Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 19.02.2009, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Þríeyki með leka Bloggið Þeir eru greinilega báðir haldn- ir slæmum lekanda. Flest ratar í blöðin og fréttir sem þeir ættu frekar að þegja um - þeir hrein- lega leka - mígleka. Davíð notar meiri kænsku, er manni sagt - nýtir sér blaðamenn Morgunblaðsins til að leka út fréttum á meðan Ólafur getur bara ekki þagað hreinlega bunar út úr honum af slíkum krafti að hann má hafa sig allan við að lagafæra lekann. Og ekki nóg með það - hans ektakona hún Dorrit bunar út úr sér svo líkja mætti við fruss. Hvar endar þetta allt saman og er þetta hreinlega ekki heilsuspill- andi fyrir þau sjálf og þjóðina alla? Skiljanlegt er að Davíð skuli leka - hann er jú ennþá í pólitík og stýrir heilum stjórnmálaflokki og fyrrum ríkisstjórn. En þetta með hann Ólaf - það er öllu verra. Hann er á ofurlaunum við að halda kjafti um hluti sem snúa að pólitík - upp í hann verður að sparsla strax. Og frussið um leið. Þorleifur Ágústsson http://tolliagustar.blog.is Staðlaður flokks- hestaáróður Hvernig væri nú að þingmenn (aðallega Sjálfstæðisflokksins) hættu að fjöldaframleiða staðlað- an flokkshestaáróður eftir tal- punktum frá flokkunum og færu að gera eitthvað gagn og endur- reisa virðingu og áhrif Alþingis. T.d. gætu þeir farið að dæmi breskra kollega sinn og kalla við- skiptajöfranna fyrir þingnefnd og yfirheyrt um hvernig standi á því að þeir hafi tapað þúsundum millj-arða sem Íslendingar og útlendingar hafi treyst þeim fyrir. Hversu miklu þeir hafi stassað á Tortóla, o.sv.frv. […] Frumkvæði breskra þingmanna gerir ríkisstjórnina sífellt vand- ræðalegri. Gordon Brown og hans kónar voru og eru á kafi uppi í rassgatinu á bankamönnunum og reyna nú leynt og ljóst að leyfa vinum sínum að halda bónusakláminu þrátt fyrir að hafa þegið massífa ríkisaðstoð. Kristinn Hermannsson http://stinnihemm.blogspot.com Birtir yfir Bessastöðum …Þetta er mjög skemmtileg umfjöllun en reyndar lenda þau hjónin í nokkrum átökum sín á milli í viðtalinu. Ólafur marg- reynir að fá konu sína til að tala varlega og biðlar til blaðamanns að birta ekki það sem hún er að segja. Hún segir að svo mikið sé af húsum á Íslandi að engin hætta sé á að einhverjir missi heimili sín. Færi sig bara yfir i næsta hús, enda sé allt fullt af tómum húsum. Nú og þeir sem eigi ekki fyrir brauði geti bara borðað kökur. Það þarf svona lausnir í dag. Kannski þessi aðalþjóðlega hefðarkona gæti verið svona nokkurskonar ,,Guiding light“ okkar Íslendinga. Hún er greinilega mjög vel að sér í hagfræði og reyndar mjög vel tengt alþjóðlega. Ef til vill gæti hún tekið yfir í Seðlabankanum. Ekki bara að hún drekki te með Mrs. Brown í Bretlandi heldur er hún beintengd inn í innsta kerfi Alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins. Gunnar Þórðarsson http://vinaminni.blog.is Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur í hyggju að gefa kost á sér sem formaður flokksins á lands- þingi flokksins um miðjan mars. „Ég hafði ekki hugsað mér annað. En vika er langur tími í póli- tík,“sagði Guðjón Arnar í samtali við visir.is. Guðjón segist ekki hræðast slag um formannsem- bættið. Guðjón hefur lítið um brotthvarf Jóns Magnússonar að segja, en Jón tilkynnti í síðustu viku að hann hefur sagt skilið við Frjálslynda flokkinn. „Jón gaf ekki kost á neinni umræðu,“ segir Guðjón. Guðjón hefur verið formaður Frjálslynda flokksins frá árinu 2003 en hann var fyrst kjörinn á þing í kosning- unum 1999. Hann var varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á ár- unum 1991 til 1995. – thelma@bb.is Hræðist ekki formannsslag Um áramótin urðu þær breyt- ingar hjá Orkubúi Vestfjarða að rafveitusvið og orkusvið hættu svokölluðum eftirlitsálestri. Fram- vegis verður aðeins lesið af orku- mælum einu sinni á ári í samræmi við reglur Orkustofnunar en þar segir: Lesa skal á rafmagnsmæla árlega og annast dreifiveitan það ýmist sjálf eða felur notendum að lesa á mæla og tilkynna dreifi- veitunni um mælisstöðuna. Þó er dreifiveitum skylt að senda fulltrúa sína til að lesa á rafmagns- mæla að minnsta kosti fjórða hvert ár. Dreifiveita les á rafmagnsmæli á fjögurra ára fresti í það minnsta eða ef notandi skiptir um raforku- sala eða ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða ef skipt er um raf- magnsmæli. Hafi notendur grun um að áætlun sé röng eða vilja koma álestri til dreifiveitu er hægt að senda inn álestur til Orkubús- ins símleiðis eða gegnum heima- síðu fyrirtækisins og smella á eyðublöð og tilkynning um álest- ur. – birgir@bb.is Breyting á álestri mæla Bæjarstjórar Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar og sveitarstjóri Súðavíkur hafa sammælst um að leggja til við sveitarstjórnir síns bæjarfélags að stefna að sameig- inlegu útboði á sorphirðu þegar núverandi samningur sveitarfé- laganna rennur út. Á fundi fram- kvæmdastjóra sveitarfélaganna, sem var sá fyrsti síðan í júní 2005, var einnig rætt um verk- efnastöðu sveitarfélaganna, rekstr- arstöðu þeirra og hversu mikið yrði um svokallaðar mannafls- frekar framkvæmdir í þeirra sveitarfélögum í ár. Töluvert verður um fjárfest- ingar hjá sveitarfélögunum sem og viðhaldsframkvæmdir, m.a. vegna gerð snjóflóðavarna í Bol- ungarvík og jarðganga milli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals. Þá verður farið í vega- og brúarfram- kvæmdir og ýmsar aðrar við- haldsframkvæmdir. Á fundinum var einnig rætt um hvernig standa ætti að refaveiðum í sveitarfé- lögunum. Tvær leiðir munu vera í boði, annars vegar óbreytt ástand eða að veiðunum yrði skipt t.d. eftir landfræðilegri stærð sveitar- félaganna. Engar ákvarðanir voru teknar um veiðarnar á fundinum. Stefna að sameigin- legu útboði á sorphirðu Sorpbrennslan Funi í Engidal.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.