Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 08.01.2009, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 7 Gettu betur er enginn leikur Spurningakeppni framhalds- skólanna Gettu betur skipar sér stóran sess í hjarta landsmanna. Hún hefur alla tíð haft mikið áhorf og fjölskyldurnar samein- ast fyrir framan sjónvarpsskjá- inn til þess að berja ungu snill- ingana augum sem virðist vita nokkurn veginn allan fjandann. Í tæpan klukkutíma sitja þessar ungu mannvitsbrekkur og svara spurningunum eins fljótt og mögulegt er, þó að þeir hafi bara heyrt fyrsta orðið af fimm setninga spurninga. Þetta virðist vera leikur einn fyrir þeim en það sem ekki allir vita er að bakvið alla þessa þekkingu liggja blóð, sviti og tár. Lið Menntaskólans á Ísafirði er þar ekki undanskilið. Þeir Halldór Smárason, Hjalti Már Magnús- son og Gunnar Atli Gunnarsson skipa lið MÍ. Við litum inn á æfingu hjá þeim á nýársdag og áttum við þá létt spjall og tókum þá í hraðaspurningakeppni í lok viðtalsins . Æfingin fer fram á heimili Halldórs og þegar inn er komið sitja þeir Gunnar Atli og Halldór niðursokknir í fróð- leik og andspænis þeim situr aðstoðarmaður þeirra, Baldur Sigurlaugsson sem leggur fyrir þá hraðaspurningar. –Er þetta einn af þessum þrælum sem þið voruð að segja mér frá? Gunnar Atli: „Nei hann Bald- ur er ekki þræll. Fengum hann hingað til að lesa hraðaspurn- ingar fyrir okkur. Þrælar liðsins, eins og við viljum kalla þá, sjá um að afla okkur upplýsinga og spyrja okkur hraðaspurninga. Þeir komust ekki í kvöld og Baldur hljóp í skarðið.“ –Sjálfviljugur þræll. Það hljómar nýtt af nálinni. Hvar er Hjalti? „Hann er rétt ókominn,“ segir Halldór og við þau orð rennur Hjalti í hlað g beinast liggur því beinast við að spyrja Hjalta, laf- móðan, hvert er hans hlutverk í liðinu en drengirnir hafa skipt með sér spurningaflokkum til þess að æfingar verði skipulagð- ari. Hjalti: „Mín sterkasta hlið eru íþróttaspurningar. Ég hef mik- inn áhuga á þeim en það sem ég á að læra utan að er einhver helvítis hellingur. Erlendar bók- menntir, landafræði, ummæli, list, söfn og setur á landinu...“ -Þetta hljómar svolítið sem mikið efni að læra. Hvernig gengur þér að muna allt þetta? Ertu með einhverja séraðferð sem hentar þér? Páfagaukslærdómur Hjalti: „Mér gengur ágætlega að muna þetta. Þetta er svolítill páfagauka lærdómur.“ –En hvert er þitt sérsvið Gunnar Atli? Gunnar: „Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar, er frekar vel að mér í þeim efnum. En fyrir keppnina þá hef ég lært utan að landsímanúmer, Nó- belsverðlaunahafa, goðafræði, sjónvarþætti, óskarsverðlaun, ráðuneyti, forstjóra, ritstjóra og bankamál. Eftir kreppuna tók- um við þann pól í hæðinni að Halldór tekur eldri bankamálinn og ég tek það sem hefur gerst eftir einkavæðingu. Halldór er í bankamálum frá stofnun þeirra til 2000. –En Halldór, hvert er þitt sérsvið? Halldór: „Ég myndi segja að saga og landafræði eigi vel við mig. Mig líkar ágætlega að læra einhverja lista líkt og úr bók- menntum. Læra það sem festist í hausnum. Svo erum við búnir að reyna að lesa inn á dómara keppninnar, Davíð Þór. Hann er guðfræðingur að mennt og þess vegna skelltum við biblí- una á Hjalta.“ –Hvernig gengur að læra Biblíuna? Hjalti: „Halldór lét mig hafa einhverja töfrabók um Biblíuna. Hún heitir Biblían á hundrað mínútum. Ég hef því hlustað á hana og les greinar á netinu. Þetta er svolítið erfitt. Biblían er ekkert smá löng,“ segir Hjalti og þeir félagar skella samstundis upp úr. Halldór: „Svo er geimurinn líka mikið efni að læra utan af.“ Hjalti: „Já, já, og af hverju fæ ég að læra þessar helvítis plöntur utan af ár eftir ár?“ Halldór: „Við vorum búnir að ræða þetta Hjalti minn. Það sem fjarþjálfari okkar, Stefán Pálsson hefur lagt ríka áherslu á er að við æfum hraðaspurn- ingar vel. Þaðan koma flest stig- in og geta haft úrslitaáhrif á hver vinnur keppnina.“ –Hafið þið eitthvað farið út í andlegu hliðina á keppninni? Gunnar Atli: „Við höfum lagt áherslu á keppnina sjálfa og hvernig við högum okkur þar. MÍ hefur alltaf keppt í Svæðis- útvarpi Vestfjarða en í ár förum við suður og tókum þátt í salnum þar. Það munar mikið um að heilsa upp á dómarann og spjalla við hann fyrir keppnina því ef að upp kemur vafaatriði þá er oftast léttara fyrir hann að dæma vafaatriði í vil hressu gauranna sem spjölluðu við hann fyrir keppnina heldur en einhverja gaura sem eru í heyrnatólunum hans.“ –Hefur þetta verið draumur ykkar frá því þið voruð börn að taka þátt í keppninni? Hjalti: „Það er draumur okkar að komast í sjónvarpshluta henn- ar.“ Halldór: „Já, og líka draumur okkar að fá að taka þátt. Hjalti: „Ef við komumst í sjónvarpshluta keppninnar þá finnst mér að útskrifa eigi okkur úr skólanum með 140 einingar.“ Halldór: „Þetta eru trúar- brögð. Þessi lið sem komast ár eftir ár í sjónvarpið eru búin að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig til þess að komast þangað. Þetta er ekki einhver leikur.“ Við létum staðar numið á þessu stutta spjalli við lokaorð Halldórs og blaðamaður ákvað að reyna á liðið með hraðaspurn- ingum sem hann útbjó fyrir drengina. –Hver trommaði fyrst með Bítlunum? Halldór og Gunnar: „Pete Best.“ (Rétt) –Hvaða ár og í hvaða borg vann Bjarni Friðriksson brons- verðlaun í júdó á Ólympíuleik- unum? Halldór: „1984 í Los Angel- es.“ (Rétt) –Hvaða ár var Morgunblaðið stofnað? Halldór: „1913.“ (Rétt) –Hvaða krydd er notað á graf- lax? Halldór: „Dill.“ (Rétt) –Hvert er lengsta fljót í Evr- ópu og í hvaða landi er það? Halldór: „Volga í Rússlandi.“ (Rétt) –Hvert er stærsta samfellda láglendissvæði jarðar? Gunnar: „Við pössum á þessa.“ (Rangt. Rétt svar: Síberíuslétt- an.) –Hvar var fyrsta Parísahjólið smíðað? Gunnar Atli: „Við segjum London.“ (Rangt. Rétt svar: Bandaríkjunum.) –Hverjir hafa gegnt stöðu for- seta Íslands? Hjalti: „Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.“ (Rétt) –Hver er aðalpersóna Heims- ljóss eftir Halldór Laxness? Hjalti: „Ljósvíkingurinn Ólaf- ur Kárason.“ –Hvernig komust Danir inn á Evrópumótið í knattspyrnu árið 1992? Halldór: „Það var af því að Júgóslavíu var meinuð þátttaka vegna stríðsástands í landinu.“ (Rétt) Átta spurningar réttar af tíu mögulegum. Ágætis frammi- staða hjá liðinu. Miðað við nið- urstöðu spurninganna og hversu hratt þeir svöruðu fær liðið átta í einkunn frá Bæjarins besta. – birgir@bb.is Halldór Smárason, Gunnar Atli Gunnarsson og Hjalti Már Magnússon.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.