Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 15
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 15
endurkomumanneskja, þá ertu
settur á listann og átt að ítreka
daglega vilja þinn að komast í
afeitrun. Annars ferðu aftast á
listann. Ég hef orðið vitni að því
að haft var samband við æðsta
vald á Vogi vegna sjúklings sem
var ekki á biðlista og hann var
kominn inn á Vog degi síðar.
Önnur dæmi veit ég um það
sama. Mér er sagt að lengst geng-
nu fíklarnir fái viku til að komast
inn á Vog vegna lífshættu þeirra.
En hvað með hvítu hrafnana, þá
sem eru aðallega í áfenginu eins
og þeir Bill og Bob, sem hug-
myndafræði SÁÁ byggist á?
Ég hef verið að hugsa um þetta
vegna þess að bróðir minn hér á
Ísafirði sem dó í vikunni fyrir
jólin í fyrra var hvítur hrafn. Hann
var á dauðalistanum, allar skýrsl-
ur til um hann bæði á Vogi og
Staðarfelli. Mjög langt genginn
alkóhólisti sem var fljótur að
braggast í meðferð. Þær vikur
sem hann beið eftir að komast að
á Vogi í afeitrun virtust einkenn-
ast af refsihugunarhætti í hans
garð vegna „brota“ á biðlista en
ekki pælt í ástandi hans.
Þær vikur sem hann beið eftir
að komast í afeitrun á Vogi fór
hann daglega á sjúkrahúsið hér
til að sækja jafnvægislyf til nið-
urtröppunar. Hér var vitað um
aðstæður hans og að sjúkdómur-
inn hafði tekið af honum öll völd.
Var eitthvað að því að kippa ein-
um hvítum hrafni eins og honum
inn á Vog? Já, hann var ekki bara
á dauðalistanum, hann var líka á
refsilistanum. Og sjúkrahúsið
hér? Engin aðstaða til að leggja
hann inn, koma ofan í hann mat
og vítamínum og stuðla að reglu-
legum svefni, sem eru viðbrögð
til að hjúkra helsjúkum alkóhól-
ista. Svona er lífið. Hefði hann
verið með hjartaáfall hefði hann
verið lagður inn með það sama.
Líka ef hann hefði verið með
lífshættulegt ofnæmi fyrir hnet-
um.
Árni bróðir minn dó einfald-
lega úr sjúkdómi sem fellir fleiri
en marga í hópi annarra ákveð-
inna sjúkdóma. Hann dó hérna
fyrir framan nefið á okkur. Það
er sárast. Kom á sjúkrahúsið of
seint. Hann varð einn af þeim
sem dóu á dauðalistanum. Og
hvers vegna? Ég er ekki að kenna
einum né neinum um. Dauði
bróður míns á ákveðna forsögu
og hann bar sína ábyrgð á því að
gera það sem hægt var til að
halda sjúkdómi sínum niðri. Hitt
er annað mál, að þegar sjúkdóm-
urinn hefur algerlega náð yfir-
höndinni þarf að grípa til róttækra
aðgerða. Sjúkdómamismunun
kostar mannslíf.
Æskuárin
Mér leið vel í Sundstrætinu
hjá mömmu og pabba. Ég kynnt-
ist indælishjónunum Önnu Sig-
ríði Kristjánsdóttur og Kristni L.
Jónssyni trésmið sem bjuggu
nokkrum húsum frá og varð
heimagangur hjá þeim. Þau eiga
fimm börn og kynni okkar hófust
á því að Gonný, elsta barn þeirra,
passaði mig þegar ég var lítil.
Ég var eitt af gegnum-glerið-
börnunum. Tveggja ára þurfti ég
að fara á sjúkrahús í sex vikur og
man enn eftir þeim tíma. Mamma
mátti sjá mig í gegnum gler á
hurð en foreldrum og systkinum
var bannað að heimsækja börn í
þá daga. Milla vinkona mömmu
kom stundum í heimsókn og þá
spurði ég hana eftir mömmu.
Yfirleitt var svarið að hún hefði
skroppið út í búð, Milla sýndi
mér svo innkaupapoka og ég var
mjög hissa hvað mamma gat
verið lengi í búðnni.
Ég kallaði yfirlækninn pabba
og kynntist syni Önnu og Kristins
sem var líka á sjúkrahúsinu. Hann
átti oft súkkulaði í litla hvíta
borðinu við rúmið. Síðan var
þessi siður lagður af og nú orðið
fá foreldrar að vera með veikum
börnum sínum á sjúkrahúsi, jafn-
vel sofa hjá þeim yfir nótt.
Eins og aðrar húsmæður nýtti
mamma allt sem hægt var til að
drýgja búið, saumaði, prjónaði,
sneri við úlpum og kápum, bak-
aði, sultaði, saftaði, tók slátur og
þar fram eftir götunum. Þvotta-
vélin var þvottabretti, grænsápa
og skrúbbur og þvottarulla. Við
vorum böðuð í járnbala þar til
við gátum farið í sundlaugina.
Þvílíkt puð hefur það verið hjá
mömmu að vera húsmóðir með
okkur öll í þá daga. Heitur matur
tvisvar á dag, morgunmatur, mið-
dagskaffi og stundum kvöldkaffi.
Og uppvaskið. Margar konur af
hennar kynslóð kannast við þessa
lýsingu.
Sem krakki var ég sérstaklega
hrifin af einu fyrirbæri, sauma-
klúbbnum hennar mömmu. Sauma-
klúbbskvöldin voru heilagur tími,
eingöngu helgaður húsmæðrum
sem hittust og ræddu málin yfir
handavinnu og gæddu sér síðan
á kökum og krásum. Þar fengu
þær frið og ró fyrir körlum og
krökkum. Þó að klúbburinn hætti
að starfa með tíð og tíma, þá
héldust kynni með þeim vinkon-
unum alla ævi.
Þegar ég var tólf ára fluttum
við í stærra húsnæði í Smiðju-
götunni. Mamma fór að vinna
úti en pabbi vann í járnsmiðjunni
hjá Leifi í Fjarðarstrætinu.
Sjúkdómur pabba var að þróast
smám saman. Þetta voru að
mörgu leyti erfið ár og mikil
vinna og álag hvíldu á herðum
mömmu. Þau skildu 1972. Stuttu
síðar flutti pabbi suður og vann
meðal annars við Sigölduvirkjun,
en bjó hér á Ísafirði síðustu ævi-
árin. Mamma vann alltaf mikið
alla ævi. Hún flutti suður í nokkur
ár en kom aftur fyrir fáeinum
árum og keypti sér íbúð á Hlíf.
Gildismatið
Samskipti kynslóðanna eru eitt
af áhugamálum mínum. Það er
heillandi að lesa um og stúdera
ævi genginna kynslóða, skoða
samfélagsgerðina sem þær bjuggu
við, virða fyrir sér hvaða við-
horfum og gildum hver kynslóð
miðlaði til þeirrar næstu með
samskiptum og hegðun. Lífsbar-
áttan hér áður fyrr hefur verið
svo hörð, að það er erfitt að
ímynda sér það nú. Áherslan var
á vinnu, að sjá fjölskyldunni far-
borða, vera harður af sér og bera
tilfinningar sínar ekki á torg. Þá
voru fá ef nokkur úrræði sem við
þekkjum í dag, svo sem félagsleg
og sálfræðileg, hvað þá trygg-
ingar. Fólk hjálpaðist að eftir
bestu getu, en fátæktin var mikil.
Ef maki féll frá eða fólk gat ekki
séð fjölskyldunni farborða vegna
fátæktar, þá var henni tvístrað.
Ef fólk gat ekki unnið, var veikt
eða öðruvísi en aðrir, þá varð
það utanveltu í samfélaginu. Það
er erfitt að ímynda sér hvernig
því fólki hefur liðið, sumir á sí-
felldu flakki á milli bæja, aðrir
ómagar sem bjuggu oft við illan
kost.
Í ljósi þess hvernig hver kyn-
slóð miðlar af viðhorfum sínum
og gildum, þá er ég uggandi
vegna ástandsins í þjóðfélaginu
eftir að kreppan skall á núna í
október á nýliðnu ári. Líklegt er
að ungt fólk tileinki sér gildi og
viðhorf til samfélagsins, sem rek-
ast harkalega á skilaboðin frá
síðustu kynslóð. Hvað kemur
unga fólkið til með að innræta
börnum sínum? Ekki treysta
bönkum, þeir stela bara af þér.
Ekki treysta ríkisstjórn og stjórn-
málaflokkum, sem lofa bara en
gera ekkert til hjálpar fjölskyld-
unum í landinu. Hugsa bara um
bestu sætin á Alþingi og bestu
launin. Kosningaloforð eru bara
til að svíkja.
Ekki treysta yfirvöldum né
Hér fara á eftir nokkur ummæli um bókina Nær er
blærinn eftir Jónínu S. Guðmundsdóttur. Til nánari
fróðleiks má líta inn á vefsíðuna www.seselia.com.
Dr. Sigurlína Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands:
Ég las bókina alla í einni lesningu, fyrst og fremst af því að ég gat ekki lagt hana frá mér hálflesna.
Þetta er afskaplega góð bók og vel skrifuð. - - - Fjöldi manns á um sárt að binda vegna fíknar og ann-
arra sjúkdóma, eigin og annars fólks, þessi bók á erindi til þeirra allra. Þarna er verið að tala um
ferlið frá sjúkdómi til heilsu og ekkert dregið undan. Allar tilfinningarnar eru dregnar fram í dags-
ljósið og ræddar. Þessar tilfinningar eiga samsvörun hjá fjölda manns, sem þekkja eigin sögu á
hverri blaðsíðu. Myndirnar gefa henni aukið gildi, gefa tækifæri til að ræða um tilfinningarnar sem
vakna við lesturinn þannig að hver og einn geti komið orðum að eigin upplifun. Ég óska höfundi
til hamingju með vel unnið verk.
Fríða Proppé:
Sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi til margra ára get ég mælt með þessari bók sem ég tel höfða
jafnt til fíkla og aðstandenda þeirra. Meginboðskapur bókarinnar er að mínu mati fullvissan um að
það er von, von um bata og betra líf.
Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi:
Ég átti því láni að fagna, að kynnast höfundi bókarinnar Nær er blærinn þegar lífið virtist vera svo
erfitt að nær ómögulegt virtist vera að vaxa frá því, sem var í fortíð og nútíð. Þrautarganga höfundar
var með ólíkindum. - - - Mér er hugsað til þeirra mörgu, sem gefist hafa upp á mótlæti lífsgöngunnar
og hefðu verulega haft gagn af því að lesa þessa bók og hugleiða myndina sem fylgir hverjum kafla
og sjá með því að vonin er oft handan við hornið. Það birtir upp um síðir þegar vel er að verið. - -
- Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir alla þá sem láta sig mannleg samskipti varða.
dómskerfinu. Þau elta bara smá-
krimmana sem flestir eru langt
gengnir fíklar að stela og ættu að
dæmast í meðferð. Svo eru stór-
glæpamenn sem stela milljörðum
af þjóðinni látnir eiga sig. Fái
þeir dóm, þá er sá dómur smá-
vægilegur og þeir geta byrjað í
bísniss á nýjan leik. Hvaða skila-
boð eru þetta? Og þegar þau
skilaboð stangast á við viðhorf
foreldra, afa og ömmu, þá getur
útkoman orðið óútreiknanleg.
Tveir heimar
Ævi mín hingað til hefur verið
eins og margra annarra. Það hafa
skipst á skin og skúrir eins og
gengur. Verkefni lífsins hafa
stundum verið erfið og flókin.
Ég er þakklát fyrir þann fjölda af
góðu fólki sem ég hef kynnst í
gegnum tíðina.
Engir tveir eru eins, hver hefur
sitt litróf. Margir eru mér minnis-
stæðir og ég dáist að sumu fólki.
Sem krakka leið mér best hjá
gömlu fólki, það var viturt, rólegt
og hafði frá mörgu að segja. Enn
finnst mér gaman að tala við elstu
borgarana. Þeir búa yfir mikilli
reynslu, sem þyrfti að skrásetja
áður en það er of seint. Gamla
fólkið kann mörg góð ráð í
kreppunni, enda hefur það upplif-
að kreppu áður. Það ætti að koma
saman öldungaráði varðandi ráð
og lausnir.
Frá unga aldri hef ég haft á
tilfinningunni að ég gengi við
hlið annars heims, sem ég skynj-
aði, og stundum náði hann til
mín með berdreymni og skynj-
unum varðandi annað fólk.
Stundum gat ég fengið sömu
verki og veikt fólk. Ég var myrk-
fælin. Þegar ég var krakki stríddu
aðrir krakkar mér á því að ég
talaði svo mikið við sjálfa mig.
Maður segir eiginlega ekki frá
svona hlutum, en þeir valda mér
oft öryggisleysi og stundum
tímabundnum kvíða tengdum
skýrum táknrænum draumum.
Ég hef síðan kynnst þessum
heimi, dvalið þar og séð þar
margt sem er erfitt að útskýra.
Ég hef reynt að hrinda þessu frá
mér með deyfandi lyfjum og
áfengi, en þá hef ég orðið þess
vör að ég væri að þróa með mér
sama sjúkdóm og lagði pabba og
Árna bróður að velli.
SeSelia
Hvers vegna höfundarnafnið
SeSelia? Því er auðvelt að svara.
SeSelia er samansafn fjölda höf-
unda sem ég hef kynnst í gegnum
tíðina og hafa miðlað til mín
reynslu sinni, bæði leikir og lærð-
ir. Margir hafa glímt við við alkó-
hólisma, fíkn af öllu tagi, með-
virkni, geðsjúkdóma, áföll og
missi, líkamlega erfiða sjúk-
dóma, afleiðingar andlegs og lík-
amlegs ofbeldis, og svo framveg-
is. Öll hin samsafnaða reynsla
ungra og aldinna og allt þar á
milli spann sterkan þráð í bókinni
Nær en blærinn. Til að miðla
slíkri reynslu þurfti að búa til
persónuna „mig“ – trúverðuga
manneskju. Óhjákvæmilegt var
því að sækja í minn eigin reynslu-
brunn. Manneskjan í bókinni
tekst á við ýmsar viðhorfsbreyt-
ingar og verkefni, sem dýpka
þroska hennar á lífsleiðinni.
Bókin flokkast sem handbók
og því ættu margir að finna ein-
hverja opnu í henni sem höfðar
til þeirra. Frá upphafi hef ég hugs-
að að lesandinn geti skynjað og
túlkað hverja mynd út frá eigin
reynslu og skilningi. Minn texti
er bara mín tjáning. Lesendur
hafa sína tjáningu byggða á þeirra
reynslu.
– hlynur@bb.is