Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 9
Nýuppgerð, góð 2ja herb. íbúð til sölu
Um er að ræða 77m², tveggja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli við
Urðarveg 78, byggt 1985. Miklar endurbætur hafa átt sér stað sl., ár. Ný-
lokið er við utanhússviðgerð og málun, skipt var um allt gler og að innan
er íbúðin nær öll endurgerð.
Í sameign er sameiginleg hjóla-, vagna- og þvottaherbergi. Panorama
útsýni er úr íbúðinni og af stórum svölum. Flest nauðsynleg ný húsgögn
og raftæki fylgja ef samið er strax.
Vinsamlegast sendið nadn og tölvupóstfang á netfangið h34@simnet.is
og við sendum jpg-myndir og nánari upplýsingar um hæl.
Níu íþróttamenn eru tilnefndir
til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar
árið 2008 sem verður útnefndur
25. janúar kl 16 í Stjórnsýsluhúss-
ins á Ísafirði. Þeir sem eru til-
nefndir eru Anton Helgi Guð-
jónsson Golfklúbbi Ísafjarðar,
Birgir Björn Pétursson KFÍ,
Brynjólfur Örn Rúnarsson Herði,
Bylgja Dröfn Magnúsdóttir
Hestamannafélaginu Hendingu,
Emil Pálsson Boltafélagi Ísa-
fjarðar, Jón Guðni Pálmason
Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæj-
ar, Lovísa Anna Jóhannsdóttir
Hestamannafélaginu Stormi,
Ragney Líf Stefánsdóttir Ívari
og Sólveig Guðmunda Guð-
mundsdóttir Skíðafélagi Ísfirð-
inga.
Sundfélagið Vestra tilnefnir
ekki einstakling að þessu sinni
því þeir sem unnið hafa stærstu
afrek ársins 2008 hjá Vestra eru
undir 14 ára aldri sem er skilyrði
fyrir útnefningu. – birgir@bb.is
Níu íþrótta-
menn tilnefndir
Íbúum Ísafjarðarbæjar fækk-
aði um 19% frá árunum 1990-
2008. Íbúum þeirra sveitarfélaga
sem sameinuðust í Ísafjarðarbæ,
hefur fækkað úr 4894 árið 1990 í
3963 árið 2008 miðað við 1. des-
ember. Á sama tíma hefur íbúum
á landinu fjölgað um ríflega 22%.
Sé litið lengra aftur í tímann kem-
ur í ljós að Vestfirðingar voru
tæp 15% af mannfjölda landsins
árið 1915 en árið 1990 var þetta
hlutfall komið niður undir 4%.
Straumur fólks á 20. öldinni og
fyrstu ár þeirrar 21. legið frá
landsbyggðinni og á suðvestur-
hornið.
Mesta fækkunin á sveitarfé-
laginu var upp úr 1995 en heldur
hefur dregið úr fólksfjölgunum
síðustu ár ef undan er skilið árið
2007. Ýmsar skýringar hafa verið
settar fram til útskýringar þess-
arar þróunar og ber þar helst að
nefna mannskæð snjóflóð á árinu
1995 og miklar breytingar í und-
irstöðuatvinnugrein svæðisins,
sjávarútvegi. Þó fólksfjölgun hafi
verið einstaka ár á þessu tímabili
var síðasta afgerandi tímabil
fólksfjölgunar um miðjan níunda
áratuginn. Í einstökum byggða-
kjörnum Ísafjarðarbæjar hefur
mest fólksfækkun orðið í Hnífs-
dal og Þingeyri en minni breyt-
ingar hafa orðið á Suðureyri og
Flateyri.
Ekki hafa verið umtalsverðar
breytingar á fjölskyldugerð í Ísa-
fjarðarbæ síðustu 10 ár. Fólki
sem er í sambúð eða hjónabandi
og með börn hefur þó fækkað.
Minni sveiflur eru hjá öðrum
hópum. Hafa verður í huga fólks-
fækkun síðustu 10 ára í sveitar-
félaginu.
Í Vaxtarsamningi Vestfjarða
er sett fram framtíðarsýn fyrir
Vestfirði sem gerir ráð fyrir að
íbúum á Vestfjörðum fjölgi ár-
lega á tímabilinu 2004-2020 um
0,5% eða 40 og að íbúafjöldinn
verði 8300 árið 2020. Í vaxtar-
samningi er framtíðarsýnin sú
að í sveitarfélaginu verði fjöl-
skylduvænt samfélag sem verður
eftirsótt vegna góðrar þjónustu,
möguleika til menntunar og nýt-
ingu frítíma, sem byggist á fjöl-
breyttu, og samkeppnishæfu at-
vinnulífi. Í spá Hagstofu Íslands
er gert ráð fyrir 1% fjölgun á ári
skipulagstímabilinu. Spáin á við
Ísland í heild sinni og er ekki gerð-
ur greinarmunur eftir svæðum.
Frá þessu er gert grein í grein-
argerð með drögum að aðalskipu-
lagi Ísafjarðarbæjar. Þar er gert
ráð fyrir lítilsháttar fólksfjölgun
árið 2010 en að fjölgunin muni
aukast eftir því sem líður á tíma-
bilið. – thelma@bb.is
Íbúum Ísafjarðarbæjar fækk-
aði um 19% á tveimur áratugum