Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 16

Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Þann 23. mars síðastliðinn stofnuðu öll íslensk sveitarfé- lög opinbera hlutafélagið Lánasjóð sveitarfélaga ohf. Nafnverð hlutafjár var ákveð- ið 5 milljarðar króna, en bók- fært eigið fé í árslok 2006 nam tæplega 8.858 milljónum krónum. Eigið fé félagsins er því hærra en nafnverð, en mið- að við innra virði félagsins um síðastliðin áramót er verð- mæti hlutanna 1,77 sinnum nafnverðið. Enn fremur var samþykkt á ársfundi lánasjóðsins sama dag að færa eigið fé hans niður um 3 milljarða króna og greiða sveitarfélögunum á fjórum ár- um þann 1. júlí ár hvert, í fyrsta sinn í ár, í samræmi við eignarhlut þeirra í hlutafélag- inu. Tekið mun hafa verið tillit til þessarar niðurfærslu í upp- gjöri fyrir árið 2006. Samkvæmt bréfi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. til Ísafjarð- arbæjar er eignarhlutur Ísa- fjarðarbæjar í lánasjóðinum þannig að nafnverð hlutafjár er 207,4 milljónir, verðmæti hlutar miðað við gengi 1,77 er þá tæplega 367,1 milljón, eignarhlutdeild er 4,148% og árleg greiðsla er 31,11 millj- ónir. – eirikur@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Ísafjarðarbær á 207 milljón kr. hlut í Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga Aðeins tvö tilboð bár- ust í endurbyggingu 10 kílómetra kafla Djúpveg- ar í vestanverðum Ísafirði í Ísafjarðarsýslu. Verkið nær frá slitlagsenda á Eyr- arhlíð að slitlagsenda við Svörtukletta út undir Svans- vík í Súðavíkurhreppi. KNH ehf. átti lægra til- boðið, tæplega 208 millj- ónir króna, sem er 67,9% af áætluðum verktaka- kostnaði, en hann var ríf- lega 306 milljónir króna. Vélgrafan ehf. og Borgar- virki ehf. buðu saman ríf- lega 276 milljónir króna, sem er 90,2% af áætluð- um verktakakostnaði. Samkvæmt áætlun skal verkinu að fullu lokið fyr- ir 1. nóvember 2008. Tveir buðu í Djúpveg Handteknir fyrir innbrot Tveir karlmenn um tví- tugt voru handteknir á Ísafirði aðfaranótt páska- dags fyrir að brjótast inn í heimahús. Að sögn lög- reglu ætluðu mennirnir að gera upp mál við einn íbúa hússins. Þeir spörkuðu upp útidyrahurðinni og voru með barefli. Móðir íbúans tók á móti þeim, náði að hrekja þá út og og hringdi á lög- reglu. Annar þeirra var yfirheyrður um nóttina og sleppt að því loknu. Hinn var mikið ölvaður og lát- inn sofa úr sér. Hann var yfirheyrður á páskadag. Þá komu tvö fíkniefnamál upp á rokkhátíðinni Al- drei fór ég suður en annars fór hátíðin vel fram að öðru leyti. Teknir með fíkniefni Fyrri hluti rokkhátíð- arinnar Aldrei fór ég suð- ur, sem fram fór á Ísafirði á föstudaginn langa, fór vel fram að sögn lögregl- unnar á Ísafirði, þrátt fyrir mikinn mannfjölda, enda voru mótshaldarar, gæslu- lið og lögregla með gott eftirlit með því að góð regla væri viðhöfð á há- tíðinni. Lögreglan lagði hald á nokkur grömm af kannabisefnum, n.t.t. 8,12 gr., á þremur einstakling- um sem voru á eða við tónleikana. Gréta María Kristinsdóttir frá Þingeyri var krýnd ungfrú Vestfirðir á fegurðarsam- keppni Vestfjarða, sem haldin var í veitingahúsinu Krúsinni miðvikudaginn 4. apríl. Gréta María, sem er 19 ára, starfar sem leiðbeinandi á leikskóla. Í öðru sæti var Vala Karen Viðarsdóttir og Edith Guð- mundsdóttir Hansen varð í þriðja sæti. Svala Sif Sigur- geirsdóttir var valin vinsæl- asta stúlkan en hún var einnig valin netstúlka en hana völdu lesendur vefsíðunnar skemmt- un.it.is. Guðrún Auður Böðvars- dóttir var valin sportstúlkan. Fegurðardrottningin sjálf var einnig kjörin besta ljósmynda- fyrirsætan. Óhætt er að segja að mikil spenna hafi legið í loftinu þegar dómnefnd var að störfum, en níu stúlkur kepptu um titilinn eftirsótta. Í dómnefnd sátu Arnar Laufdal, eigandi keppninnar um ungfrú Ísland, Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungfrúar Ís- lands, Silja Allansdóttir, fram- kvæmdastjóri Ungfrúar Vest- urlands, Margrét Magnúsdótt- ir, fegurðardrottning Vest- fjarða árið 2004 og Davíð Eg- ilsson, einkaþjálfari og fyrir- sæta. Það var Rakel Magnúsdóttir sem hélt utan um keppnina að þessu sinni, en hún tók þátt í ungrú Vestfjörðum árið 2002 og hreppti þá titilinn Ljós- myndafyrirsæta Vestfjarða, auk annarrar stúlku. – tinna@bb.is Gréta María Kristinsdóttir kjör- in fegurðardrottning Vestfjarða Nýkrýnd fegurðardrottning Vestfjarða Gréta María Kristinsdóttir, Vala Karen Viðarsdóttir sem varð í öðru sæti og Edith Guðmundsdóttir Hansen sem var í því þriðja.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.