Bæjarins besta - 19.02.2009, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009
Við báðum ekki
um sjúkdómana sem fylgja genunum
Jónína Sesselja Guðmundsdóttir á Ísafirði (Ninna), fyrrum kennari á Ísafirði og
í Reykjavík og skólastjóri á Broddanesi í Strandasýslu í allmörg ár, hefur átt dálítið
krókótta leið á köflum. Kannski samt ekkert krókóttari en margur annar. En hún
er tilbúin að segja frá af meira hispursleysi en líklega er algengt opinberlega.
Undir höfundarnafninu SeSelia leggur Jónína stund á myndlist og ritstörf. Síðla
árs 2007 hélt hún sýningu á þrjátíu vatnslitateikningum í Safnaðarheimili Ísafjarðar-
kirkju og stóð sýningin þar fram yfir áramótin. Á nýliðnu ári kom út eftir hana bók-
in Nær en blærinn, sem hlotið hefur ákaflega lofsamlega dóma.
Hér rekur Ninna sögu sína.
anum. Árið eftir komu alvarlegir
brestir í samband okkar og 1988
slitum við samvistum. Eftir það
tók við tíður flutningur minn og
krakkanna um Reykjavík allt til
fram undir árslok 1992, að ég
fékk endanlegt húsnæði. Vetur-
inn 1989-90 fór ég reyndar tíma-
bundið vestur með krakkana og
íhugaði í alvöru að setjast að í
elskulegan og öruggan faðm
fóstrunnar góðu Ísafjarðar, en um
veturinn var tekin ákvörðun að
reyna sambúðina enn einu sinni.
Nú átti allt að vera gott.
Ég sendi myndir og umsókn í
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og var bara sagt að koma,
ég þyrfti ekki að taka inntöku-
próf. Við fluttum aftur suður,
dótið í geymslu, maðurinn var á
sjó frá Vestmannaeyjum og við
fórum þangað en íbúðin í Reykja-
vík átti að verða laus í ágúst.
Vestmannaeyjatíminn var mjög
skrítinn. Það rigndi mikið og allt
var á brattann að sækja, brekkur
út um allt. Með allri virðingu
fyrir Vestmannaeyjum kýs ég
frekar Ísafjörð til búsetu. Eldri
dóttirin undi sér ekki þarna og
strauk vestur til að vinna í fiski.
Mamma kom til Eyja en ákveðið
var að hún yrði nokkurs konar
ráðskona hjá okkur á Rauðalækn-
um í Reykjavík.
En um það leyti sem við ætl-
uðum að flytja var sambúðinni
lokið. Við mamma, dæturnar og
ég fluttum til Reykjavíkur. Skól-
inn byrjaði, mamma var mér stoð
og stytta í vonbrigðunum, eldri
dóttirin strauk að heiman eftir
skólann, kunni ekki við sig í
Verslunarskólanum, og fór vest-
ur að vinna við fisk og búa með
kærastanum. Í nóvember kom
svo barnsfaðir minn ennþá tilbú-
inn að takast á við sína ábyrgð
og það gekk í nokkra mánuði.
Mamma fékk sér íbúð á Grettis-
götu og fór að vinna.
Sambúðinni lauk svo endan-
lega nokkru eftir áramótin. Það
varð mér meira áfall en mig grun-
störf tengd kennslu, svo og á
lögfræðiskrifstofu hér á Ísafirði.
Yngsta barnið okkar, sonur,
fæddist 1985. Öll börnin fæddust
á gamla sjúkrahúsinu sem nú hef-
ur verið breytt í bókasafn.
Veturinn 1980-81 var ég með
dætur okkar með mér á Akureyri,
þar sem ég fór í fornám í Mynd-
listarskólann og leigði íbúð í
Hlíðargötunni í kjallaranum hjá
vinkonu mömmu, Jónu Kjartans,
sem hafði verið kennari á Ísafirði.
Mér hefur alltaf þótt vænt um
Jónu og það var gott að leigja hjá
henni. Eldri dóttirin fór í fyrsta
bekk á Akureyri en sú yngri til
dagmömmu. Á þeim tíma átti ég
eldgamla gula Lödu og var alltaf
þeirri stund fegnust að komast
upp Gilið, þó ég væri á góðum
dekkjum. Ég var alltaf hrædd að
keyra Gilið. Við heimsóttum
tengdamömmu á Svalbarðs-
strönd eins oft og við gátum um
helgar. Okkur tengdamömmu
kom alltaf vel saman.
Mér leið vel á Akureyri og ég
kynntist þar góðu fólki. Það er
svo skrýtið, að hvar sem ég flæk-
ist og hvert sem ég fer, þá kynnist
ég góðu fólki.
Um sumarið þorði ég hreinlega
ekki að fara suður, ein með dæt-
urnar í framhaldsnám, þó hart
væri lagt að mér. Í mínum huga
var Reykjavík fráhrindandi víð-
áttuflæmi. Hef trúlega verið svo
mikið náttúrubarn eða sveita-
stelpa í mér, að mér fannst óhugs-
andi að gera þetta ein með ábyrgð
á dætrunum.
Sambúðarslit
Næstu ár stundaði ég ýmis
störf, var við kennslu og ýmislegt
annað og vann síðan á lögfræði-
stofu allt til 1986, að maðurinn
minn ákvað að hætta sjómennsku
og fara í Tækniskólann. Við flutt-
umst suður, dæturnar í Snælands-
skóla, drengurinn til dagmömmu
og ég fór að vinna á lögfræði-
skrifstofu og Jóhannes var í skól-
Ég er fædd og uppalin á Ísafirði
og var Neðribæjarpúki, dóttir
Guðbjargar B. Árnadóttur og
Guðmundar J. Sigurðssonar.
Pabbi var ættaður frá Horn-
ströndum og úr Skagafirði en
fæddur hér og uppalinn. Mamma
er ættuð að austan og úr Breiða-
firði en flutti sjö ára gömul til
Suðurnesja og fór síðar í Kvenna-
skólann í Reykjavík. Þau kynnt-
ust í Reykjavík og mamma flutti
vestur 1949, sama ár og elsti
bróðir minn fæddist. Þau eign-
uðust sjö börn á tólf árum, fimm
stráka og tvær stelpur.
Pabbi var járnsmíðameistari og
vann oft úti á sjó framan af en
síðar í landi við iðn sína. Hann
var duglegur til vinnu, handlag-
inn, vandvirkur og listrænn, hafði
mikinn áhuga á íþróttum, sér-
staklega fótbolta og hnefaleikum.
Hann dó árið 1992 úr sama sjúk-
dómi og Árni bróðir minn fyrir
rúmu ári. Ég ætla kannski að tala
nánar um það hérna á eftir.
Mamma var og er enn hörku-
dugleg, flínk í höndum og list-
ræn, mikil handavinnumann-
eskja. Ég dáðist oft að því hvernig
henni tókst að halda öllu hreinu
og snyrtilegu í þriggja herbergja
íbúðinni í Sundstrætinu þar sem
níu manna fjölskyldan bjó, en
það var algengt í þá daga að fólk
bjó þröngt á Ísafirði.
Maður og börn
Eftir landspróf lá leið mín í
Menntaskólann á Ísafirði. Þar
kynntist ég stóru ástinni, Jóhann-
esi Laxdal. Hann útskrifaðist
1974 og ég tveimur árum seinna.
Eldri dóttir okkar fæddist 1974.
Það haust fór maðurinn minn
suður til náms, en undi sér ekki
þar og kom heim eftir slysið á
Guggunni og var með Geira á
sjó eftir það í tólf ár meira og
minna. Eftir útskrift kenndi ég
við Grunnskólann á Ísafirði og
við eignuðumst dóttur um vorið.
Eftir það vann ég við ýmis hluta-
aði og dró dilk á eftir sér. Eftir
nokkra flutninga og flæking með
börnin fékk ég loks öruggt hús-
næði í desember 1992, fór í
Kennaraháskólann, tók mér árs-
leyfi á tímabilinu og lauk námi
1995. Þá fórum við mæðginin frá
Reykjavík og fluttum að Brodda-
nesi í Strandasýslu um sumarið.
Drengurinn var þá tíu ára en dæt-
urnar fluttar að heiman.
Árin á Broddanesi
Í hugum sumra sem þekktu
mig var ákvörðunin að flytja til
Broddaness eins og að fara til
Alaska. Samt er Broddanes svona
mitt á milli Ísafjarðar og Reykja-
víkur og enn styttra suður eftir
að Hvalfjarðargöngin komu. Íbú-
ar Broddaneshrepps tóku vel á
móti okkur mæðginunum og
næstu sex ár voru góður tími.
Fyrstu tvö árin var ég hvorki
með þvottavél né bíl. Hugsaði
þá bara: Hafa skal það sem hendi
er næst og hugsa ekki um það
sem ekki fæst. Þetta gekk ágæt-
lega, enda vorum við bara tvö í
heimili.
Skólinn var á neðri hæðinni en
íbúðin á þeirri efri, nánast einn
geimur og herbergin lítil. En það-
an var stórkostlegt útsýni yfir
hafið í sínum sérstöku ljósabrigð-
um eftir hverri árstíð. Undursam-
legt. Á vetrum mátti sjá ljósfest-
ina frá Drangsnesi glitra eins og
gullkeðju í myrkrinu. Útsýnið
frá þessum stað var algert augna-
konfekt.
Rútan þar sem Valdimar bíl-
stjóri stóð sína pligt hvernig sem
viðraði fór reglulega tvisvar í
viku frá Reykjavík til Hólma-
víkur. Við mæðginin fundum út
að við gátum tekið rútuna til
Hólmavíkur og til baka fyrir 500
krónur. Tíminn sem rútan stopp-
aði á Hólmavík dugði okkur al-
veg til að versla til vikunnar.
Þegar okkur var hleypt út við
afleggjarann handlönguðum við
vörurnar. Þetta var ekkert mál.
Stundum vorum við svo heppin
að fá far heim með góðhjörtuðum
borgurum.
Að lokum keypti ég gamlan
jeppa, algeran bensíngleypi, og
svo þvottavél þegar barnabörnin
komu. Kaupfélag var í Bitrufirði
og þar var hægt að kaupa allt
milli himins og jarðar og panta
ef svo bar undir. Sérstaklega fall-
eg og sérkennileg búð sem minnti
á gamla tíma. Þar var hægt að
panta vörur vikulega, sérstaklega
þegar snjóþungt var og tvísýnt
með ferðir til Hólmavíkur. Kaup-
félagsstjórinn var ósköp lipur
kona þrátt fyrir erfiðleikana að
reka þetta elsta kaupfélag lands-
ins. Það munaði um hvern sem
flutti í burtu.
Í Broddanesskóla tók ég við
fámennum skóla, indælum nem-
endum á öllum aldri frá fyrsta og
upp í áttunda bekk, en nemenda-
fjöldinn rokkaði svona frá sjö til
tíu að jafnaði. Eftir áttunda bekk
þurftu nemendurnir að fara annað
í níunda og tíunda bekk þegar ég
var með skólann. Á þeim tíma
sem ég var fóru þau til Hólma-
víkur í heimanakstri. Nokkurra
mánaða heimavist var rekin yfir
verstu mánuðina fyrra árið þeirra,
en eingöngu var heimanakstur
eftir það.
Í fámennum skóla þarf skóla-
stjórinn að setja sig inn í allar
námsgreinar í öllum bekkjum.
Þetta var töluverð vinna en ár-
angurinn var góð yfirsýn yfir
kröfur aðalnámskrár. Oftast voru
einn eða tveir leiðbeinendur með
mér, fyrir utan veturinn þegar ég
bað bændur að hjálpa mér með
t.d. eðlisfræði og smíði. Það gekk
mjög vel. Foreldrar störfuðu mik-
ið með skólanum og tóku þátt í
öllum breytingum sem prófaðar
voru. Við tókum þátt í fjarkenn-
sluverkefni sem heppnaðist
ágætlega og var mjög ánægjuleg
upplifun bæði fyrir nemendur og
kennara en ekki síst foreldrana. Í
fjarkennslu voru kannski einn
eða tveir nemendur í Broddanesi
í kennslu frá Hólmavík. Græj-
urnar voru hreyfanleg myndavél
og tölva. Nemendur sáu hver ann-
an og gátu hlustað og talað við
kennarann á Hólmavík og unnið
sín verkefni með jafnöldrum.
Í sveitinni kynntist ég bænda-
menningunni og erfiðleikum sveit-
arfélaga, þar sem skólakostnað-
urinn var um 80% af heildar-
rekstri og lítið eftir til framkvæmda.
Bændum fækkaði, nemendum
fækkaði og fjöldamörg vandamál
blöstu við fámennu sveitarfélagi.
Allt það fólk sem ég kynntist í
Broddaneshreppi var gott. At-
hyglisverðar manneskjur sem ég
sakna enn í dag og hafði gott af
að kynnast.
Á Broddanesárunum eignaðist
ég þrjú barnabörn en það fjórða