Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 200726
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Til sölu er Galloper í ágætis
standi. Verð ca. 150 þúsund kr.
Uppl. í síma 848 6042.
Á besta stað í Bolungarvík er til
leigu eða sölu ca. 244m² hús.
Stutt í skóla og leikskóla. Húsið
getur verið laust í júlí. Upplýs-
ingar í síma 869 1654.
Til sölu er 270m² einbýlishús
að Seljalandsvegi 75. Húsið er
6-7 herb. með bílskúr. Húsið er
mikið tekið í gegn en ennþá
óklárað. Nýjar skolplagnir, nýtt
rafmagn, hiti í gólfum, Halogen
lýsing og mikið útsýni. Neðri
hæðin hefur líka verið tekin í
gegn, en er ákláruð og býður
upp á mikla möguleika, jafnvel
auka íbúð. Tilboð óskast. Uppl.
í síma 867 0799 (Jónína).
Par með tvö börn vantar íbúð
til leigu á Ísafirði frá og með 1.
júlí. Reglusöm og auðveld í um-
gengni. Uppl. gefur Thelma í
síma 849 8699.
Til sölu er íbúð að Aðalstræti
27. Góð 143,7m² íbúð á góðum
stað. Uppl. í síma 865 5493.
Til sölu er árs gamall ísskápur
með tveimur frystiskúffum og
ársgömul. Uppl. í s. 820 8284.
Lítil Canon myndavél í leður-
hulstri tapaðist fimmtudaginn
26. apríl í grennd við Gamla
gistihúsið í Mánagötu. Finnandi
hafi samband í síma 825 6606.
Til sölu er vel með farið hunda-
búr. Uppl. í síma 456 5199.
Til sölu er Orbitek þjálfunar-
tæki. Uppl. í síma 456 8191.
Til sölu er svart, útskorið, antík
píanó frá Steinway, árg. 1886 í
góðu lagi. Uppl. í símum 456
4586 eða 862 8702.
Til sölu er Volvo GLE 850 árg.
1993, ekinn 161 þús. km. Uppl.
í síma 862 8225.
Til leigu er 4-5 herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Leigutími er frá
1. júní nk. Reglusemi áskilin.
Upplýsingar í síma 862 8702
og 456 4586.
Stórt tölvuskrifborð í horn frá
Húsgagnahöllinni fæst gefins.
Á sama stað fæst einnig gefins
hamstrabúr, gamall örbylgju-
ofn og ryksuga. Uppl. í síma
862 8702 eða 456 4586.
Til sölu er Riva Cold 180 frysti-
pressa. Mjög lítið notuð. Tilboð
óskast. Nánari upplýsingar gef-
ur Önundur í síma 899 7098.
Til leigu er 2ja hæða einbýlis-
hús í Bolungarvík. Nýuppgerð
neðri hæð með gólfhita, tvö
baðherbergi, 5 svefnherbergi,
tvær stofur, þvottahús og vel
hirtur garður með matjurta-
garði. Upplýsingar gefur Ylfa
Mist í síma 895 8507.
Alls svöruðu 404.
Já sögðu 199 eða 49%
Nei sögðu 205 eða 51%
Spurning vikunnar
Hefur þú kynnt þér hug-
myndir um leiðir til að
styrkja atvinnulíf á
Vestfjörðum?
Vill stórbættar lausnir á mál-
efnum aldraðra og öryrkja
– Ertu búinn að ákveða
hvaða flokk þú ætlar að kjósa?
„Nei, enginn þeirra hefur
náð að heilla mig ennþá.“
– Ertu sáttur við ríkisstjórn-
ina?
„Nei, alls ekki. Hún er ekki
búin að standa sig í stykkinu,
hvorki fyrir okkur Vestfirð-
inga né gamla fólkið.“
– Hvaða breytingar viltu
sjá?
„Ég vil sjá stórbættar lausnir
á málefnum aldraðra og ör-
yrkja og bættar samgöngur á
Vestfjörðum.“
– Hefur þú kynnt þér hug-
myndir Vestfjarðanefndarinn-
Nafn: Benedikt Hreinn Einarsson.
Aldur: 23.
Hjúskaparstaða: Ég á sambýlisketti.
Börn: Sjá ofan.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Starf: Verslunarstjóri í BT Ísafirði.
Áhugamál: Söngur, íþróttir, útivera og börn.
Hverjir eiga að borga fyrir háskólanám, þeir sem
stunda það eða þeir sem stunda það ekki? Þeir eiga að
borga námið sem stunda það, en hinsvegar eiga allir að
hafa sömu tækifæri til náms, og því verður lánakerfið að
vera gott.
ar?
„Já, ég renndi yfir þetta um
daginn í einhverju fréttablaði.
Mér finnst margar hugmynd-
irnar góðar og gildar, en þær
eru ekki allar nýjar og hafa
margar komið fram áður. Ég
hefði viljað sjá fleiri og betri
hugmyndir.“
– Ertu búinn að skipuleggja
sumarfríið?
„Já, ég er búinn að því. Ég
ætla að vera í fríi í sumar,
grilla, drekka bjór og hafa það
notalegt. Svo ætla ég að skella
mér á Hróarskeldu og ganga
um Hornstrandir og fleira.“
– Hvað finnst þér um fram-
lag Íslendinga í Júróvisjón og
hvernig heldurðu að okkur
muni ganga?
„Mér finnst þetta hið fínasta
lag, flottur söngvari með
fallegt hár. Ég held að við
komumst upp úr undanúrslita-
keppninni og lendum í 9. sæti
í aðalkeppninni. Serbar eiga
síðan mestan séns á að vinna
sjálfa keppnina, þeir eru með
ansi gott lag.“
– Ertu búin að ákveða
hvaða flokk þú ætlar að
kjósa? Nei.
„Ertu sátt við ríkisstjórn-
ina? Nei, ekkert svakalega.
Mér finnst hún ekki hafa
réttu áherslurnar.“
– Hvaða breytingar viltu
sjá? Ég vil að tekið verði
strangar á málefnum inn-
flytjenda og slakað á í virkj-
anaframkvæmdum.
– Hefur þú kynnt þér
hugmyndir Vestfjarða-
nefndarinnar?
„ Nei.“
– Ertu búinn að skipu-
leggja sumarfríið?
„Já og nei, ég verð alla-
vega hér fyrir vestan og geri
ekki ráð fyrir að fara til út-
landa.“
– Hvað finnst þér um
framlag Íslendinga í Júró-
visjón og hvernig heldurðu
að okkur muni ganga?
„Ég held að framlagið sé
sterkt, en ég hefði frekar
viljað sjá lagið Þú tryllir
mig, í flutningi Hafsteins
Þórólfssonar fara út. Ég er
samt ekki ósátt við Eirík.
Ég veit ekki hvort við vinn-
um, en ég vona það sannar-
lega.“
Júróvisjónlagið
hvorki fugl né fiskur
Vona að við vinn-
um Júróvisjón
– Ertu búinn að ákveða
hvaða flokk þú ætlar að kjósa?
„Nei.“
– Ertu sáttur við ríkisstjórn-
ina?
„Nei.“
– Hvaða breytingar viltu
sjá?
„Ég vil sjá breytingar í
byggðamálum.“
„Hefur þú kynnt þér hug-
myndir Vestfjarðanefndar-
innar?
– Ég verð nú viðurkenna
það ap ég hef ekki gert það
gaumgæfilega.“
– Ertu búinn að skipuleggja
sumarfríið?
„Nei, nei ég geri það aldrei.“
– Hvað finnst þér um fram-
lag Íslendinga í Júróvisjón og
hvernig heldurðu að okkur
muni ganga?
„Ég held að okkur muni
ganga eins og alltaf, og komast
ekkert áfram. Lagið finnst mér
vera hvorki fugl né fiskur.“
Nafn:
Guðrún Jónsdóttir
Aldur: 47 ára
Hjúskaparstaða:
Gift
Börn: 2 börn
Stjörnumerki:
Vatnsberi
Starf: Söngkona
Áhugamál:
Skútusiglingar.
Hvort myndir þú vilja
vera Evróvisjónfari eða
Evrópumeistari?
Ég myndi frekar vilja
vera Evrópumeistari.
Nafn: Marta Sif Ólafsdóttir.
Aldur: Tvítug.
Hjúskaparstaða: Á lausu.
Börn: Nei.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Starf: Ég vinn í Blómaturninum og á Langa Manga
Áhugamál: Tónlist, kaffi, leiklist og bjórdrykkja.
Ef þú mættir vera í öðru stjörnumerki, hvaða
stjörnumerki myndi það vera? Ég myndi vilja vera
ljón, mér finnst þau ljón sem ég hef komist í kynni við
mjög skemmtileg, og það er sagt að ljón og sporð-
drekar séu frekar lík merki, þó að þau eigi kannski illa
saman.
Blogg Hlyns Þórs Magnússonar
http://maple123.blog.is/blog/maple123
Ekki skil ég vefauglýsingar Framsóknarflokksins, sem blasa við á forsíðunni á Moggabloggi. Slagorðið sosum
ágætt: Árangur áfram - ekkert stopp. En það er þetta með græna kallinn. Hann birtist vinstra megin og
rennur inn á miðjuna. Afturábak. Og stoppar. Svo heldur hann áfram til hægri - öllu heldur áfram afturábak,
eða þannig - og hverfur þar. Af hverju stangast þetta svona á við slagorðið? Græni kallinn fer afturábak en
ekki áfram. Og stoppar. Ef þetta er raunverulegur framsóknarkall, þá væri út af fyrir sig ekkert athugavert þó
að hann héldi kyrru fyrir á miðjunni. En að hann skuli svo fara burt af miðjunni og til hægri ...
Ertu orðin(n)
áskrifandi?
Síminn er
456 4560