Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 6

Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 6
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20076 Er til of mikils mælst? Ritstjórnargrein Kjör má bæta með hag- kvæmum vinnubrögðum Á þessum degi fyrir 45 árum Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Í bréfi sem ríkisstjórnin ritaði í gær til Alþýðusambands Ís- lands, lýsir hún yfir þeirri skoðun sinni, að með hagkvæmari vinnubrögðum eigi að vera hægt að framleiða jafnmikið og ná þannig kjarabótum. Þá leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á þá skoðun sína, að athuga beri, hvort ekki sé unnt að hækka sérstaklega laun þeirra í hópi verkamanna, sem lægst eru launaðir, án þess að það hafi í för með sér hækkun annarra launa. Kveðst ríkisstjórnin fús til að mæla með slíkri hækkun við samtök atvinnurekenda. Ennfremur bendir ríkisstjórnin á, að það jafnvægi sem nú hefur náðst í íslensku efnahagslífi, bæti skilyrðin fyrir fram- leiðsluaukningu – er ásamt verðhækkun á útflutningsafurðum sé forsenda þess, að um almennar kauphækkanir getið orðið að ræða – en þó sé ekki hægt að gera ráð fyrir að aukning á fram- leiðslu á mann geri orðið meiri en 2-3% að meðaltali næstu árin. Fyrir skömmu gekkst Utanríkisráðuneytið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri um þróun siglingaleiða á norðurslóðum. Á ráðstefnunni, sem bar heitið ,,Breaking the Ice – eða ísinn brotinn“ og var í samvinnu við ýmsa aðila, þ.á.m. Háskólann á Akureyri, var fjallað um þá möguleika sem norðurslóðasigl- ingar kunna að færa okkur Íslendingum. Borgarafundir á Ak- ureyri og í Reykjavík fylgdu í kjölfarið. Í leiðara BB 22. okt. 2003 sagði m.a.: ,,Þingmönnum Vest- firðinga og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ber að leita allra leiða til að Vestfirðingar komi sterkir til leiks að þeim möguleikum sem kunna að felast í opnun norðaustur-siglingaleiðarinnar, sem svo er kölluð. – Um gífurlega hagsmuni verður að ræða. - Um þá miklu fjármuni sem í húfi eru verður slegist og hvergi gefið eftir.“ Tilefni skrifanna var viðtal blaðsins við Úlfar Ágústsson, kaupm. á Ísafirði, sem vakti athygli á þeim hags- munum sem þarna kunna að vera í húfi fyrir íslenskt samfélag og benti jafnframt á að Vestfirðir lægju beinast við sem við- komustaður skipa á þessari leið. Síðan þetta gerðist er sagan í stuttu máli á þessi: Utanríkis- ráðherra skipaði nefnd. Þrátt fyrir fjölmenni hennar voru Vestfirðingar ekki taldir þess verðugir að eiga þar fulltrúa. Nefndur Úlfar óskaði eftir því við samgönguráðherra að Vest- firðingar fengju að koma að starfi nefndarinnar, en fékk að eigin sögn engar undirtektir. Það voru mikil vonbrigði. Í febrúar 2005 skilaði nefndin skýrslu, reifaði málið á ýmsa vegu og tilgreindi þrjú svæði sem hugsanlega viðkomustaði: Austfirði, Eyjafjörð, (lesist Akureyri, skv. yfirlýsingu utan- ríkisráðherra í sjónvarpsviðtali um ráðstefnuna) og Hvalfjörð. Ekki einu orði eytt á Vestfirði þrátt fyrir að sá landshluti liggi best að siglingaleiðinni samkvæmt korti í skýrslu nefndarinnar. Skip á þessari siglingaleið þurfa hins vegar að taka á sig veru- legan krók til þess að sigla til Eyjafjarðar og Hvalfjarðar og með viðkomu á Austfjörðum lengist leiðin enn frekar. Niður- staða embættismanna utanríkisráðherra er einfaldlega sú að ekki sé orðum eyðandi á viðhorf Vestfirðinga. Hver er afstaða ráðherrans? Félagsmálaráðherra lýsti því nýverið yfir á framboðsfundi Stöðvar 2 í Stykkishólmi, sem andsvar við áburði um linkind í málefnum kjördæmis hans, að hann væri ráðherra alls landsins. Sitthvað bendir til efasemda um að allir samráðherrar hans líti valdsviðið sömu augum. Málefni Vestfjarða bíða úrlausnar nefndar á vegum for- sætisráðherra. Er til of mikils mælst af ráðherrum samgöngu- félags- og sjávarútvegsmála, sem og öðrum þingmönnum NV-kjördæmis, að þeir sjái til að Vestfirðingar fái setið við sama borð og aðrir í þessu mikla hagsmunamáli sem gæti orð- ið ígildi stóriðju fyrir Vestfirðinga ef fram fer sem horfir? s.h. Bæjarfulltrúi ofsóttur af ósáttum bæjarbúa Ingi Þór Ágústsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Ísa- fjarðarbæ, hefur heldur nötur- lega sögu að segja af sam- skiptum sínum við reiðan bæj- arbúa á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að ónefndur aðili, tengdur máli sem er til með- ferðar í bæjarkerfinu, hafi ítrekað veist að honum með fúkyrðum og svívirðingum, að börnum bæjarfulltrúans ásjáandi. Fór svo að Ingi Þór tilkynnti málið til lögreglu. „Ég hef fram að þessu aldrei upplifað annað eins sem bæj- arfulltrúi í þessu bæjarfélagi. Fólk hefur haft sterkar skoð- anir á sínum málum, sem er vel og kann ég að meta slíkt. Samt þegar fólk hefur ekkert fram að færa nema persónu- legar árásir á mig og mína fjölskyldu þá er mér nóg boð- ið. Ég tilkynnti umrætt tilfelli til lögreglu því mér er ekki sama hvað fólk gerir og segir þegar ég er með börn mín og fjölskyldu nærri. Börnin urðu skelkuð og það tók talsverðan tíma í gær að róa þau niður og reyna að útskýra fyrir þeim hegðun einstaklingsins.“ Tekur Ingi Þór hins vegar einnig fram að afskipti bæjar- búa af málum í bæjarráði séu sér alla jafna ómetanleg við vinnu sína. „Það er ýmislegt sem gengur á, á meðan málin eru í vinnslu, margir hringja í bæjarfulltrúa og segja sína hlið á málinu, koma í heim- sókn með gögn og útskýra sín mál og allir fram að þessu hafa verið mjög málefnalegir og kurteisir þegar þeir leggja sína skoðanir fram. Þetta hefur gefið mér tækifæri til að heyra skoðanir þeirra sem að málinu koma áður en ég tek ákvörðun í málinu. Ég tek síðan ákvörð- un í málum út frá minni eigin sannfæringu þrátt fyrir að hafa fengið að heyra annað í gegn- um tíðina.“ Segist Ingi hafa verið í heimsókn á sjúkrahúsinu hjá veikum ættingja þegar áður- nefndur aðili tók hann tali. Hafi hann í fyrstu verið kurt- eis, útskýrt sína hlið málsins, sem hafi reyndar margoft trúinn niður í bæ þar sem þrjú börn bættust í hópinn. „Þegar ég var kominn áleiðis niður í bæ kom sami einstaklingur, sem ég sagði frá hér að ofan, stökk út úr bíl sínum og fór að ausa yfir mig fúkyrðum, sví- virðingum og blótsyrðum sem gerðu það að verkum að börn- in sem ég var með urðu dauð- skelkuð og vildu forða sér í burtu. Það gerðum við og forðuðum okkur. Börnin urðu vör um sig eftir þetta en því miður þá gerðist þetta aftur - ég átti erindi á bæjarskrifstof- urnar og þar kom umræddur einstaklingur og jós ennþá meiri og verri fúkyrðum að mér sem börnin urðu aftur vitni af. Farið var með börnin í burtu á meðan ég reyndi að ræða við einstaklinginn og reyndi að láta hann átta sig á því að það eru tími og staður fyrir allt - þetta væri ekki tím- inn og staðurinn til að láta svona. Það gekk ekki eftir og viðkomandi jós ennþá fleiri svívirðingum í minn garð þeg- ar ég gekk í burtu.“ komið fram áður. „Ég sagði viðkomandi mína skoðun á málinu og þá byrjuðu upp- hrópanir og skammir sem end- uðu með fúkyrðum og sví- virðingum í minn garð. Ég kippti mér ekki upp við þetta - þetta hefur komið fyrir og því miður alltaf jafn sorglegt þegar einstaklingar hafa ekk- ert annað fram að færa nema persónulegar árásir á einstakl- inga sem eru að reyna að vinna sína vinnu að bestu sannfær- ingu.“ Þessu næst hélt bæjarfull- Ingi Þór Ágústsson. Klofningur auglýsir eftir um- sækjendum um umhverfisstyrk Klofningur ehf Suðureyri hefur auglýst eftir umsækj- endum um umhverfisstyrk, en í tilefni af 10 ára afmæli fé- lagsins í upphafi ársins ákvað stjórn þess að veita einni millj- ón króna til umhverfisverk- efnis á Suðureyri. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um- sækjendur séu búsettir á Suð- ureyri, og að styrkurinn fari til verkefnis til hagsbóta fyrir íbúa Suðureyrar og komandi kynslóðir. Fólk er hvatt til þess að láta hugann reika og vonast út- hlutunarnefnd styrksins eftir að fá umsóknir frá fólki sem að hefur haft löngun til þess að gera eitthvað í samfélaginu en kannski skort fjármagn til þess að draumurinn gæti orðið að veruleika. Úthlutunar- nefndin vill benda á að hugs- anlega geti styrkurinn verið hluti einhverrar framkvæmdar sem að hafin er eða fyrirhugað er að fara í. Ef fólk treystir sér ekki í verklýsingar og kostnaðar- áætlanir, þiggur nefndin allar ábendingar um verkefni, og er allt eins víst að þær geti hlotið brautargengi. Einstakl- ingar, fyrirtæki og félagasam- tök geta sótt um styrkinn og þarf að fylgja umsóknum lýs- ing á verkefni og kostnaðar- áætlun fyrir það. Umsóknarfrestur er til 17. apríl nk. og verður tilkynnt hvaða verkefni hlýtur styrkinn á sumardaginn fyrsta, sam- hliða því verður tilkynnt hvaða lag verður „Sæluhelgarlagið“ árið 2007. Óðinn Gestsson, Þóra Þórðardóttir og Snorri Sturluson skipa úthlutunar- nefndina. – annska@bb.is Suðureyri við Súgandafjörð. Sýning á fréttamyndum í Safnahúsinu „Með augum fréttaritarans“ er heiti sýningar sem opnuð var í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði á laugardag. Um er að ræða sýningu á fréttamyndum Jóns Páls Halldórssonar sem var fréttaritari Morgunblaðsins á Ísafirði árin 1950–1960, auk þess sem hann var blaðamaður á Vesturlandi um árabil. Ljósmyndir Jóns skipta hundruðum og eru merkilegar heimildir um mannlíf og bæjarbrag á Ísafirði um og eftir miðja 20. öldina. Jón Páll Halldórsson er fæddur á Ísafirði 2. október 1929. Hann var lengi framkvæmdastjóri Norðurtangans hf. og driffjöður í atvinnu- og menningarlífi Ísfirðinga í meira en hálfa öld. Ævistarfi sínu varði hann í þágu fiskveiða, fiskvinnslu og verslunar og eftir hann liggja merkileg rit um sögu þessara atvinnugreina á Ísafirði. Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Jón Pál.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.