Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 27

Bæjarins besta - 03.05.2007, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 27 Tilboð óskast Tilboð óskast í fjölbýlishúsið að Múla- landi 14 á Ísafirði. Í húsinu eru 10 íbúðir í útleigu. Afstaða til tilboða verður tekin 14. maí nk. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu okkar. Fasteignasala Vestjarða Hafnarstræti 19, Ísafirði Sími 456 3244 – eignir@fsv.is www.fsv.is Sælkeri vikunnar er Hugrún Magnúsdóttir frá Vigur Lambapottréttur og rommkúluís Sælkeri vikunnar býður upp á lambapottrétt og rommkúlu- ís. Pottréttinn segir hún að gott sé að bera fram með hvítlauks- brauði og hrásalati. Um er að ræða ljúffenga máltíð sem allir kunna að meta. Eftirrétturinn er einfaldur en gómsætur og ættu enginn rommkúluunn- andi að vera svikinn af honum. Lambapottréttur 1 kg lambagúllas 1 stór laukur brytjaður gróft 2 hvítlauksrif 1 dós tómatar brytjaðir 4 dl vatn 1 stór teningur nautakraftur 2-3 msk tómatmauk ½ tsk Timjan ½ tsk oregano 2 lárviðarlauf 3-2 stk gulrætur 6-8 stk kartöflur Gúllasið kryddað með salti og pipar snöggsteikt á pönnu við góðan hita, sett í eldfast form eða steikarpott. Laukur léttsteiktur á pönnu, öllu nema gulrótum og kartöflum bland- að saman við laukinn og suðan er látin koma upp. Þessu er því næst hellt yfir gúllasið lok eða álpappír settur yfir og inn í ofn við 180°C í 1 klst. Því næst er brytjuðum kartöflum og gulrótum bætt út í og látið malla í u.þ.b 40 mín í viðbót án loks. Tilvalið er að þykkja soðið með jafnara. Rommkúluís 4 msk sykur 3 stk eggjarauður 2 stk eggjahvítur ½ l þeyttur rjómi ½ dolla rommkúlur Sykur og egg þeytt þar til það er létt og ljóst. Rommkúl- ur eru settar í poka og þar næst í frysti þar til þær verða kaldar. Barðar með kökukefli og settar í rjómann. Öllu blandað saman og fryst. Ég skora á Magnús Salv- arsson og Nínu Dís Ólafsdótt- ur á Ísafirði að vera næstu sælkerar. Ferð um hálendið í sumarfríinu Nafn: Þorbjörn Sveinsson Aldur: 55 ára Hjúskaparstaða: Giftur Börn: 4 börn Stjörnumerki: Bogamaður Starf: slökkviliðsstjóri Áhugamál: Ég spila golf og starfið mitt er mitt helsta áhugamál og svo auðvitað fjölskyldan. Hvort myndir þú vilja vera Evróvisjónfari eða Evrópu- meistari? Ég myndi vera Euróvisjónfari hefði ég rödd en það væri nú alltaf gaman að vera Evrópumeistari í fótbolta. – Ertu búinn að ákveða hvaða flokk þú ætlar að kjósa? „Já, en ég gef það ekki upp. Ég á það bara við mig.“ – Ertu sáttur við ríkisstjórn- ina? „Já ég hef verið það.“ – Hvaða breytingar viltu sjá? – Ekki myndað mér neina skoðun „Hefur þú kynnt þér hug- myndir Vestfjarðanefndar- innar? – Nei ekki nógu mikið, ég hef ekki komist í þessi gögn ennþá.“ – Ertu búinn að skipuleggja sumarfríið? „Já í svona stórum dráttum, ég ætla að skeppa eina viku til Spánar í lok maí og svo í sumarfríinu ætla ég í ferð um hálendi Íslands.“ – Hvað finnst þér um fram- lag Íslendinga í Júróvisjón og hvernig heldurðu að okkur muni ganga? „Mér líst ágætlega á það og held að okkur og gengi okkar verði á svipuðu róli og undan- farin ár. Við höfum nú fengið annað sætið þegar hún Selma keppti fyrir hönd Íslands og það væri nú gaman að fá það aftur.“ Þýsku fjölmiðlarnir sem sóttu Aldrei fór ég suður gefa hátíðinni allir bestu einkunn. Í nýjasta hefti Musik Woche sem er aðalviðskiptablað Þjóðverja um tónlist er fjallað um Pétur Ben og Lay Low sem hápunkt hátíðarinnar. Í heilsíðugrein um hátíðina og nýstofnaða Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar fjallar Dietmar Schwenger um hver- su öflug tónlistarsenan sé á Íslandi og segir ekkert lát á nýju efnilegu tónlistarfólki. Í framhaldinu mun Musik Woche gera ítarlega 4-5 síðna úttekt á íslensku tónlistarlífi sem birtist tveimur vikum fyrir Popkomm tónlistarráð- stefnuna. Þetta er í fyrsta skipti sem Musik Woche stendur að svo ítarlegri umfjöllun um ís- lenska tónlist. PopKomm fer fram í Berlín 18. -22. septem- ber nk. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) mun standa fyrir þjóðarbás á ráðstefnunni í fyrsta skipti. Anna Hildur Hildibrands- dóttir framkvæmdastjóri ÚTÓN segir mjög mikið að gerast í Þýskalandi. „Bæði Benni Hemm Hemm og Sea- beer eru á samningi hjá Morr Music. Nýstofnað fyrirtæki sem kallast 8mm var stofnað út frá bar þar sem Íslendingar hittast mikið er að vinna með Singapore Sling og ET Tuma- son. Fyrirtækið Freibank gerði nýverið samning við hljóm- sveitina Sign og svo má lengi telja. Stærri bönd á borð við Gus Gus og Múm eiga þegar miklu fylgi að fagna í Þýska- landi og það virðist vera óþrjótandi áhugi á bæði ís- lensku tónlistarfólki og ís- lenskum tónlistarhátíðum. ÚTÓN mun því athuga hvern- ig þessum áhuga verður best fylgt eftir. Einn liður í því er að standa veglega að Pop- Komm en við erum líka að skoða verkefni sem myndu ná til lengri tíma og greint verður frá síðar.“ Sérstök úttekt á Al- drei fór ég suður Í frétt frá AP sem send var á allar fréttaveitur í Þýskalandi er tekið í sama streng og hjá Musik Woche og sagt að það sé ekki bara Geysir sem gjósi heldur sé allt að sjóða upp úr í tónlistarlífinu. Sérstök þriggja blaðsíðna úttekt verður síðan í einu stærsta tímariti Þýska- lands sem nefnist Fokus þar sem fjallað verður um tónlist og ferðalög með Aldrei fór ég suður sem útgangspunkt. Greinin birtist í 20. töluhefti tímaritsins sem kemur út 9. maí nk. Henrik Hohl blaða- maður Fokus sagði að upphaf- lega hefði hann verið sendur til að gera eina blaðsíðu um hátíðina hins vegar hafi rit- stjórinn hans heillast svo að frásögninni að hann hafi ákveðið að gefa honum meira pláss til að segja frá bæði því helsta sem heillaði hann á Aldrei fór ég suður og einnig öðrum möguleikum til að upp- lifa tónlist á ferðalögum um Ísland. Henrik segist hafa heillast sérstaklega af Pétri Ben, Lay Low og Skúla Sverrissyni þegar hann dvaldi á Íslandi og er ákveðinn í að koma aftur. Íslensk tónlist gýs upp í Þýskalandi Landsbankahlaupið endurvakið Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans verður hið sögufræga Landsbankahlaup endurvakið laugardaginn 5. maí. Hlaupið verður haldið með samræmdu sniði um allt land þ.e. á einum stað á höfuðborgarsvæðinu, í Laugardalnum og við 21 útibú bankans á landsbyggðinni þar með talið á Ísafirði. Öll börn á aldrinum 10-13 ára tekið þátt í hlaupinu, hvar sem er á landinu. „Landsbankahlaupið var fyrst haldið á 100 ára afmæli bankans árið 1986 og svo árlega eftir það í 14 ár. Muna eflaust margir eftir því en hlaupið naut alltaf mikilla vinsælda því á hverju ári hlupu nokkur þúsund börn á öllu landinu og kepptu sín á milli af mikilli alvöru. Það er því með mikilli ánægju sem við endurvekjum það aftur á táknrænan hátt en sú hugmynd var verðlaunuð í hugmyndasamkeppni sem haldin var meðal starfsmanna Landsbankans í fyrra í tengslum við afmælisárið“, segir í tilkynningu. Horfur á föstudag: Útlit fyrir skammvinna norðanátt með snjókomu eða slyddu fyrir norðan, en yfirleitt bjart sunnanlands. Horfur á laugardag: Austanátt og vætusamt en úrkomulítið norðvestanlands. Horfur á sunnudag: Austanátt og vætusamt en úrkomulítið norðvestanlands. Horfur á mánudag: Austanátt og vætusamt en úrkomu- lítið norðvestanlands. Helgarveðrið

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.