Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 20078 STAKKUR SKRIFAR Það gladdi mig ... Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Guðrún nýr stöðvarstjóri RÚV Guðrún Sigurðardóttir, fréttamaður, hefur verið ráðin stöðvarstjóri Ríkisútvarpsins á Ísafirði. Eins og kunnugt er lét Finnbogi Hermannson forstöðumaður Svæðisútvarps Vestfjarða af störfum eftir 21 ár fyrir skemmstu. Var þá óvíst hver yrði ráðinn í stöðu hans. RÚV breyttist í opinbert hlutafélag 1. apríl og samkvæmt heimildum vefsins ríkti um tíma nokkuð óöryggi hvernig rekstri svæðisstöðvanna yrði hagað eftir það en hann heyrir nú undir Fréttastofu Útvarpsins. Leitað að framkvæmdastjóra Bolungarvíkurkaupstaður hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir hinn árvissa Mark- aðsdags Bolungarvíkur sem haldinn verður 7. júlí. Menningarráð lagði til að úthlutað yrði 350.000 kr. til verkefnisins og var það samþykkt í bæjarstjórn fyrir stuttu. Mark- aðsdagurinn er einn af þeim menningarviðburðum sem lifað hefur lengst í Bolungarvík fyrir utan þorrablót, sjómannadag og svo að sjálfsögðu þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní. Þrátt fyrir að einhver ár í sögu hans hafi hann fallið niður eða verið færður til, hefur síðustu árin skapast um hann hefð fyrstu helgina í júlí. Ekkert sem mælir gegn aukinni olíuskipaumferð kringum Vestfirði Allt að 80 þúsund tonna olíuflutningaskip gæti hæg- lega siglt um Vestfirði án telj- andi hættu að mati yfirmanns vaktstöðvar siglinga hjá Land- helgisgæslunni. Hann segir þó nauðsynlegt að uppfæra sjó- kort áður en af reglulegum siglingum verður. Áætlanir eru uppi um byggingu olíu- hreinsistöðvar í Dýrafirði. Slík stöð myndi kalla á mikla um- ferð olíuflutningaskipa. „Það er ekkert sem mælir gegn umferð olíuflutninga- skipa um Vestfirði,“ sagði Ás- grímur L. Ásgrímsson, yfir- maður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni, í sam- tali við visir.is. „Firðirnir fyrir vestan eru hreinir, þ.e.a.s segja í þeim eru engar grynningar, og þeir eru ekkert óaðgengi- legri en firðirnir fyrir austan.“ Ásgrímur segir þó nauðsyn- legt að uppfæra sjókort áður hægt verði að leyfa siglingar af þessu tagi þar. „Ég gerir ráð fyrir því að gerðar verði heilmiklar úttektir eins og gert var fyrir austan fyrir byggingu álversins í Reyðarfirði. En mér sýnist á öllu að svo lengi sem gætt er fyllsta öryggis ætti um- ferð olíuskipa um Vestfirði ekki að vera vandamál.“ Olíuhreinsistöð stangast á við stefnu Fjórð- ungssambandsins um stóriðjulausa Vestfirði Stefán Gíslason, umhverf- isstjórnunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri UMÍS ehf. En- vironice, segir að olíuhreinsi- stöð sem hugmyndir eru um að reisa í Dýrafirði hljóti að teljast til stóriðja, og því stang- ist áform um byggingu stöðv- arinnar á við þá stefnu Fjórð- ungsþings Vestfirðinga að Vestfirðir skuli vera stóriðju- laust svæði. Byggir hann nið- urstöðu sína á grófum útreikn- ingum á framleiðslumagni og orkuþörf sem finna má í grein þar sem hann dregur saman helstu umhverfisþætti í rekstri olíuhreinsistöðva. „Svo virðist sem skiptar skoðanir séu uppi um það hvort skilgreina beri umrædda olíuhreinsistöð í Dýrafirði sem stóriðju eður ei. Ekki virðist vera til nein opinber skilgreining á hugtakinu stór- iðja, en í Orðabók Menning- arsjóðs er orðið skýrt sem „verksmiðjuframleiðsla þunga- vöru í stórum stíl, stórfelld iðnaðarframleiðsla,“ segir í greininni. Í samantekt Stefáns kemur einnig fram að svifryksmeng- un frá umræddri stöð gæti orð- ið á bilinu 85-25.500 tonn á ári. Svifryk getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna og nægir í því sambandi að vísa til um- ræðu síðustu mánuði um svif- ryk frá umferð í þéttbýli hér- lendis. Í svifryki frá olíu- hreinsistöðvum er m.a. að finna þungmálma á borð við arsenik, kvikasilfur, nikkel og vanadíum. „Hafa ber í huga að olíu- hreinsistöðvar eru iðnaðar- svæði þar sem gríðarlegt magn hráefna og framleiðsluvöru er meðhöndlað. Ferlið sjálft er mjög orkufrekt og nýtir mikið af vatni. Starfseminni fylgir óhjákvæmilega losun úrgangs- efna í andrúmsloft, vatn og jarðveg. Hins vegar hafa mikl- ar framfarir í tækni og stjórnun stöðva af þessu tagi orðið til þess að draga mjög úr nei- kvæðum áhrifum stöðvanna á umhverfið. Olíuhreinsistöðvar eru að sjálfsögðu mismunandi hvað varðar framleiðslumagn og tegundir framleiðsluvöru. Í grófum dráttum er þó alltaf um svipað ferli að ræða. Þess vegna eru flestar stærðir varð- andi mengun frá venjulegum rekstri slíkrar stöðvar vel þekktar. Stærstu frávikin verða í upphafi nýrrar fram- leiðslu, eða þegar hafist er handa við vinnslu úr nýju hrá- efni, þ.e.a.s. áður en reynsla er fengin af viðkomandi hrá- efni eða ferli“, segir í saman- tektinni. – thelma@bb.is Ísland hefur stundum verið kallað land fyrirgreiðslunnar og hefur þótt gott að þekkja réttu stjórnmálamennina. Albert heitinn Guðmundsson var þar framarlega í flokki og hafði það fram yfir marga aðra að hann viðurkenndi þessa staðreynd. Í þeim efnum var hann ekki jafn óskammfeilinn og aðrir sem ekki vildu kannast við það að kippa mönnum fram fyrir í biðröðinni. Hann var vinur litla mannsins og hélt því á loft. Vera kann að aðrir en vinir hans hafi þokast aftur í röðinni þegar vinum var hjálpað. Lengi var það talið til æðstu gæða að þekkja réttu stjórnmálamennina sem gátu skaffað þegar mikið lá við. Upp voru settar stofnanir og sjóðir, Byggða- stofnun og Byggðasjóður, þar áður Framkvæmdasjóður og fleiri, til að auð- velda mönnum lífið. Réttu tengslin hjálpuðu til við að fá fyrirgreiðslu. Eitt sinn var allt skammtað á Íslandi og þá var nú gott að þekkja stjórnmálamann sem kippt gat í spottana þegar mikið lá við. Fræg er sagan af því þegar Her- mann Jónasson fékk úthlutað jeppa á nafni bónda sem leigði jörð af honum í Borgarfirði. Steingrímur Hermannsso svaraði því einu sinni í útvarpi að svona hafi lífið verið og þetta hafi verið eina ráðið til þess að fá jeppa af því þeim var úthlutað og ekki til nóg fyrir alla. Þar er kjarni málsins. Þegar heimsins gæði eru ekki nóg til þess að allir fái af þeim sem vilja þarf að minsta kosti í hinum vestræna heimi skiljanlegar og vel ígrundaðar reglur til að deila þessum takmörkuðu gæðum út. Eitt sinn réðu alþingismenn miklu um það hverjir fengu lán í viðskiptabönkum. Hver myndi vilja slíkt í dag? Vonandi enginn. Einhverjir vilja sjálfsagt taka upp þennan hátt. En þeir hljóta að vera fáir. Upplýst nútímafólk sættir sig ekki við þess háttar af- greiðslumáta. Í dag getur hvr sem er gengið inn í banka og hlotið málefnalegt mat eftir skýrum reglum um það hvort hann sé hæfur að mati bankans til að fá þar lán. Ætli ungt fólk á Íslandi vilji breyta þessu til fyrra horfs sem gilti fyrir þremur áratugum og fyrr? Svarið er örugglega nei. Nokkuð hefur verið fjallað um úthlutun réttinda sem mörgum eru mikilvæg að undanförnu. Íslenskur ríkisborgararéttur er dýrmætur og um það með hvaða hætti aðrir en íslenskir ríkisborgarar öðlast hann, gilda reglur sem færðar hafa verið í lög. Ung stúlka af erlendu bergi brotin, sem er unnusta sonar umhverfisráðherra fékk þennan rétt afhentan með lögum frá Alþingi um daginn. Hún var tekin fram yfir aðra sem líka vildu en fengu ekki. Að sjálfsögðu hefur hugsandi fólk staldrað við og spurt hvort þetta sé eðlilegt. En það getur tæpast verið svo. Alþingi þar að setja í lög reglur sem það getur farið sjálft eftir en ekki hafa óljósa heimild sjálfu sér til handa til að gera und- antekningar frá lögum, sem þar voru sett. Það er hinn stærsti þáttur þessa máls. Óheppilegt var að maður nátengdur umhverfisráðherra fengi ríkis- borgararétt á þannan hátt. En skiljanlegt var að umhverfisráðherra væri glað- ur. Málið var henni bæði tengt og skylt.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.