Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 15
Vornámskeið
Vornámskeiðin eru að hefjast. Fjölbreytt
námskeið í boði. Munið að skrá ykkur.
Nánari upplýsingar og skráning á nám-
skeiðin er á www.frmst.is eða með tölvupósti
á netfangið frmst@frmst.is eða í síma 456
5025.
Athugið möguleika á endurgreiðslu nám-
skeiðagjalds hjá stéttarfélögum.
„Ekki vegfarenda að meta hvort
lögreglan mætir á vettvang“
Jeppabifreið fór út af veginum
um Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi
um kl 13 á föstudag. Fjórir voru
í bílnum og segir einn þeirra,
Sigurvin Guðmundsson, farir
sínar ekki sléttar eftir útafakst-
urinn, en hann var þar á ferð
ásamt systur sinni, mági og fjór-
tán mánaða gamalli systurdóttur
sinni. „Bíllinn byrjaði að rása
til á veginum og kastaðist síðan
af veginum og endaði á stóru
grjóti niður í fjöru. Bíllinn var
ekki langt frá því að velta niður
í sjó og vorum við ekki nema
hálfan metra frá sjónum þegar
hann staðnæmdist á grjótinu,“
segir Sigurvin. Hann telur að
þau hefðu slasast illa, hefðu þau
ekki verið á svo góðum og
traustum bíl. „Við komumst öll
út úr bílnum og það slasaðist
enginn alvarlega en við vorum
frekar lemstruð. Systir mín var
marin eftir beltið og mágur minn
var slæmur í bakinu. Svo þegar
við vorum búin að átta okkur á
þessu, hringdi mágur minn í lög-
regluna en hún vildi ekki koma
á slysstað. Hún sá ekki tilgang í
að mæta,“ segir Sigurvin.
Sigurvini finnst háttarlag
lögreglunnar einkennilegt.
„Mér finnst það afar furðulegt
að lögreglan skuli ekki hafa
komið til okkar þegar þessi staða
kom upp. Móðir mín hringdi í
lögregluna þegar hún frétti af
þessu og var frekar ósátt með
vinnubrögð þeirra. Lögreglan
staðfesti við hana að við hefðum
tilkynnt slysið og sagði okkur
hafa verið þrjú í bílnum en
reyndin var að við vorum fjögur
í bílnum,“ segir Sigurvin. Hann
segir það eina sem þau gátu gert
var að fá far með bílum sem
höfðu stoppað hjá þeim. Systir
hans og dóttir hennar fengu far
með Skarphéðni Gíslasyni,
skipstjóra á Ísafirði, og mágur
Sigurvins fékk far rétt á eftir og
komust þau til Hólmavíkur þar
sem þau fengu far til Reykja-
víkur.
„Þetta er ósatt hjá honum,“
segir Önundur Jónsson, yfir-
lögregluþjónn á Ísafirði. Hann
segir að aðilanum sem tilkynnti
um slysið hafa verið boðið
aðstoð lögreglu frá Hólmavík
því þaðan sé styttra til Mjóa-
fjarðar. „Þá sagðist hann vera
búinn að gera ráðstafanir og það
væri verið að flytja fjölskylduna
af vegfarendum sem áttu leið
hjá og hann sjálfur ætlaði að
fjarlægja verðmæti úr bílnum
og fá svo far. Slysið átti sér stað
í 140 kílómetra fjarlægð frá okk-
ur og 100 kílómetra fjarlægð
frá Hólmavík. Umferðaróhapp-
ið var tilkynnt til lögreglu kl
13:26 og ég átti sjálfur leið þarna
um hálf tólf leytið og var þar
fljúgandi hálka. Hefðu við sent
menn frá okkur hefði tekið
langan tíma að fara þangað
vegna hálku,“ segir Önundur.
Hann segir lögregluna ávallt
bjóða aðstoð í tilvikum sem
þessum. „Það er rætt við fólk
og því alltaf boðin aðstoð og ef
einhver alvarleg meiðsl eru á
fólki, förum við á staðinn, hvort
sem fólk biður um aðstoð eða
ekki. Þarna var hann búinn að
senda alla farþega frá sér og
lögreglan hafði þá ekkert að gera
á staðinn. Ef hann er að lenda í
óhappi um hálf tvö og lögreglan
fer á vettvang þá er hún í einn
og hálfan tíma á vettvang því
hún fer ekki með forgangi. Þeir
hefðu verið komnir inn eftir í
fyrsta lagi kl 15. Þá hefði mað-
urinn þurft að bíða eftir lögregl-
unni allan þann tíma í stað þess
að fá far. En ef hann hefði verið
meiddur hefðum við sent sjúkra-
bíl eins og skot og allt það sem
hægt er. Það er bókað hjá mér
tvívegis að manninum var boðin
aðstoð,“ segir Önundur.
„Burt séð frá þessum útskýr-
ingum, finnst mér að þeir eigi
ekki að bjóðast til að koma á
vettvang heldur eiga þeir hik-
laust að mæta á vettvang. Ef ég
væri að keyra undir áhrifum
áfengis og lenti í álíka slysi og
tilkynnti það til lögreglunnar.
Þeir spyrja mig svo hvort þeir
eigi að mæta á vettvang og ég
get þá fríað mig frá málinu með
því að afþakka alla aðstoð. Það
er ekki alltaf okkar að dæma
hvort lögreglan eigi að mæta á
vettvang eða ekki,“ segir Sigur-
vin Guðmundsson.
– birgir@bb.is
„Þetta þýðir að við þurfum
að svíkja samninga,“ segir Sæ-
mundur Kr. Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Skjólskóga á
Vestfjörðum, aðspurður um nið-
urskurð fjárveitinga frá ríkinu
til félagsins um 20% eða úr 57,6
milljónum króna í 46,1 milljón.
Sæmundur segir félagið hafa
verið viðbúið niðurskurði frá
ríkinu og hafi stoppað alla samn-
inga í október. „Við settum lok
á samninga og höfum ekki
skuldbundið okkur síðan í byrj-
un október. Við erum að senda
bréf til samstarfsaðila okkar um
að það verði frestun á verkefn-
um um óákveðinn tíma. Samn-
ingar sem eru þegar í gildi verða
það áfram og við leitum allra
leiða til að uppfylla þá. Við erum
með samninga um plöntukaup
upp á 350.000 plöntur að verð-
mæti um fjórtán milljónir króna.
Við þurfum því að skera niður
töluvert. Ég veit ekki hvar við
plöntum, ætli við plöntum ekki
bara á Arnarhóli,“ segir Sæ-
mundur.
Hann segir niðurskurðinn
réttmætan því framkvæmdin
telst ekki til neyðaraðstoðar. „Í
ljósi þess að verið sé að skera
niður þar sem ekki má, þá vorum
við tilbúin í þetta. Ég er hins
vegar mjög óhress með að ekki
skuli gæta samræmis í niður-
skurðinum. T.d. eru öll lands-
byggðarverkefnin skorin niður
um 20% en svo eru ný verkefni
eins og Hekluskógar sem fá
miklu minni niðurskurð. Þegar
skera á niður verða menn að
gera það en það verður að vera
einhver sanngirni í niðurskurð-
inum,“ segir Sæmundur. Hann
segir félagið hafa mótmælt
ósamræminu en þeim var sagt
að þau væru starfsmenn sem
ættu að hlíta honum. „Auðvitað
munum við gera það. Við eig-
um hins vegar að skila tillögum
að hallalausum rekstraráætlun-
um í janúar og ætli þær verði
ekki í samræmi við fjárlögin
sem verið er að ræða núna,“
segir Sæmundur.
Þurfa að svíkja samninga
Páll og Stefnir slá met
Ísfisktogarar Hraðfrysti-
hússins Gunnvarar hf., Páll
Pálsson og Stefnir, slógu met
á síðasta ári, en aflaverðmæti
þeirra hefur aldrei verið meira.
Síðasta ár var einnig annað
besta árið hjá frystitogaranum
Júlíusi Geirmundssyni. Páll
Pálsson fiskaði fyrir 613
milljónir, 49 milljónum meira
en 2007. Þá fiskaði Stefnir
fyrir 542 milljónir, tæplega
95 milljónum meira en 2007.
Aflaverðmæti frystitogar-
ans Júlíusar Geirmundssonar
jókst frá árinu 2007, var 827
milljónir 2007 á móti 1.089
milljónum í fyrra. Tekið skal
fram að ekki er búið að selja
allan afla af skipunum frá því í
fyrra og er þetta því áætlun frá
HG. Stefnir var frá veiðum í um
sjö vikur síðasta sumar vegna
viðhalds, einnig var settur í
skipið nýr búnaður frá 3X
Tecnology til að snöggkæla fisk
með ískrapa áður en hann fer
ofan í lest.
Þessi búnaður bætir geym-
sluþol og gæði fisksins. Páll var
frá veiðum í um 5 vikur vegna
viðahalds og sumarlokunar
frystihúss. Júlíus var á veiðum
allt árið. Júlíus aflaði 4.583
tonnum, Páll aflaði 3.903
tonnum og Stefnir aflaði
2.846 tonn.
Aflaverð var mjög gott á
síðasta ári en til marks um
það fiskuðu skipin meiri afla
á árinu 2007 en þá fiskaði
Júlíus Geirmundsson 4.215,
Páll Pálsson 4.339 tonn og
Stefnir 3.356 tonn.
– birgir@bb.is
Metár var hjá Páli Pálssyni.