bæ. Sökum þess að íbúar fyrrum ríkja Júgóslavíu annars vegar og íbúar fyrrum Tékkóslóv- akíu hins vegar eru færðir saman í einn flokk er ekki hægt að fullyrða nákvæmlega um fjölda ríkisfanga, en þau eru eins og áður segir a.m.k. 33 á Vestfjörðum, en gætu verið fleiri eftir því frá hvaða ríkjum innan áðurnefndra fyrrum ríkjasambanda íbúarn- ir koma. Alls er að finna a.m.k. 11 mis- munandi ríkisföng í Bolung- arvík; í Reykhólahreppi býr fólk af tveimur ríkisföngum; í Tálknafjarðarhreppi býr fólk af 9 ríkisföngum; Í Vestur- byggð býr fólk af 9 ríkisföng- um; í Súðavíkurhrepp býr fólk af fjórum ríkisföngum; í Ár- neshreppi býr fólk af einu ríkisfangi; í Kaldrananes- hreppi býr fólk af þremur rík- isföngum; í Bæjarhreppi býr fólk af einu ríkisfangi; og í Strandabyggð býr fólk af fjór- um ríkisföngum. Alls búa 7.473 íbúar á Vest- fjörðum. Af þeim eru 526 með erlent ríkisfang en 6.947 með íslenskt. Tölurnar hér að ofan eru fengnar frá Hagstofu Ís- lands. Þær eru bráðabirgða- tölur sem miðast við 1. desem- ber síðastliðinn. – eirikur@bb.is Litríkast er samfélagið í Ísafjarðarbæ en þar má finna fólk með a.m.k. 27 mismunandi ríkisföng.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.