Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 smáar Til leigu er 64m² einbýlishús í Hnífsdal. Leigist fram í júní. Húsið er fullbúið húsbúnaði og húsgögnum og leigist með því. Hægt er að semja um leigu fyrir allt tímabilið eða í styttri tíma. Upplýsingar gefur Erna í síma 869 4566. Til sölu er einbýlishúsið að Seljalandsvegi 48. Húsið er 189m², fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, stórt þvotta- hús, eldhús, stofa og sjónvarps- hol auk bílskúrs. Uppl. í síma 866 0080 eða 863 1626. Vantar herbergi til leigu. Helst með aðgangi að þvottahúsi, baðherbergi og eldhusi. Uppl. í síma 867 2780 og 896 6195. Vantar geymsluhúsnæði und- ir búslóð. Uppl. gefa Kristinn í síma 867 2780 og Jóna í síma 896 6195. Óska eftir sturtuklefa. Skoða allar stærðir og gerðir. Uppl. í síma 897 0942. Kvenfélagið Hvöt heldur sitt árlega þorrablót laugardaginn 7. febrúar í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miðapantanir hjá Gyðu í síma 456 3161, Stínu í síma 456 4380 eftir kl. 16:00. Lítið einbýlishús til leigu í Hnífs- dal. Uppl. í síma 849 4476. Til sölu er VW Golf árg. 1999, ekinn 184 þús. km. Upplýsing- ar í síma 897 4283. Krefjast greiðslu lögfræðikostn- aðar og afrits af áliti lögmanns Eigendur sumarhússins að Birnustöðum í Laugardal í Ísa- fjarðardjúpi krefjast þess í erindi til Súðavíkurhrepps að hreppur- inn greiði útlagðan lögfræði- kostnað eigenda sumarhússins sem til hefur fallið vegna útgefins byggingarleyfis vélageymslu á Birnustöðum. Jafnframt er óskað eftir að fá afrit af áliti Andra Árna- sonar hdl., lögfræðings Súðavík- urhrepps um sama mál. Varðandi kröfu eigenda sumarhússins á greiðslu útlagðs kostnaðar vísar sveitarstjórn í fyrri samþykkt sína vegna sama máls sem tekið var fyrir á 37. fundi er haldinn var 18. desember sl. Sveitarstjórn tel- ur engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu sem breyti þeirri samþykkt sveitarstjórnar sem þar er gerð. Varðandi beiðni um afrit af áliti Andra Árnasonar hdl., lög- fræðings Súðavíkurhrepps um kröfu sömu aðila um greiðslu útlagðs kostnaðar telur sveitar- stjórn gögnin undanþegin upp- lýsingaskyldu með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsinga- laga nr. 50/1996 og hafnar því erindinu. Einnig hefur fengist umsögn um samskipti og af- greiðslna Súðavíkurhrepps til Lögsýnar ehf. f.h. eigenda sum- arhúss að Birnustöðum. Sam- gönguráðuneytið telur að til- kynningar sveitarstjórnar til málsaðila hafi verið í anda góðra stjórnsýsluhátta þannig að ekki hefði átt að fara á milli mála hvernig erindi hafi verið af- greidd. – birgir@bb.is Birnustaðir í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Ljósm: © Mats. Sjónvarpútsendingar Símans hefjast á næstunni á Ísafirði Ísafjörður. Ísfirðingar munu fá aðgang að fullri sjónvarpsþjónustu Símans á næstunni að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að sögn Margrétar Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans er ekki hægt að gefa upp nákvæma dagsetningu á því hvenær þjón- ustan hefst en það verður á fyrsta fjórðungi þessa árs, þ.e. fyrir lok apríl. Flestar þær fjárfestingar sem fyrirhugaðar voru hjá Sím- anum koma til með að frestast um óákveðinn tíma sökum óvissu í gjaldeyrismálum í framvindu efnahagsmála. Engu að síður hef- ur Síminn ákveðið að ljúka upp- byggingu á Ísafirði, enda hefur mikil eftirspurn verður eftir þjón- ustunni þar. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur átt í viðræðum við Símann um framvindu verkefnisins. Í kjölfarið mun Síminn meta út frá eftirspurn og efnahagsþró- uninni hvernig framhaldið verður í öðrum bæjarfélögum. „Allar efnahagsspár gefa til kynna að eftirspurn muni minnka á næstu misserum og því mikilvægt að vega og meta framhaldið á svæð- inu þegar reynsla er komin á þjónustuna á Ísafirði en Síminn er ánægður með að geta farið í þessar framkvæmdir nú á fyrsta ársfjórðungi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri segir það koma engum á óvart að áætlanir, sem gerðar voru fyrir þá lægð sem nú ríkir í efnahags- og atvinnulífi, hafi breyst. „Við fögnum því þar af leiðandi hægt sé að finna leiðir til að standa við áætlanir eins og unnt er og bjóða Ísfirðingum full- an aðgang að Sjónvarpi Símans. Ég lít svo á að fleiri byggðarlög muni njóta góðs af því að þetta fyrsta skref skuli nú vera tekið,“ segir Halldór. Fyrirhugað var að full sjón- varpsþjónusta yrði einnig sett upp í Bolungarvík og á Patreks- firði á fyrsta ársfjórðungi, en ljóst er að að af því verður ekki að sinni. Þegar að því kemur að þjónustan hefst á Ísafirði geta Ísfirðingar horft á allar íslenskar sjónvarpsstöðvar og 60 erlendar. Einnig munu þeir hafa aðgang að bíói heima í stofu þar sem mögulegt er að leigja bíómyndir auk þess sem hægt er að horfa á mikið úrval efnis fyrir 0 kr.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.