Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Margir byrja nýja árið á átaki og ætla að snúa til heilbrigðari lífs- hátta eftir gegndarlaust átið yfir hátíðirnar. Þeir eru ófáir sem hafa strengt þess heit á nýárinu að koma sér í form og losna loks við óæskilegu aukakílóin. Líkamsræktarstöðvar fyllast fyrsta mánuðinn á árinu en heimsóknum fer síðan óðum fækkandi því fáir halda út í átakinu. Bæjarins besta leitaði svara við því af hverju svo margir gefast upp og hvaða góðu ráð er gott að hafa að leiðarljósi þegar fyrstu skrefin til heilbrigðara lífernis eru stigin. Einkaþjálfarinn Árni Ívar Heiðarsson sat ekki á svörunum. –Hvaða ráð gefur þú fólki sem ætlar að taka á því eftir jólaslen- ið? „Það er langbest að byrja á því að velja sér hreyfingu sem við- komandi finnst skemmtileg. Hvort sem það er að synda, ganga eða hvað sem er. En kosturinn við líkamsræktarstöðvar er sá að það er hægt að gera svo fjölbreytta hluti þar. Það er hægt að lyfta lóðum, hlaupa, hjóla og ýmislegt fleira. Einnig er það ekki vit- laus hugmynd að fá sér þjálfara til að koma sér af stað. Þeir geta hjálpað manni við að setja sér raunhæf markmið og kenna manni réttu handtökin. Svo skiptir miklu máli að finna jafnvægi milli hreyfingar og matarræðis. Þessar gullnu reglur þekkja flestir; að drekka meira vatn, hreyfa sig meira, passa sykurinn og borða reglulega og hollar máltíðir, meðal annars meira grænmeti og ávexti. Ég myndi segja að fimm lykilatriði þess að ná árangri séu hreyfing, rétt mataræði, hvíld, vellíðan og gleði. Það að hreyfa sig hefur alveg gríðarlega góð áhrif bæði á lík- amlega og andlega heilsu. Manni líður mikið betur, ekki síst í skammdeginu og þegar neikvæðar fréttir dynja á manni eins og á seinnihluta þessa árs. Það skiptir líka miklu máli að sleppa ekki morgunverðinum og hafa skammtana hóflega. Fólk þarf að setja sér markmið, skrifa þau niður, búa til plan og skuldbinda sig til að standa við það. Og svo er bara að vera þolinmóður og jákvæð- ur. Streita getur verið mjög slæm þegar maður er að reyna koma sér í form svo það er um að gera að reyna af fremsta megni að njóta lífsins og hafa gaman af því sem maður er að gera.“ – Nú fyllast líkamsræktarstöðvar vanalega strax eftir áramót en smátt og smátt fækkar í þeim aftur og fólk gefst upp. Af hverju heldurðu að það stafi? „Óþolinmæði. Líka það að fólk hefur ekki sett sér skýra stefnu. Maður verður að átta sig á því hvað mann langar að gera til dæmis í sumar. Maður þarf að finna sér markmið, hvort sem það er að hlaupa Óshlíðarhlaupið, upp í Naustahvilft eða missa 10 kg. Allt er hægt ef fólk setur sér þriggja til fjögurra mánaða markmið. Góðir hlutir gerast hægt og það er ekki nóg að æfa í mánuð og hætta svo. Maður þarf að tileinka sér breyttan lífstíl og þá er allt hægt. Það hefur ekkert upp á sig að byrja að æfa í janúar og ætlast til að missa 10 kg strax, það bara gerist ekki þannig. En það er hægt að ná flottum árangri ef maður byrjar í janúar og setur sér markmið fram í júní. Segjum sem svo að viðkomandi missi 2,5 kg á mánuði þá missir hann 12,5 kg á fimm mánuðum sem er nátt-úrulega mjög gott. Svo eru nú ekki allir sem vilja eða þurfa að grenna sig. Sumir þurfa að auka þol og bæta heilsuna, það eykur vellíðanina. Stúdíó Dan er orðin mjög flott stöð og mikið komið af nýj- um tækjum og við reynum að bjóða upp á sem besta þjónustu. Mjög gott er því að æfa þar og því ekki eftir neinu að bíða að hressa sig við á nýju ári með reglu- legri hreyfingu. Þar getur fólk líka haft samband við mig ef það vill fá einhverja aðstoð. Þótt það sé ekki nema smá spjall um hvernig best sé að ná sínum markmið- um. Aðalatrið- ið er bara að byrja.“ Lífs stíll Lykilatriði að setjasér raunsæ markmið Kjarninn eftir Pétur Tryggva Meðal sýningargripa á hinni árlegu listsýningu og listakaup- stefnu COLLECT í London á nýliðnu ári var silfurskálin Kjarni eða Core eftir Pétur Tryggva silfursmið á Ísafirði. Arkitektinn heimsfrægi Sir Norman Foster keypti skálina og hefur hana í kastala sínum í Sviss ásamt öðrum listaverkum og listmun- um sem hann hefur safnað. Á forsíðu netkynningar COLL- ECT fyrir næstu sýningu á kom- andi vori er stór mynd af Core sem helsta aðdráttarafli síðustu sýningar. Pétur Tryggvi Hjálmarsson er Ísfirðingur að uppruna en fluttist ungur til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði nám í gull- og silfursmíði. Fyrstu sýn- ingu sína hélt hann í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1979 en allt frá þeim tíma hafa verk hans verið á fjölmörgum listsýning- um víða um lönd. Árið 1981 hélt hann til Kaupmannahafnar til frekara náms í listgrein sinni næstu árin. Hann sneri síðan aftur heim til Íslands en gerði stuttan stans og settist að í Kaupmannahöfn árið 1988. Þar var hann búsettur allt til 2001 þegar hann fluttist á æskuslóð- irnar á Ísafirði, þar sem hann hefur haft vinnustofu sína síðan. Um þessar mundir vinnur Pét- ur Tryggvi að því að koma sér upp annarri vinnustofu í Kaup- mannahöfn enda er honum fé- lagsskapurinn þar náinn. Hann hefur í mörg ár verið félagi í hinu fámenna og lokaða gildi danskra silfursmiða og raunar eini útlendingurinn í þeim fé- lagsskap. Hann hyggst samt hafa vinnustofu sína á Ísafirði áfram og koma heim til ein- hverrar dvalar öðru hverju. Pétur Tryggvi hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, allt frá Íslandi og Danmörku til Japans. Fyrir tveimur árum hlaut hann nafn- bótina bæjarlistamaður Ísafjarð- Hönnun mín arbæjar. Aðferðina við smíði silfur- skála í ætt við Kjarnann eða Core þróaði Pétur Tryggvi sjálf- ur á nokkrum undanförnum ár- um. Hráefnið er silfurplata og einu verkfærin eru hamar og steðji þar sem hann formar silfrið með óteljandi fíngerðum höggum. Sjálfur sagði hann reyndar eitt sinn að Kjarninn væri smíðaður með 400 gramma hamri og óendanlegri þolin- mæði. Þegar Pétur Tryggvi hófst handa við skálina árið 2007 var hann með í höndunum átta kílóa ferhyrnda silfurplötu, 40 cm á kant og 5 mm á þykkt. Nokkrum mánuðum síðar var verkið fullgert.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.