Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 3 Erlendir ríkisborgarar 8,5% íbúa Ísafjarðarbæjar Hlutfall erlendra ríkisborgara í Ísafjarðarbæ er um 8,5% sem er heldur meira en landsmeðaltalið sem er innan við 7%. Dregið hef- ur þó saman með fjölda erlendra ríkisborgara í Ísafjarðarbæ og á landsvísu að því er fram kemur í drögum að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er unnið að. Kynjahlutfall erlendra ríkis- borgara í Ísafjarðarbæ hefur auk- ist síðustu ár og munar þar mest um fjölda erlendra karla sem nú er orðinn en meiri fjöldi kvenna. Meira en helmingur þeirra sem eru með erlent ríkisfang í Ísa- fjarðarbæ koma frá Póllandi en aðrir fjölmennir hópar eru frá Taílandi, Filippseyjum og Þýska- landi. Margir erlendir ríkisborg- arar hafa sótt í að vinna við fiskvinnslu. Breytingar í grein- inni, m.a. kvótaniðurskurður, eru líkleg til að hafa áhrif á fjölda erlendra ríkisborgara að því er fram kemur í aðalskipulagsdrög- unum. – thelma@bb.is Landsnet vinnur nú að endur- bótum sem auka munu gæði raf- orkuafhendingar á Vestfjörðum og hefur 1. áfanga verksins verið hrint í framkvæmd með endur- nýjun varnarbúnaðar 66 kV lína í fjórðungnum. En eins og kunn- ugt er hefur áreiðanleiki raforku- flutningskerfisins á Vestfjörðum verið lægri en annars staðar í flutningskerfi Landsnets. Allar línur Landsnets á Vestfjörðum eru nú með sérstakar fjarvarnir í báðum endum sem leysa línurnar út komi upp bilun á þeim. Hinn nýi varnarbúnaður er mjög full- kominn og frá honum gengið þannig að bilanir eru leystar út á mun styttri tíma en áður sem eykur verulega líkur á að virkjan- ir falli ekki út eins og áður var með því umfangsmikla straum- leysi sem því er samfara. Einnig gefur búnaðurinn upp hvar bilun er staðsett og mun það auðvelda bilanaleit og þar með stytta þann tíma sem línur eru úti. Með tilkomu þessa búnaðar er nú hægt að reka hringtenginguna milli Breiðadals, Ísafjarðar og Bolungarvíkur lokaða, sem sagt með allar þrjár línur inni, en það hefur hingað til ekki verið gert. Komi nú upp bilun á einni þessara lína, slær sú lína út en hinar hald- ast áfram inni og þar með einnig Ísafjörður og Bolungarvík. Hér hefur því verið stigið stórt skref til að auka afhendingaröryggi raf- magns á Ísafirði og í Bolungar- vík. Landsnet er með frekari aðgerðir í undirbúningi varðandi undirtíðni- og undirspennuvarnir með það að markmiði að bæta afhendingaröryggi raforku til notenda á Vestfjörðum í sam- starfi við Orkubú Vestfjarða. Frá þessu er sagt á vef Lands- nets. – thelma@bb.is Varnarbúnaður 66 kV lína endurnýjaður 58 íbúðir seldar á fimm árum Fasteignir Ísafjarðarbæjar hafa selt 58 íbúðir á síðast- liðnum fimm árum og er mark- miðið að fækka þeim enn frekar að sögn Gísla Jóns Hjaltasonar, framkvæmda- stjóra Fasteigna Ísafjarðar- bæjar. Auk þessa hefur fé- lagið fargað tuttugu íbúðum sem voru á snjóflóðahættu- svæði að Árvöllum í Hnífs- dal. Gísli Jón segir nokkuð gott jafnvægi á framboði og eftirspurnum eftir leiguíbúð- um en enn séu nokkrir á bið- lista eftir íbúðum. „Það er í rauninni búið að vera þannig í heilt ár og ekki mikil breyt- ing á,“ segir Gísli Jón. Hann segir Fasteignir Ísafjarðar- bæjar vera með 94 íbúðir á Ísafirði, 16 á Suðureyri, tvær á Flateyri og 14 á Þingeyri. Aðspurður hvort fyrir- spurnir eftir íbúðum hafa aukist segir Gísli Jón það aðallega hafa verið s.l. haust. „Við höfum fundið fyrir fyr- irspurnum að sunnan. Í haust komu nokkrar slíkar en það hefur ekki reynt svo mikið meira á þær. Væntanlega þegar fólk missir vinnu hefur það farið að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni en það þarf þá að finna vinnu hér til að sjá ástæðu í að flytja,“ segir Gísli Jón. – birgir@bb.is Bryndís Elsa Guðjónsdóttir hreppti fyrsta sætið í undan- keppni Söngkeppni Samfés í Grunnskólanum á Ísafirði á föstudag. Níu atriði kepptu um rétt til þátttöku í Vest- fjarðakeppninni sem haldin verður 30. janúar. Bryndís Elsa, sem söng sig inn í hug og hjörtu dómnefndarinnar og áhorfendanna með laginu Fairytales sem Sara Barellies gerði frægt, var einmitt fulltrúi Vestfjarða í Söng- keppni Samfés í fyrra. Í öðru sæti varð Benjamín Bent Árnason og í þriðja sæti Agnes Ósk Marzellíusar- dóttir. Þessir þrír þátttak- endur taka þátt fyrir hönd félagsmiðstöðva Ísafjarð- arbæjar í Vestfjarðakeppn- inni. Í dómnefnd voru þau Rúna Esradóttir, Halldór Smárason og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. – thelma@bb.is Bryndís Elsa sigraði í söngkeppni GÍ Bryndís Elsa Guðjónsdóttir söng lagið Fairytales með Sara Barellies. Mynd: Anton Eðvarð Kristensen.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.