Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Page 3

Bæjarins besta - 12.04.2007, Page 3
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 3 Ómar Már Jónsson, sveit- arstjóri Súðavíkurhrepps, seg- ir fjárhagslega stöðu sveitar- félaga segja á margan hátt til um hversu framsækið sveitar- félagið getur leyft sér að vera, en eins og kunnugt er, er Súða- víkurhreppur eitt fárra sveit- arfélaga sem skilað hefur hagnaði síðustu árin. „Ársreikningar marga sveit- arfélaga á landsbyggðinni undanfarin ár sýna því miður ekki sýna ekki góða stöðu eða þróun. Þar er ekki eingöngu um vestfirsk sveitarfélög, heldur er að finna sambæri- lega þróun víða“, segir Ómar á bloggsíðu sinni. „Hafa ber í huga að stór hluti þeirrar stöðu er vegna breytinga sem hafa verið að eiga sér stað, s.s. verk- efnaflutningar frá ríki til sveit- arfélaga þar sem ekki nægt fjármagn hefur fylgt með auk þess sem sveitarfélögin eru að verða af útsvarstekjum íbúa sinna vegna aukningar einka- hlutafélaga en ríkið fær nú í formi fjármagnstekna. Jafn- framt hefur fækkun íbúa haft sitt að segja í minni tekjum sveitarfélaga.“ Þá bendir hann á að hagn- aður áranna 2002-2005 í Súðavíkurhreppi var samtals 28,8 milljónir króna. Í Súða- víkurhreppi bjuggu 235 manns árið 2005. „Þetta eru jákvæðar fréttir af fjárhag sveitarfélaga frá Vestfjörðum“, segir Ómar Már. – eirikur@bb.isÓmar Már Jónsson. Segir ekki nægt fjármagn hafa fylgt með verkefnaflutningum til sveitarfélaga Fasteignir Ísafjarðarbæjar selja Múlaland 14 Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. hafa ákveðið að selja fjölbýlishúsið að Múlalandi 14 Ísafirði. Þetta var ákveðið á nýliðnum stjórnarfundi fyrirtækisins. Í húsinu sem er byggt árið 1990 eru 10 íbúðir og verður húsið selt í heilu lagi. Síðar er ráðgert að fjölbýlishúsið að Fjarðargötu 30, Þingeyri verði boðið til sölu í heilu lagi. Í því húsi eru 9 íbúðir. Auk þessa verður haldið áfram þeirri stefnu að fækka stökum íbúðum í eigu félagsins. Á sl. ári voru seldar 17 íbúðir, þar á meðal eitt fjölbýlishús á Suð- ureyri með 8 íbúðum. Í dag eru 150 íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Vélarvana línubát- ur í Ísafjarðardjúpi Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallað út skömmu eftir kl. 10 að morgni þriðjudags er línu- báturinn Ísbjörg ÍS-69 til- kynnti að báturinn væri vélar- vana. Skipstjóri Ísbjargar hafði samband við Vaktstöð siglinga kl. 10:03 og lét vita að báturinn væri vélarvana á Ísafjarðardjúpi og sjór væri kominn í vélarrúm. Ísbjörg var þá þrjá og hálfa sjómílu norð- austur af Arnarnesi í Skutuls- firði. Björgunarsveitir og –skip voru þegar kölluð út en einnig var haft samband við nær- staddan bát, Val ÍS-20, og hann beðinn um að koma Ísbjörgu til aðstoðar. Þegar björgunar- skipið kom að var Valur þegar kominn með Ísbjörgu í tog, en skömmu áður hafði verið komist fyrir lekann. Björgun- arskipið tók við Ísbjörgu kl. 10:50 og dró til Ísafjarðar. Ís- björg er 6 tonna línu- og hand- færabátur með tveggja manna áhöfn. Áhöfnina sakaði ekki. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson dregur Ísbjörgu að bryggju á Ísafirði. Merkilegar heimildir fyrrum fréttarit- ara um mannlíf og bæjarbrag Ísafjarðar Sýning á fréttamyndum Jóns Páls Halldórssonar var opnuð í Safnahúsinu á Ísafirði á laugardag. Hún ber yfirskriftina „Með augum fréttaritarans“ en Jón Páll er fyrrum frétta- ritari Morgunblaðsins á Ísafirði árin 1950–1960, auk þess sem hann var blaðamaður á Vesturlandi um árabil. Ljósmyndir Jóns skipta hundruðum og eru merkilegar heimildir um mannlíf og bæjarbrag á Ísafirði um og eftir miðja 20. öldina. Jón Páll Halldórsson er fæddur á Ísafirði 2. október 1929. Hann var lengi framkvæmdastjóri Norðurtangans hf. og driffjöður í atvinnu- og menningarlífi Ísfirðinga í meira en hálfa öld. Ævi- starfi sínu varði hann í þágu fiskveiða, fiskvinnslu og verslunar og eftir hann liggja merkileg rit um sögu þessara atvinnugreina á Ísafirði. Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Jón Pál en hún stendur fram til um miðjan maí. – thelma@bb.is Hans W. Haraldsson og Jón Páll Halldórsson á opnun sýningarinnar á laugardag. Ljósmyndir Jóns Páls eru merkilegar heimildir um mannlíf og bæjarbrag á Ísafirði um og eftir miðja 20. öldina.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.