Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Page 11

Bæjarins besta - 19.02.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 11 Auglýsing um deiliskipulag í landi Efstahvamms í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi í landi Efstahvamms í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum. Deiliskipulagstillagan tekur til frístundabyggð- ar á um 1,8 ha. landsvæðis sem er hluti af landi Hæsta-Hvamms. Í deiliskipulaginu er skilgreind- ur byggingarreitur fyrir gestahús ásamt bygg- ingarskilmálum. Annað fyrirkomulag á land- svæðinu er óbreytt. Svæðið liggur sunnan þjóð- vegar 60, á milli jarðanna Bræðratungu og Efri- og Neðri Mið-Hvamms. Að sunnanverðu eru óbyggðar hlíðar Hvammsfjalls, en norðan þjóð- vegar er jörðin Lægsti-Hvammur. Gert er ráð fyrir frístundabyggð á svæðinu fyrir þrjú frístundahús ásamt byggingarreit fyrir nýtt gestahús. Stærð byggingarreits er 30x12 metrar. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjar- skrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði og á vefsíðu Ísafjarðarbæjar, www. isafjordur.is frá og með 19. febrúar 2009 til og með 19. mars 2009. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillög- una. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 2. apríl 2009. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnar- stræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athuga- semdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykkir henni. Ísafirði, 12. febrúar 2009, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. Foreldrafélag Eyrarskjóls hvet- ur yfirvöld í Ísafjarðarbæ til að standa við þau fyrirheit að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þjónusta sem tryggir velferð íbúa er nú mikilvægari en áður í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Félagið skorar á bæjarstjórn að skerða ekki þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins og minnir á mik- ilvægi leikskóla í uppeldi og mót- un barna. Félagið minnir á að leikskóla- gjöld í Ísafjarðarbæ eru með dýr- asta móti sé miðað við önnur sveitarfélög. Á síðasta ári hækk- uðu gjöldin þegar borga þurfti sérstaklega fyrri fimmtán mín- útna svigrúm umfram fullan skóladag. Félagið ítrekar einnig fyrirspurn frá síðasta ári um stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi gjaldfrjálsa leikskóla. „Leikskólagjöld með dýrasta móti í Ísafjarðarbæ“ „Ef hundaeigendur taka sig ekki á hér í bæ þá verður að grípa til mun harkalegri aðgerða“, segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, aðspurður um frétt blaðsins um þann sívaxandi vanda að hundaeigendur á Ísafirði þrífi ekki upp eftir gæludýr sín. Formlega séð er hundahald bannað og svo er undanþága í formi leyfis. Þeir sem fá undanþágu þurfa þó að fylgja skilyrðum sem fram koma í samþykkt Ísa- fjarðarbæjar um hundahald. „Kvartanir sem berast vegna hunda eru margar og hundaeigendur verða að átta sig á því að þeir bera mikla ábyrgð. Ef ekki verður tekið á þessu af þeirra hálfu eru væntanlega fáir hundaeig- endur að skemma fyrir fjölda annarra sem sýna mikla ábyrgð og eftirlit með sínum hundum“, segir Hall- dór og bætir við: „Ég hvet hundaeigendur til að taka sjálfir á sínum málum svo ekki þurfi að fara í hertar aðgerðir af hálfu Ísafjarðar- bæjar.“ – thelma@bb.is Grípa verður til harkalegri aðgerða Nánast daglega berst blaðinu ábendingar um að hundaskítur farinn sé að aukast út um allan bæ á Ísafirði. Er ljósmyndari blaðsins fór á stúfana var úr- gangur hins svokallaða besta vin mannsins, víða að sjá, sumstaðar niðurtraðkaður og annars staðar angandi og nýr. Þá gáfu þó nokkr- ir bæjarbúar sig á tal við ljós- myndarann og sögðu vera búnir að fá sig fullsadda af þessu hirðu- leysi í hundaeigendum. Ein- hverjir tóku það sterkt til orða að banna þyrfti hundahald með öllu ef ekki yrði ráðin bót á þessum vanda. Hundahald er bannað í Ísafjarðarbæ, að undanteknum þarfahundum á lögbýlum, leið- söguhundum til hjálpar blindu fólki, viðurkenndum leitarhund- um til aðstoðar björgunarsveitum og hundum sem notaðir eru við löggæslustörf. en bæjarstjórn veitir undanþágur til hundahalds með ákveðnum skilyrðum. Því eru hundar skráðir og fyrir þá skráningu er greitt skráning- argjald þar sem innifalin er trygg- ing og hundahreinsun. Lausa- ganga hunda er með öllu bönnuð. Í samþykkt Ísafjarðarbæjar um hundahald segir m.a: „Hundaeig- endum er skylt að sjá svo um að hundar þeirra raski ekki ró manna né verði þeim til óþæginda, einn- ig er hundaeiganda skylt að fjar- lægja saur eftir hunda sína.“ Þar kemur einnig fram að við minnsta brot á skuli hundaeig- andi sæta skriflegri áminningu og greiða allan kostnað er leiðir af brotinu. Ef um alvarlegt brot eða ítrekað er að ræða skal aftur- kalla viðkomandi undanþágu til hundahalds, segir í reglum um hundahald í Ísafjarðarbæ. – thelma@bb.is Hundaskítur sívaxandi vandamál Ekki væri geðslegt að stíga ofan í hundaskít á göngu um fallegan miðbæ Ísafjarðar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.