Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 3 helmingi fleiri atkvæði en sá sem varð í öðru sæti. Áður hafa fengið nafnbótina Vestfirðingur ársins þau Arna Sigríður Albertsdóttir (2007), Sunneva Sigurðardóttir (2006), Sigríður Guðjónsdóttir (2005), Örn Elías Guðmundsson – Mugison (2004), Magnús Guð- mundsson (2003), Hlynur Snorra- son (2002) og Guðmundur Halldórsson (2002). Egill tók við viðurkenningu í tilefni útnefningarinnar á laug- ardag sem og eignar- og farand- grip sem smíðaður er af Ísfirð- ingnum Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið. Aðstandendur valsins á Vestfirðingi ársins 2008, Gull- auga á Ísafirði, hugbúnaðar- fyrirtækið Eskill hf. í Reykjavík og fréttavefurinn bb.is, þakka lesendum þátttökuna og óska þeim velfarnaðar á árinu 2009. Egill með viðurkenningarnar ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Guðjónsdóttur. Í öðru sæti í vali á Vestfirðingi ársins 2008 varð Önundur Hafsteinn Pálsson á Flateyri, stofnandi og eigandi upptöku- versins Tanksins í Önundarfirði. Í þriðja sæti varð Þorbjörn Stein- grímsson á Garð- stöðum í Ísa- fjarðardjúpi Í fjórða sæti varð Sigrún Pálmadóttir, sópransöngkona frá Bolungarvík. Í fimmta sæti varð Matthildur Helga- dóttir, framkvæmda- stjóri á Ísafirði. Fasteignamat lækkar um 5% í Ísafjarðarbæ Matsverð fjölbýlishúsa og fjölbýlishúsalóða lækkar um 5% í Ísafjarðarbæ á þessu ári. Sömu- leiðis lækkar matsverð á Sel- tjarnarnesi, í Garðabæ og í Hafn- arfirði en í Reykjavík og Kópa- vogi hækkar það um 5%. Fast- eignamat íbúðarhúsa- og lóða, atvinnuhúsa og atvinnulóða á höfuðborgarsvæðinu verður óbreytt á næsta ári að því er fram kemur á ruv.is. Þetta á einnig við um sams konar hús- næði í Reykjanesbæ, Akureyri og Egilsstöðum. Hins vegar hækkar matsverð þessara lóða um 10% á stöðum eins og Garði. Stykkishólmi, Siglufirði, Dal- vík og Vestmannaeyjum. Töluvert færri fasteignir í sér- býli hafa selst á undanförnum tólf mánuðum á Ísafirði, en tólf mánuðina þar á undan, sam- kvæmt verðsjá Fasteignamats ríkisins. Á síðasta ári seldust 18 fasteignir í sérbýli, en árið þar á undan seldust 41 sams konar fasteign. Svipað er uppi á ten- ingnum hvað varðar fasteignir í fjölbýli. Í fyrra seldust 35 fast- eignir í fjölbýli samkvæmt verð- sjánni, en einungis 14 í ár. Verðsjá fasteigna birtir upp- lýsingar um verð íbúðarhús- næðis samkvæmt kaupsamn- ingum. Upplýsingar um verð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélög- um með færri en 10 kaupsamn- inga á árinu 2000 birtast ekki. 410 við nám hjá MÍ á vorönn Rúmlega fjögur hundruð nemendur verða við nám við Menntaskólann á Ísafirði á vor- önn. Í dagskóla verða 269 og þar af 84 í iðnnámi eða 31%. Nýnemar eru þrettán, eða mun fleiri en áður. Fjórtán nemendur eru að koma aftur eftir hlé frá námi. Í dreifnám eru innritaðir 47 nemendur og þar af þrír grunnskólanemar. Í kvöldskóla MÍ eru tveir hópar, ellefu nem- endur í samfélagstúlkun og níu í iðnmeistaranámi. Til viðbótar eru 70 grunnskólanemar af norðanverðum Vestfjörðum sem hafa valið milli fimm verk- námsgreina. Um tugur nemenda sem voru við nám á haustönn, hafa ekki skráð sig á vorönn, en reiknað er með að þeir haldi áfram í námi. Aðspurður segir Jón Reynir Sigurvinsson, skóla- meistari MÍ, skólann geta tekið við nærri öllum sem sóttu um. „Það er hugsanlegt að ein- hverjir hafi sótt um nám sem er ekki í boði hjá skólanum. Í ör- fáum tilvikum er staðan þannig að í einstökum áföngum er orðið fullt en það hefur ekki með inn- ritunina að gera því við getum tekið við öllum en það er ekki víst að þeir geti fengið alla þá áfanga sem þeir biðja um,“ segir Jón Reynir. Hann segir skólann vera fara yfir innritun fyrir dreif- nám og hvort þau geti boðið upp á alla áfanga sem skólinn var með auglýsta. „Við erum bara í uppgjörsvinnu hvað það varðar,“ segir Jón Reynir. Menntaskólinn á Ísafirði. Ísafjörður.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.