Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 14

Bæjarins besta - 03.05.2007, Side 14
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200714 Hjólin snúast í Bolungarvík Grímur Atlason tók við bæjarstjóra- stöðunni í Bolungarvík í ágúst í fyrra. Margt hefur á daga hans drifið síðan hann flutti með konu sinni, Helgu Völu Helgadóttur og börnum þeirra í friðsæla Víkina. Grímur er þroskaþjálfi að mennt og starfaði lengi sem slíkur bæði á Íslandi og í Danmörku. Hann rekur fyrirtækið Austur Þýskaland, sem er umboðsstofa fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir að sinna ábyrgðarsömu starfi bæjarstjórans hefur Grímur alltaf sinnt ástríðu sinni sem er tónlist. Skömmu eftir komu sína vestur stofnaði hann hljómsveit með félögum sínum, Grjóthrun í Hólshreppi, sem hefur komið víða fram á stuttum ferli. Grímur var boðinn velkom- inn í Ástarvikunni í Bolungar- vík, árvissri hátíð með það að markmiði að hvetja Bolvík- inga til þess að fjölga sér, en það vakti einmitt mikla athygli þegar greint var frá því í fjöl- miðlum að Grímur myndi fá verðlaun nái hann að fjölga bæjarbúum á meðan hann sit- ur í bæjarstjórastólnum. Það er ef til vill ekki að undra að það skuli vera í ráðningar- samningum enda hefur Bol- víkingum fækkað um 16,5% síðan 1997. Grímur segir samt enga uppgjöf vera að finna í Bolungarvík heldur ríki þar ákveðin bjartsýni og kraftur. Bæjarins besta leit yfir farinn veg með bæjarstjóranum og ræddi m.a. við hann um jarð- gangnagerð, íbúaþing og tón- listina. –Þetta hefur verið viðburða- ríkur vetur í Bolungarvík. „Já, það hefur ýmislegt gerst á Vestfjörðum. Það er bara eins og í lífinu, það gerist yfirleitt allt í einu þegar eitt- hvað gerist. Það er kannski rólegt í einhvern tíma en svo er hrint af stað atburðarás sem leiðir til annarra atburða, svona nokkurs konar dómínó- áhrif.“ – Og það er meira fram- undan, er það ekki? „Jú, það er ýmislegt fram- undan eins og allar fram- kvæmdirnar sem við í Bolung- arvík erum að bíða eftir. Þær framkvæmdir sem búið er að samþykkja eru snjóflóðavarn- argerð, jarðgöng og endurnýj- un brjótsins en engin af þeim er farin af stað eða komnar í útboð. Fyrirhugað er þó að bæði framkvæmdir við höfn- ina og snjóflóðavarnir hefjist í sumar og vonandi tekst að byrja á göngunum i haust.“ – Hvernig leggjast fyrirhug- aðar framkvæmdir í bæjar- búa? „Ég held að bæjarbúar fagni því flestir að það séu farin að snúast þessi hjól enda hafa þeir beðið lengi eftir því og verið mjög þolinmóðir, meira en kannski góðu hófi gegnir. Eins og allir vita hefur ekki verið mikil sveifla í fram- kvæmdum hér vestra miðað við önnur landsvæði, og þen- slu þekkja Vestfirðingar að- eins af afspurn.“ – Finnst þér bæjarbúar vera bjartsýnir vegna þessa? „Það er reyndar dálítið tví- bent. Það er ákveðin bjartsýni í Víkinni og maður sér fólk t.d. vera gera upp húsin sín sem er oft merki um það að það horfi fram á veginn. En það er margt í umhverfinu sem veldur óöryggi. Fyrirtæki eru að sameinast og hagræða sem aftur hefur áhrif á atvinnu- ástandið. Staða mála í Bakka- vík setur ákveðið strik í reikn- inginn. Það er því óöryggi í bland við ákveðna bjartsýni. Ef ég þekki Bolvíkinga rétt þá spýta menn í lófana og halda áfram. Bæjaryfirvöld eru að fara yfir framkvæmda- áætlanir sínar með það fyrir augum að flýta því sem hægt og auka þannig eftirspurn eftir vinnuafli í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjöf hér, ég upplifi ákveðinn kraft í sam- félaginu.“ Megum ekki tapa vestfirsku gæðunum – Hvernig kanntu svo við þig í Bolungarvík? „Ég kann ljómandi vel við mig í Bolungarvík. Það er mjög gott að vera hér og mér finnst það hafa beðið mín í dálítinn tíma að koma vestur. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Vestfjarða var eitthvað inni í mér sem sagði mér leið mín ætti eftir að liggja þangað. Ég ræddi það meira að segja við konuna mína að ég gæti alveg hugsað mér að flytjast vestur. Það er eins og maður sjái oft framtíðina pínulítið fyrir. Ég fann það á mér að ég myndi koma hingað einhvern tímann á lífsleiðinni. Mér finnst frá- bært að ég hafi gert það á meðan börnin mín eru svona ung. Dóttir mín byrjaði hér í skóla og það mun strákurinn minn gera líka. Eldri börnin okkar hafa komið og heimsótt okkur og öllum líður mjög vel hér. Þetta eru einmitt kostir Vestfjarða sem gleymast oft í umræðunni um samgöngur og allt sem við viljum fá bætt. Við gleymum raunverulegu ástæðunni fyrir því að fólk býr hér en það eru ákveðin gildi sem eru hér til staðar. Þegar maður býr á stærri svæðum finnur maður að það vantar gæði sem hér er að finna. Þetta er höfuðástæðan fyrir því að ég bý hér. Ekki bara að ég hafi fengið þessa vinnu heldur að hér er ákveð- inn lífstíll sem hentar mér og fjölskyldunni.“ – Sem er þá eftirsóknar- verður eftir að hafa verið í lífsgæðakapphlaupinu sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu? „Ég held að hann sé eftir- sóknarverður fyrir suma. Það er ekkert endilega verra á búa á stærri stöðunum enda hefur allt sitt kosti og galla, en við sem búum hér við friðsælli kjör megum ekki slá af kröf- unum heldur. Við verðum halda áfram að leita þess réttlætis sem við eigum svo sannarlega skilið því það þarf að bæta úr mörgu hér. En jafn- framt eigum við ekki að dylja það að það eru ákveðin gæði sem við höfum en stórborgar- búarnir ekki. Maður þarf bara að gera sér grein fyrir hvað það er. Það er hætt við því að þegar maður er alltaf að tala um hversu ljótur og leiðinleg- ur maður er þá fer maður að trúa því og gleymir því að í manni eru eiginleikar sem eru eftirsóknarverðir. Eins hafa Vestfirðir eiginleika sem fólk sækir í og við megum ekki tapa þeim.“ Átti að reyna fjölga Bolvíkingum –Þegar þú settist í bæjar- stjórastólinn var þér heitið verðlaunum ef þú myndir ná að fjölga bæjarbúum og nú virðist ástarvikan á síðasta ári hafa borið árangur, hvernig er útlitið fyrir að þú fáir verð- launin? „Það er mjög skemmtilegt bragð til fanga athygli fjöl- miðla að setja svona klausu fram, en reyndar verð ég að játa það að þetta var í samningi bæjarstjórans sem var á undan mér og ég skrifaði bara undir þetta án þess hugsa út í það mikið nánar. Um er að ræða einhverja tugi eða hundruð og eins og fólk veit er það kannski ekkert sérstaklega raunhæft, en þetta var í samningnum. Og þetta fór svona ljómandi skemmtilega í fólk og hefur fylgt mér æ síðan sem eitthvað sérstakt ákvæði sem ég hafi fengið. Fólk túlkar það oft á klúran hátt en líka bara á þann hátt sem það vill.“ – Það hefur allavega vakið athygli. „Já og það er kannski það sem skiptir máli, að vera svo- lítið lifandi og skemmtileg og láta á okkur bera.“ Öflugt tónlistarlíf í Bolungarvík – Nú hefur það verið skem- mtileg aukaverkun af því að þú varst ráðinn sem bæjar- stjóri að tónlistarlíf bæjarins hefur verið mjög ríkt á undan- förnum mánuðum. Þjóðþekkt- ir og meira að segja heims- þekktir listamenn hafa sótt Bolungarvík í meira mæli en ella, er það út frá þínum áhrif- um? „Það má nú ekki gleyma því að í Bolungarvík hefur verið mjög öflugt tónlistarlíf í mörg ár. Að tónlistarskóli sé starfandi í svona litlum bæ er alveg magnað, og að auki eru tveir tónlistarskólar á Ísafirði en tónlistarlíf á öllu svæðinu hefur verið mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Það hefur verið gaman að fylgjast með því alveg frá því að maður var patti. Hver man ekki eftir hljómsveitinni Kan? Hún kom nú úr Bolungarvík. En jú, en skal alveg játa það að ég hef rætt við tónlistarfólk og reynt að fá það til þess að koma. Ég hélt tónleika í Bol- ungarvík fyrst fyrir tveimur árum með Emiliu Torrini í Víkurbæ. Þá kynntist ég fólk- inu hér og komst að raun um að það var þyngra í vogum þá að halda tónleika á Ísafirði. Ég ætlaði fyrst halda þá þar en það var erfiðara og leitaði því næst til Bolungarvíkur og úr því urðu þessir fínu tónleik- ar sem viðstaddir munu aldrei gleyma. Það þarf ekkert allt að gerast á sama punktinum, þó að megnið af hlutunum gerist á Ísafirði þá erum við líka hérna allt um kring. Og sem dæmi má taka að á meðan Vagninn var og hét var þar að finna mesta lifandi tónlistarlífið á Vestfjörðum. Í Víkinni er mikið búið að vera að gerast og auðvitað reyni ég ef ég get það fyrir bæinn minn og svæðið allt að stuðla að auknu tónleikahaldi. Þeir tónleikar sem ég hef hald- ið hef ég eingöngu gert í þeim tilgangi en fyrirtækið Austur Þýskaland er í smá pásu hvað þetta varðar.“ Tónelsk fjölskylda – Þú stofnaðir líka hljóm- sveit stuttu eftir komu þína til Bolungarvíkur, ekki satt? „Jú, jú það er náttúrulega örlög hvers manns að stofna hljómsveit ef hann getur það. Það hefur verið þannig í mínu lífi að hvar sem ég er hef ég verið meðlimur í eins og einni hljómsveit. Konan mín fór líka í hljóm- sveit og hef ég mjög gaman af því. Mér leist nú reyndar ekk- ert á blikuna fyrst þegar hún tók upp bassagítarinn og vissi varla hvernig hann ætti að snúa. Hún náði ekki tóni úr gítarnum fyrir fjórum mánuð- um en spilaði svo á Aldrei fór ég suður á páskunum. Ég bara hálfskammaðist mín, hef spil- að á bassa á síðan á síðustu öld en hún þrjá mánuði. Ég sá þá að hæfileikarnir liggja hjá henni“, segir Grímur glettinn. – Þannig að öll fjölskyldan blómstrar í Bolungarvík. „Já, engin spurning. Svo er sonur minn fjögurra ára og er að læra á trommur. Dóttir mín er að læra á blokkflautu. Það er einmitt kosturinn við smæð- ina að maður tekur meira þátt í hlutunum. Í Reykjavík var þetta alltaf svo mikið vesen, maður þurfti að leita hluti uppi og það eru biðlistar. Hér er þetta mun aðgengilegra.“ Þú ert Vestfirðingur er það ekki? „Jú, ég er reyndar Vestfirð- ingur lengra aftur en dvöl mín í Bolungarvík segir til um. Forfeður mínir komu norðan af Ströndum og enduðu í Súðavík. Þar fæddist pabbi og langafi minn Grímur Jónsson var þar útgerðarmógúll á fyrri hluta síðustu aldar. Afi minn hét Magnús. Ég er því sannar- lega Vestfirðingur langt aftur í ættir. Benedikt Hermannsson bróðir Jóns Valgeirs Her- mannssonar langalangafa míns sendi sínar niðjar m.a. til Bol- ungarvíkur, þannig að ég sæmilega ættstór hér í Vík- inni,” segir Grímur brosandi. Nálægð og náttúra – Íbúaþing Bolvíkinga var haldið í febrúar, og þótti heppnast mjög vel, og það voru margar skemmtilegar hugmyndir sem þarna komu fram. „Já, þetta var mjög lifandi og gott þing. Við vorum á dögunum að fara yfir saman- tekt frá íbúaþinginu sem nú er orðin aðgengileg öllum sem áhuga hafa. Við erum núna að vinna tillögur úr því. Eitt af því sem lögð var áhersla á þinginu var að bæta aðkomu og móttöku innflytj- enda á svæðið og til Bolungar- víkur. Við erum vinna í því núna og við höfum gert samn- ing við félagsmálaráðuneytið varðandi þetta. Tillögurnar á að setja í verk- efnalistann hjá bæjaryfirvöld- um og láta þær verða að veru- leika, en ekki að halda þing til þess að gera ekki neitt. Síðan fór stór hluti af því sem fram kom á þinginu inn í aðalskipu- lag sem verið er að vinna núna. Leikurinn var til þess ætlaður að íbúar gætu sagt sína skoðun á bænum sínum. Það mun svo koma fram í tillögu að aðal- skipulagi sem lögð verður fram fyrir íbúa. Þá geta þeir metið það að þeir hafi tekið beinan þátt í að gera aðal- skipulagið í stað þess að bara einhverjir nefndarmenn hefðu gert það. Svo komu líka fram alveg stórkostlegar hugmyndir eins og kláfur upp á Bolafjall og Crazy town og þess háttar. Góður hluti þátttakenda voru börn og ungmenni og þau höfðu mjög skemmtilega og góða sýn á Bolungarvík. Þau sögðu manni hver hin raun- verulegu gæði staðarins eru. Þau töluðum mikið um nátt- úruna og nálægðina. Þetta er einmitt það sama og manni sjálfum finnst án þess að gera sér grein fyrir því. Börnin sjá þetta mun skýrar“, segir Grím- ur. „Ný tækifæri birtast gjarnan þegar staðið er á krossgötum og það er okkar að koma auga á þau og grípa. Það þarf að hlúa vel að frumkvöðlum og bjart- sýnu fólki. Hlutverk sveitarstjórna er að gera ramma og áætlanir sem eru öllum kunnar en bregðast síðan við óvæntum uppákomum þess á milli. Gagn- sæ stjórnsýsla skiptir öllu máli þegar byggja skal upp og snúa vörn í sókn.“

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.