Bæjarins besta - 22.01.2009, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 23
Sælkeri vikunnar er Ragnheiður Halldórsdóttir á Ísafirði.
Ýsa með kókos og karrý og eplakaka
SælkerinnSælkerinn býður upp á tvo réttií þessari viku. Fyrri rétturinn,ýsa með kókos og karrý segirRagnheiður að sé meiri hvunn-
dagsmatur en heitu eplakökuna
gæðir fjölskyldan sér á þegar hún
vill fá sér eitthvað reglulega gott
og er meira svona spari.
Ýsa með kókos og karrý
1 bolli hveiti
1 egg
4 msk kókosmjöl
1-2 tsk karrý
1 tsk timjan
Salt og pipar
Setjið öll hráefnin saman í skál
og hrærið. Þynnið með mjólk
þar til þetta verður eins og þykk
súrmjólk. Skerið niður ca 4
ýsuflök og setjið í blönduna. Gott
að láta standa aðeins. Steikið á
pönnu og berið fram með hrís-
grjónum, kartöflum, karrýsósu
og salati eða því sem til er.
Heit eplakaka
4 epli
100 g suðusúkkulaði
100 g marsipan
Allt skorið í litla bita og sett í
eldfast mót
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
Hrært saman og mulið yfir
eplablönduna. ½ bolli kókosmjöl
og ½ tsk kanil blandað saman og
sett yfir allt saman. Bakið þar til
þetta er tilbúið. Berið fram með
ís eða rjóma. Þessi réttur er ekkert
bundin við uppskriftina, líka er
gott að setja döðlur og meira
súkkulaði.
Ég skora á Guðmundínu Sturlu-
dóttur á Ísafirði að koma með
uppskrift í næsta blað.
Streitulosandi og skemmtileg
leið til að halda sér í formi
Harpa Grímsdóttir er þjálfari
og félagi í blakfélaginu Skelli í
Ísafjarðarbæ. Svo lengi sem elstu
konur muna hefur óformlegur
hópur kvenna spilað blak á Ísa-
firði. Árið 1993 var síðan farið á
fyrsta öldungamótið sem þá var
haldið í Reykjavík og síðan á öll
öldungamót árin þar á eftir og
bættust fleiri mót við í kjölfarið.
Þá hélt Blakfélagið Skellur Öld-
ungamót Blaksambands Íslands
síðasta vor sem er stærsta íþrótta-
mót sem haldið hefur verið á Vest-
fjörðum.
– Hvenær byrjaðir þú í íþrótt-
inni?
„Ég byrjaði þegar ég var 13
ára. Ég er fædd og uppalin í Nes-
kaupstað sem er mikill blakbær.
Pabbi minn er annar tveggja sem
komu blakinu af stað á sínum
tíma og héldu utan um það fyrstu
árin. Á þessum árum var ekki
búið að finna upp „krakkablakið“
sem er útgáfa af blaki búin til
fyrir börn. Þá var ekki talið
mögulegt að kenna ungum börn-
um blak vegna þess hversu tækni-
lega erfið íþróttin er.“
– Hvað er það við íþróttina
sem hrífur þig?
„Blak er mjög tæknileg íþrótt,
og ekki hægt að spila hana al-
mennilega fyrr en maður hefur
náð grunntökum á tækninni. Eitt
af því sem mér finnst skemmti-
legt við blakið er að þar er sam-
vinna innan liðsins bráðnauðsyn-
leg - hver snerting tekur sekúndu-
brot og ekki má koma við boltann
tvisvar í röð. Því verður leikurinn
hraður og allir þurfa að vera á
tánum allan tímann. Ég hef gam-
an af að stunda íþróttir sem fela í
sér leik og keppni. Ætli maður
nái ekki að varðveita smá hluta
af barninu í sér þannig.“
– Hversu oft þarftu að æfa á
viku?
„Ég æfi þrisvar sinnum í viku.“
– Hvað er það sem drífur þig á
æfingar þegar dagarnir koma þar
sem maður vill bara slappa af?
„Fyrir utan það að ég er þjálf-
arinn og þarf að mæta, þá veit ég
að sama hversu þreytt eða illa
upplögð ég er þá hverfur það
eins og dögg fyrir sólu þegar ég
er mætt á æfinguna. Í íþróttahús-
inu eiga æfingarnar og spilið hug
minn allan, og þetta er besta
leiðin sem ég þekki til að kasta
af mér öllum áhyggjum sem
fylgja vinnu og daglegu lífi og
spá bara í að leysa tækniæfingar,
hamast í þrekæfingum eða vinna
andstæðinginn í spili. Fyrir mér
er blakið því mjög streitulosandi
og svo er félagsskapurinn er frá-
bær. Mér finnst líka mjög gott að
hreyfa mig ein, t.d. ganga, synda
eða fara á gönguskíði. En þá er
hugurinn á fullu allan tímann og
ég er gjarnan að skipuleggja vinn-
una eða eitthvað þess háttar.“
– Hvert er næsta markmið í
íþróttinni?
„Fyrst og fremst erum við að
þessu til að hafa gaman af og í
blakinu eru bæði konur og karlar
á öllum aldri og bæði byrjendur
og lengra komnir. En eitt af því
sem er skemmtilegt við þetta er
að stefna á mót og reyna að bæta
sig. Við förum með bæði karla-
og kvennalið á mót í Mosfellsbæ
í lok janúar. Markmiðið er að
vera með lið sem geta spilað
skemmtilegt blak þar og náð
hörkuleikjum. Síðan er kvenna-
liðið að fara að spila á tveimur
mótum í 3. deild íslandsmótsins
í febrúar og mars. Öldungamótið
í vor er svo hápunktur leiktíðar-
innar. Það verður að þessu sinni
haldið á Seyðisfirði og Egils-
stöðum. Markmiðið er að fara
með sem flest lið þangað og að
einhver lið vinni sig upp um
deild.“
– En hvert er draumamark-
miðið?
„Að efla blaklífið á norðan-
verðum Vestfjörðum. Nú hefur
verið farið í gang með krakkablak
á þremur stöðum og þar eru
aldeilis margir efnilegir blakarar
á ferðinni. Markmiðið er samt
ekki bara að byggja upp afreks-
fólk heldur líka að auka fjöl-
breytni í framboði á íþróttaiðkun,
sem er sérstaklega mikilvægt á
minni stöðunum, og að ná inn
krökkum sem ekki hafa fundið
sig í öðrum íþróttagreinum. Ég
neita því samt ekki að það væri
gaman að sjá hérna öflug ungl-
ingalið á næstu árum.
Persónulega er draumamark-
miðið að geta spilað blak og haft
gaman af fram eftir aldri, og helst
að halda áfram að bæta mig.
Hópíþróttir eru ekki bara fyrir
börn og ungt fólk heldur er þetta
skemmtileg leið til að halda sér í
formi fram eftir aldri.“
– Ertu í einhverjum öðrum
íþróttum?
„Ég æfi ekki aðrar íþrótta-
greinar á sama hátt og blakið. Ég
fer hins vegar á gönguskíði eða
svigskíði eins oft og ég get -
frábært fjölskyldusport. Ég og
maðurinn minn höfum líka spilað
badminton einu sinni í viku í
nokkur ár, en höfum reyndar ekki
gert það í vetur. Það er ofboðslega
skemmtileg íþrótt - helsta vanda-
málið er keppnisskapið – það
þarf að líða smá tími eftir að ég
tapa fyrir eiginmanninum þangað
til ég get farið að tala við hann
aftur.“
– thelma@bb.is
Harpa Grímsdóttir.