Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Síða 19

Bæjarins besta - 19.02.2009, Síða 19
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 19 Theódóru Kristjánsdóttur Bakkavegi 13, Hnífsdal Halldóra Elíasdóttir Guðmundur Kr. Thoroddsen Sigríður Inga Elíasdóttir Svavar Geir Ævarsson Finnbjörn Elíasson Gyða Björg Jónsdóttir Guðmunda Elíasdóttir Friðrik Óttar Friðriksson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur auðsýnda samúð og virðingu í veikindum og við andlát okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á blóð- lækningadeild 11G á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Samfylkingin auglýsir eftir fólki Stefnt að útimarkaði fyrir farþega skipa Hugmyndir eru uppi um að koma á fót útimarkaði í Ísafjarð- arbæ sem beint yrði sérstaklega að farþegum skemmtiferðaskipa. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið atvinnumálanefnd í sam- starfi við umhverfisfulltrúa, hafn- arstjóra og upplýsingafulltrúa að kanna möguleika og framkvæmd þess. „Ef þetta reynist fýsilegt ætti að stefna að framkvæmd strax í sumar“, segir í bókun nefndar- innar. Um gæti verið að ræða útimarkað þar sem bændur, lista- menn og aðrir bæjarbúar gætu selt afurðir sínar. Komur ferðamanna með skemmti- ferðaskipum aukast með hverju ári. Nú þegar hafa hátt í 30 komur skemmtiferðaskipa verið til- kynntar til Ísafjarðarhafnar í ár. Heildarfjöldi farþega sem áætlað er að komi með skipunum er 17.738 manns. Stefnir því í metár í komu skemmtiferðaskipa en til samanburðar má nefna að á þessu ári var heildarfjöldi skemmti- ferðaskipa sem lögðu leið sína til Ísafjarðar tuttugu talsins. – thelma@bb.is Komur ferðamanna með skemmtiferðaskipum aukast með hverju árinu. Skrifað undir samstarfssamn- ing um Viðskiptasetur á Ísafirði Skrifað var undir samstarfs- samning á milli þeirra aðila sem sjá um rekstur nýs viðskipta- seturs á Ísafirði í Háskólasetri Vestfjarða á föstudag. Viðskipta- setrið verður opnað 6. mars á vegum Impru á Nýsköpunarmið- stöð í samstarfi við Atvinnuþró- unarfélag Vestfjarða, Háskóla- setur Vestfjarða og Vinnumark- aðsráðs Vestfjarða með stuðningi Vaxtarsamnings Vestfjarða og Pennans. Setrið sem hlotið hefur nafnið Eyrin, verður til húsa í Vestrahúsinu. Þar verður aðstaða fyrir 4-6 frumkvöðla til að byrja með. Markmiðið með viðskipta- setrinu er að skapa frumkvöðlum þekkingarumhverfi, aðstöðu og umgjörð til að vinna að nýsköpun og veita þeim faglega þjónustu og stuðning við framgang hug- mynda sinna. Það sem felst í aðstöðu á við- skiptasetri er leiga á skrifstofu- húsnæði gegn vægu gjaldi, að- gangur að fundarherbergjum, þjónusta móttöku og símsvörun- ar, fagleg ráðgjöf og stuðningur Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og skapandi umhverfi og öflugt tengslanet fyrirtækja og starfs- manna Impru og Atvest. Inntökuskilyrði eru: Að fyrir liggi drög að viðskiptaáætlun vegna reksturs eða stofnunar fyr- irtækis. Að fyrir liggi starfsáætl- un um starfsemi frumkvöðulsins meðan á verunni í setrinu stendur. Að viðkomandi geti sýnt fram á greiðslu fyrir aðstöðuna. Að við- skiptahugmyndin hafi verulegt svæðisbundið nýsköpunargildi og sé ekki í beinni samkeppni á svæðinu. Að til staðar sé geta og færni til að vinna að úrlausnum viðskiptahugmyndarinnar. Að rekstraraðili virði almennar um- gengnisreglur viðskiptaseturs og Vestrahúss. Að viðkomandi skrifi undir trúnaðarsamning gagnvart öðrum fyrirtækjum á setrinu. Viðskiptasetur er ekki ósvipað frumkvöðlasetrum. Ný- sköpunarmiðstöðvar, en ekki er gerð eins sterk nýsköpunarkrafa. Impra á Nýsköpunarmiðstöð rek- ur nú þegar 5 viðskipta- og frum- kvöðlasetur; í Keflavík, á Höfn í Hornafirði auk þriggja í Reykjavík. Frá undirskrift samningsins. Neil Shiran Þórisson frá, Guðrún Stella Gissurardóttir, Peter Weiss, Arna Lára Jónsdóttir og Þorgeir Pálsson. Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi leitar að dugandi fólki úr ýmsum starfsgreinum, kjörgengum konum og körlum sem vilja gefa kost á sér á framboðslista og vinna samkvæmt bestu samvisku og eigin sannfæringu að hugsjónum jafnaðarstefnunnar á Alþingi Íslendinga fyrir hönd íbúa Norð- vesturkjördæmis og íslensku þjóðarinnar. Kjördæmaþing verður haldið í Borgarnesi 21. febrúar en þar verður meðal annars tekin endanleg ákvörðun um hvernig verður valið á framboðslista. Þar býðst frambjóðendum einnig kostur á að kynna sig og sín stefnumál. Dagskrá kjördæmaþings má finna á www.samfylking.is og www.xsnv.blog.is. Frekari upplýsingar veitir formaður kjördæmisráðs, Eggert Herbertsson, GSM: 617-8306 eða í netfang nordvestur@xs.is.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.