Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Vestfirðingur ársins 2008 er Egill Kristjánsson, sjómað- ur á Suðureyri við Súganda- fjörð. Hann er fæddur sumar- ið 1920 og því orðinn 88 ára og hálfu ári betur. Sá sem þetta færir í letur talaði við Egil í síma núna eftir áramótin þegar niðurstaðan í kosning- unni um Vestfirðing ársins lá fyrir, en við höfum aldrei hist og aldrei talast við áður. Ekki var að heyra á rödd- inni í símanum á nokkurn hátt að þar væri maður allmjög við aldur. Egill er léttur í tali og rómurinn þróttmikill og skýr. Í samtali okkar kom fram, að honum hefði aldrei orðið misdægurt á lífsleiðinni og hann hefði aldrei misst úr vinnu. Samt er samfelld starfsævi hans orðin fullir þrír aldarfjórðungar og jafnvel rúmlega það. Geri aðrir betur. segir hann. Foreldrar Egils voru Guðrún Stefanía Ólafsdóttir (1890- 1978) og Kristján Kristjánsson lóðs á Ísafirði (1883-1969), al- kunnur maður vestra á sinni tíð. Þess má geta, að slysavarna- skýlið Kristjánsbúð á heiðinni milli Önundarfjarðar og Súg- andafjarðar var kennt við hann. Fimmtán ára á útilegu undir Jökli Lengst af ævinni hefur Egill verið búsettur á Suðureyri. Þangað fluttist hann frá Ísafirði árið 1947, liðlega hálfþrítugur að aldri eða fyrir rúmum sextíu árum. Áður hafði hann verið sjómaður á Björnunum, Sam- vinnufélagsbátunum á Ísafirði, lengi á Auðbirni og Gunnbirni. „Ég byrjaði að fara á útilegu undir Jökul fimmtán ára gamall. Var samt byrjaður á sjónum fyrr og hef eiginlega verið við sjóinn síðan ég man eftir mér“, segir hann. Og það er hann enn. Vistin á útilegubátunum þegar Egill Kristjánsson var ungur þótti ekki sérlega ljúf. „Það var gantast með það“, segir hann, „þegar menn heyrðu að einhver gerði einhverja skömm af sér fyrir sunnan, að það væri góð refsing á hann að senda hann bara einn túr á útilegu undir Jökul. Það þótti nú ekki gott að vera á fjörutíu tonna bát á útilegu undir Jökli.“ Aldrei lent í sjávarháska Þegar Egill er spurður hvort hann hafi nokkurn tímann lent í sjávarháska, þá hlær hann og Hef bara unnið mína vinnu Þegar Egill var beðinn um svolítið spjall fyrir Bæjarins besta tók hann því að vísu af ljúfmennsku en kvaðst hafa frá ósköp litlu að segja. Og þegar hann er spurður hvað honum finnist um valið á honum sem Vestfirðingi ársins lætur hann sér eiginlega fátt um finnast. „Ég hef bara unnið mína vinnu um dagana. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af því þegar verið er að hengja einhverjar medalíur á fólk fyrir hitt og þetta sem ekkert er. Aftur á móti er ég jákvæður gagnvart því að verðlauna menn sem koma að björgun úr háska eða slíku. En ég held að það þurfi ekki að verðlauna menn fyrir að vinna sína vinnu.“ Fjölskylda og uppruni Og þegar Egill er spurður um stórviðburði á langri ævi eru svörin mjög á svipaða lund. „Það hefur ekkert merkilegt skeð á minni ævi. Það hefur bara allt gengið vel. Ég á yndis- leg börn og konu og tengdabörn og barnabörn. Þetta er allt ind- ælisfólk. Við höfum aldrei þurft að hafa neinar áhyggjur af okkar börnum. Ég hef verið lánsamur maður í lífinu. Það finnst mér að minnsta kosti. Ég vil líka þakka minni konu fyrir það. Hún á mikinn hlut í því. Ef manni líður vel og engar áhyggjur og engin leiðindi, þá tórir maður þetta. Við höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af neinu.“ Egill er fæddur á Ísafirði 17. júlí 1920. Þar ólst hann upp og átti heima framan af ævi. „Við áttum lengi heima í Sólgötu 2“, L Egi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.