Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? Að koma út úr skápnum. Hvar langar þig helst að búa? Í Sóltúni á Ísafirði. Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns? Þegar mamma sagði mér að ég væri himneskur Mestu vonbrigði lífs þíns? Þegar Lennon var myrtur. Mesta uppgötvunin í lífi þínu? Ástin. Uppáhaldslagið? Ó Jesú bróðir besti. Uppáhaldskvikmyndin? Margar, en Guðföðurs-myndirnar koma upp í hugann. Uppáhaldsbókin? Vefarinn mikli frá Kasmír, Brekkukotsannáll og Hundrað ára einsemd. Ógleymanlegasta ferðalagið? Þau eru mörg, en ég get ekki gleymt þjóðhátíðinni 1974 í Vatnsfirði og bíltúrnum sem henni fylgdi. Uppáhaldsborgin? New York. Besta gjöfin? Ástin. Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum? Já og hellingur af því. Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án? Tækja sem spila tónlist. Fyrsta starfið? Sendill hjá Póst og Síma á Ísafirði þegar ég var 12 ára. Draumastarfið? Að vera Guð. Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við? Marilyn Monroe Fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísafjarðarkaupstaður klukkan fimm að morgni sunnudags. Skondnasta upplifun þín? Þegar ég varð ástfanginn í fyrsta skipti. Aðaláhugamálið? Fólk. Besta vefsíðan að þínu mati? WhoIsDead.com. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Heilaskurðlæknir eða flugmaður. Hver er þinn helsti kostur að þínu mati? Frekja. En helsti löstur? Hógværð. Besta farartækið? Ísland ehf. Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn? Heimir Már Pétursson er einna þekktastur sem fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur en einnig hefur hann vakið athygli sem framkvæmdastjóri hinnar sívinsælu hátíðar Hinsegin dagar þar sem fagnað er fjölbreytileika mannkynsins. Í nóvember gaf hann út sitt fimmta ljóðasafn og það er því ljóst að Heimir á sér margar hliðar. Inn að beini Heimir Már Pétursson, skáld og fréttamaður Gamlársdagur – svo frábært að hafa náð einu ári í viðbót. Til hvaða manneskju lítur þú mest upp til? Mömmu og John Lennon. Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita? Hamar. Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig? Klukkan korter í fimm að morgni. Í hvaða stjörnumerki ertu? Nautinu. Lífsmottóið þitt? 666. „Myndin er tekin við íbúðarhúsið í Ögri. Þ.e. íbúðarhúsið sem pabbi og mamma hafa búið í síðan þau tóku við búskap í Ögri árið 1967. Íbúðarhúsið var fram að því uppi við kirkjuna (það hús er byggt 1894). Á þeim tíma (1967) var það orðið lélegt en hefur nú verið gert upp og þjónar starfsfólki Landsbanka Íslands. Á myndinni er ég ásamt Hafliða bróður mínum. Þessi mynd er trúlega tekin sumarið 1975 (ég 11 ára). Þarna er ég ennþá ljóshærður en varð dökkhærður á aldrinum 11-12 ára.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Æsku myndin Samdrátt- ur í fiskafla Afli landaður á Vestfjörð- um dróst saman á síðasta ári miðað við árið 2007. Á tíma- bilinu janúar til desember var 16.838 tonnum landað af þorski í vestfirskum höfnum í fyrra miðað við 18.063 árið og nemur samdrátturinn því 9%. Einnig dregst ýsuaflinn lít- illega saman en hann var 12.201 tonn á síðasta ári en var 12.755 tonn árið 2007. Mesti þorskaflinn Vestfirð- inga kom á land í Bolungarvík eða 4.749 tonn en því næst kom Ísafjörður með 3.711 tonn. Sömu sögu er að segja af ýsuaflanum en þar voru Bolvíkingar með 2.930 tonn en Ísfirðingar 2.470 tonn. 47 gjald- þrotabeiðnir Gjaldþrotabeiðnir til Hér- aðsdóms Vestfjarða á síðasta ári voru 47 og fjölgaði um þrettán frá árinu 2007. Á tímabilinu september til des- ember í fyrra voru gjaldþrota- beiðnir til Héraðsdómsins 14 en voru 15 á sama tímabili árið 2007. Á fyrstu níu mánuðum síð- asta árs voru gjaldþrotabeiðn- ir 33 á móti 22 árið 2007. Gjaldþrotabeiðnir hafa ekki borist til héraðsdómsins á nýju ári. Úlfar ehf., bauð lægst Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., um lóðarfrágang við dvalarheimilið Tjörn á Þing- eyri, með þeim fyrirvara að staðfesting á hlut heilbrigð- isráðuneytis í verkinu berist. Úlfar ehf., bauð lægst í verkið en fjögur tilboð bárust. Tilboð Úlfars hljóðaði upp á 10,7 milljónir króna eða 64,3% af kostnaðaráætlun. Einnig bauð Brautin sf., 15,3 milljónir króna, Gröfu- þjónusta Bjarna bauð 13,5 milljónir og Sigmundur F. Þórðarson bauð 12,4 millj- ónir. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 16,6 milljónir króna. Heilbrigðiseftirlitið áformar að leggja 10 milljónir til verksins og er gert ráð fyrir að þeir fjármunir komi fljót- lega.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.