Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 20076
Tímamót
Ritstjórnargrein
Á þessum degi fyrir 11 árum
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir,
símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is
Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125,
halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300
eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ·
Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X
„Olíuhreinsunarstöð ekki
skilgreind sem stóriðja“
Talsmenn Íslensks hátækni-
iðnaðar segja olíuhreinsistöð
ekki skilgreinast sem stóriðja
sökum þess að orkunotkun er
ekki mikil og mengun minni
en frá stóriðjuveri eins og ál-
veri. Eins og kunnugt er hefur
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, átt í við-
ræðum við forsvarsmenn Ís-
lensks hátækniiðnaðar vegna
hugmynda þeirra um að reisa
olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum. Í bréfi sem hann hef-
ur sent fyrirtækinu segir hann
að Vestfirðingar eigi eftir að
kynna sér skilgreiningu á stór-
iðjum á næstu vikum til þess
að geta tekið afstöðu til máls-
ins.
„Áhersla Vestfirðinga hefur
verið á stóriðjulausan lands-
hluta. Það er sú landnýtingar-
stefna sem Vestfirðingum hef-
ur þótt áhugaverð út frá þeim
skilyrðum sem hér eru. Slík
stefna útilokar ekki útgerð
stórra skipa, stór fiskiðjuver,
þörungaverksmiðju eða kalk-
þörungaverksmiðju. Þessi atr-
iði hafa öll verið rædd í tengsl-
um við skilgreiningu á lands-
hlutanum sem stóriðjulausum
og niðurstaðan ávallt verið sú
að með þessari skilgreiningu
væri verið að útiloka orku-
frekan þungaiðnað á borð við
álver.“
Bæjarstjóri kynnti óform-
lega tillögu að byggingu olíu-
hreinsistöðvar í fjórðungnum
fyrir bæjarráði þann 16. apríl.
„Tillaga um starfsemi myndi
þarfnast 15 MW raforku og
gæti skapað 500 ný störf fyrir
utan afleidd störf er allrar at-
hygli verð. Tilkoma slíkrar
starfsemi yrði mikilvægur
þáttur í því að styrkja enn frek-
ar innviði svæðisins í vega-
málum, flugmálum, raforku-
málum og gangaflutningi svo
nokkur dæmi séu nefnd,“ segir
í bréfi Halldórs.
Halldór tekur jákvætt í að
skoða erindi Íslensks hátækni-
iðnaðar og taka þátt í vinnu er
lúti að hagkvæmnisathugun
eins og staðarvali, skilgrein-
ingu umhverfismála ofl. Segir
Halldór að lögð verði áhersla
á vandaða og óháða upplýs-
ingagjöf fyrir íbúa svæðisins
sem þurfa að hans mati þurfi
að gefa álit sitt á svo stóru
máli í íbúakosningu eða skoð-
anakönnun áður en endanleg
ákvörðun verði tekin.
Vilja kaupa gömlu slökkvistöðina
Slysavarnardeildin í Hnífsdal hefur sent Ísafjarðarbæ erindi þar óskað er
eftir viðræðum um kaup á gömlu slökkvistöðinni í Hnífsdal sem er í
eigu bæjarins. Tilboð slysavarnardeildarinnar hljóðar upp á 400.000
krónur og lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að tilboðinu yrði tekið. Örn
Elías Guðmundsson sóttist í nóvember á síðasta ári eftir húsnæðinu,
fyrir hönd fyrirtækisins Mugiboogie ehf., en til stóð að húsnæðinu yrði
breytt í hljóðver. Síðan hefur verið fallið frá þeim hugmyndum.
Funklistinn, listi nemenda úr Framhaldsskóla Vestfjarða,
stóreykur fylgi sitt frá fyrri skoðanakönnun BB sem gerð var fyrir
tveimur vikum, og fær tvo fulltrúa kjörna í nýja sveitarstjórn, fari
kosningar í líkingu við könnun blaðsins sem gerð var síðastliðinn
föstudag. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fékk sjö menn kjörna
samkvæmt síðustu könnun, missir einn mann samkvæmt
könnuninni og sömu sögu er að segja af F-lista óháðra, Kvennalista
og Alþýðubandalagsins. Framsóknarflokkurinn fær einn mann
kjörinn samkvæmt könnuninni en Alþýðuflokkurinn er enn úti
kuldanum, þótt mjög tæpt sé á því að efsti maður þess lista, felli
sjötta mann Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra
sem tóku afstöðu í könnuninni á föstudag, fær Alþýðuflokkurinn
7,60% atkvæða, Framsóknarflokkurinn fær 8,80% atkvæða,
Sjálfstæðisflokkurinn 46,40% Funklistinn 17,6% fylgi og F-listi
óháðra, Kvennalista og Alþýðubandalags fær 19,60%.
Funklistinn stór-
eykur fylgi sitt
Ásel ehf., styrkt af Impru
Verktakafyrirtækið Ásel ehf. fékk á dögunum styrk frá Nýsköpunarmiðstöðinni
Impru. Styrkinn fær Ásel til þróunar á nýrri gerð af gólflögn. Að sögn Skafta
Elíasarsonar, framkvæmdastjóra Ásels, hefur þessi nýja tegund af gólflögn meiri
alhliða möguleika en gólflagnir sem notast hefur við áður. „Þetta er alveg ný tegund
af steypugólflögn, sem er ennþá í þróun hjá okkur. Hún verður líklega í þróun allt
næsta ár.“ Skemmst er að minnast nýrrar tegundar kantsteina sem Ásel hefur hafið
framleiðslu á, og ljóst er að mikil framþróun á sér stað hjá fyrirtækinu.
Íbúasamtökin Átak í Dýra-
firði ætla að standa fyrir íbúa-
þingi á Þingeyri í september,
en vonir standa til að þingið
verði árlegur viðburður á
haustin. Þetta kom fram á
stjórnarfundi íbúasamtakanna
fyrir stuttu. Þar kom einnig
fram að aðalfundur samtak-
anna verður haldinn 22. maí.
Þar munu fara fram almenn
aðalfundarstörf, svo sem
kosning stjórnar og skýrsla
stjórnar. Þá lagði stjórnin
einnig til að skorað verði á
alla íbúa Þingeyrar að taka
þátt í „tiltektardegi“ í þorpinu.
Á fundinum var tekið fyrir
svarbréf Halldórs Halldórs-
sonar, bæjarstjóra Ísafjarðar-
bæjar, við bréfi íbúasamtak-
anna til bæjarstjórnar í des-
ember þar sem m.a. var spurst
fyrir um atriði eins og Salt-
húsið, lóðina við Tjörn og við
Íþróttamiðstöðina, Félags-
heimilið, hafnarmál og sam-
skipti bæjarstjórnar við íbúa í
Dýrafirði. „Bréf bæjarstjóra
svarar ýmsum spurningum
íbúasamtakanna en vekur um
leið upp nýjar og aðrar spurn-
ingar sem leitast þarf svara
við“, segir á thingeyri.is.
Eftirfarandi atriði voru
einnig á dagskrá fundarins og
fengu mismikla umræðu, mis-
jafna afgreiðslu og eru í mis-
munandi farvegi innan stjórn-
ar íbúasamtakanna; Bréf frá
mototcrossáhugamönnum í
Dýrafirði. Sumarhús í Dýra-
firði. Aðalskipulag Ísafjarðar-
bæjar. Fasteignir Ísafjarðar-
bæjar á Þingeyri. Hækkun
fasteignargjalda í Ísafjarðar-
bæ. Hækkun rafmagns- og
hitaverð í Ísafjarðarbæ. Leik-
skólagjöld. Upplýsingaskilti
Vegagerðarinnar við Gemlu-
fallsheiði og Vestfjarðarskýr-
sla forsætisráðuneytisins.
Íbúaþing á Þingeyri í september
Frá Þingeyri.
Á hátíðisdegi verkalýðsins flutti Pétur Sigurðsson að lík-
indum sína síðustu ræðu sem verkalýðsleiðtogi, eftir að hafa
leitt samtök verkafólks á Vestfjörum áratugum saman. Þótt
ætla megi að maður komi í manns stað er næsta víst að
verkalýðshreyfingin muni um langt skeið njóta verka Péturs
Sigurðssonar.
Gleðiefni er að Bílddælingar, sem gengið hafa í gegnum
meiri umbrot í atvinnurekstri en flestir aðrir, skulu nú geta
horft bjartari augum fram á veginn. Vonandi verður rekstur
kalkþörungaverksmiðjunnar sá möndull sem til þurfti til
fleiri skref verði stigin til eflingar atvinnulífs á staðnum.
Vestfjarðanefndin, sem forsætisráðherra skipaði til að
fjalla um leiðir til að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, komst að
þeirri niðurstöðu ,,að atvinnulíf og búseta á Vestfjörðum
standi nú á ákveðnum tímamótum,“ eins og það er orðað í 47
blaðsíðna afrakstri nefndarinnar. Ennfremur var nefndinni
ljóst að ,,atvinnulíf á Vestfjörðum verður ekki byggt upp í
einu vetfangi né heldur með töfralausnum. Uppbyggingin
verður að eiga sér stað sem þróun á þeim grunni sem fyrir er
og með því að byggja á þeim möguleikum sem aðstæður á
Vestfjörðum bjóða upp á.“ Þá er rétt að árétta að ,,nefndin
telur mikilvægt að stjórnvöld taki nú ákvörðun um áþreif-
anlegar aðgerðir um stuðning við atvinnu og búsetu á Vest-
fjörðum sem kæmu til framkvæmda á næstu 5-10 árum.“
Um þetta mætti skrifa langt mál. Þær vangaveltur verða þó
látnar bíða.
Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar álykt-
un um skýrslu Vestfjarðanefndarinnar. Í fljótu bragði kann
það að þykja eftirtektarverðast við ályktunina að hún var
samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur, þrír bæjar-
fulltrúar kusu hjásetu. Því fer þó fjarri. Því er spurt: Hvað er
það í samþykktinni, sem birtist á bb.is. 30. apríl s.l., sem olli
ágreiningnum í bæjarstjórninni?
Það vill svo til að í samþykktinni er komið inn á mál sem
ekki er annað vitað en að fullur einhugur sé um meðal Vest-
firðinga, en Vestfjarðanefndin tók ekki afstöðu til: Sjálfstæður
háskóli á Ísafirði. Til áréttingar fyrri skrifum BB í háskóla-
málinu skal ekki á því legið, að það olli miklum vonbrigðum
að háskólinn skyldi ekki fá óumdeilda stuðningsyfirlýsingu
nefndarinnar. Varla er ágreiningur í bæjarstjórninni um
kröfuna um sjálfstæðan háskóla á Vestfjörðum? Greinir
bæjarfulltrúana á um hugmyndirnar um miðstöð pólsiglinga
eða þjónustumiðstöð fyrir A-Grænland, sem Úlfar Ágústsson
hefur haldið á lofti við ekki alltof miklar undirtektir? Um
hvað snýst ágreiningurinn í bæjarstjórn?
Vestfirðingar þurfa á öðru að halda en ósamkomulagi
heimamanna í brýnustu hagsmunamálum þeirra. Það leiðir
ekki til tímamóta í framtíðinni.
s.h.