Bæjarins besta - 12.03.2009, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 3
Skúla Sigurðssonar
frá Gemlufalli
Ragnhildur Jóna Jónsdóttir
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs-
sjúkrahússins á Ísafirði fyrir frábæra umönnun
„Ekki eðlilegt að loka-
skýrslan sé trúnaðarmál“
„Mér finnst ekki eðlilegt að
þetta sé trúnaðarmál. Mér finnst
að skýrslan í heild sinni eigi að
koma fram og það eigi að koma
fram hvaða verkefni voru unnin
og hvaða störf urðu til. Hvað feng-
um við fyrir þessar 17,4 millj-
ónir sem skattgreiðendur greiddu
í þetta verkefni,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar, aðspurður hvort eðlilegt
sé að lokaskýrsla Alsýnar sé ekki
opinberuð í ljósi þess að skatt-
greiðendur greiddu fyrir vinnu
fyrirtækisins á þeim tíma sem
það starfaði fyrir sveitarfélagið.
„Mér finnst að fyrirtækið eigi að
opinbera þessa skýrslu og þetta
er lokaskýrsla vegna verkefnis
sem það fékk greitt fyrir. Það er
að gefa í skyn að hin og þessi
störf eigi að geta orðið til en mér
finnst almenningur eiga rétt á að
fá að vita hver þau eru,“ segir
Halldór.
Halldór segir bæjarfulltrúa
hafa fengið skýrsluna afhenta
sem trúnaðarmál að beiðni Al-
sýnar. „Það eina sem almenn-
ingur hefur fengið að sjá eru tvær
öftustu síður skýrslunnar og at-
hugasemdir formanns atvinnu-
málanefndar. Einhverja hluta
vegna ákveður þetta ráðgjafafyr-
irtæki, sem átti að vinna að því
að fjölga störfum, að ráðast á
hann fyrir að hann skuli vera í
atvinnulífinu. Gagnvart formanni
atvinnumálanefndar þá þykir mér
undarlegt að hálfu fyrirtækisins
að gera þetta,“ segir Halldór.
Aðspurður hvort fjármunun-
um, sem voru settir í verkefnið
hefðu betur verið varið í Atvinnu-
þróunarfélag Vestfjarða, sem
hefur haft starfsemi á svæðinu,
eða leyft fyrirtækjum sem starfað
hafa á svæðinu um árabil og sýnt
vilja og getu til atvinnusköpunar,
að njóta þessara fjármuna til ný-
sköpunar innan sinna félaga
segist Halldór ekki geta metið
það. „Því miður er ekkert þarna
að mínu mati sem er hægt að
segja að sé hönd á festandi. Verk-
efnið var boðið út og þetta var
eitt af þeim fyrirtækjum sem buðu
í það en alls komu þrjú tilboð.
Niðurstaða atvinnumálanefndar
var að velja þetta fyrirtæki vegna
þess að þar voru fjórir einstakl-
ingar sem ætluðu að vinna þessi
verkefni.
Fyrirfram töldum við að þetta
væri góð leið og markmiðið var
mjög skýrt, en það var að skapa
fimmtíu störf á tveimur árum og
fyrirtækið sagði það vera ekki
mikið mál, það væri alltof hóg-
vært markmið að hálfu bæjarins.
Fyrirtækið sagðist því ætla að
skapa hundrað störf á tveimur
árum. Fyrst að við sögðum
fimmtíu störf í upphafi þá hefðu,
miðað við þeirra forsendur, átt
að geta skapast fimmtíu störf á
því ári sem fyrirtækið starfaði
hjá Ísafjarðarbæ,“ segir Halldór.
– birgir@bb.is
Halldór Halldórsson.
Eikarbáturinn Hrönn ÍS sökk í
höfn Ísafjarðarbæjar síðdegis á
laugardag og voru björgunar-
sveitir kallaðar út til að reyna að
forða tjóni. Annar bátur var bund-
inn við Hrönnina, þar sem hún lá
við bryggju. Talið er að botnloki
hafi farið og að flætt hafi inn í
bátinn. Skera þurfti hinn bátinn,
Jón forseta, frá Hrönn til að forða
því að hann sykki með henni.
Ekki er talið að tiltakanlegt tjón
hafi orðið á Jóni forseta.
Hrönn hefur ekki verið í mikilli
notkun að undanförnu, og er því
ekki um að ræða rekstrartjón
vegna þess hvernig fór, heldur
einungis tjón vegna skemmda á
bátnum sjálfum, sem telja má þó
að verði umtalsvert.
Hrönn ÍS sökk í Ísafjarðarhöfn
Setja fjármagn í snjóflóðavarnir
Ríkisstjórnin hefur samþykkt
víðtækar tillögur í atvinnumál-
um, sem ætlað er að skapa ríflega
4000 ársverk á næstu misserum.
Meðal þeirra eru bygging snjó-
flóðavarna í Bolungarvík og í
Holtahverfi í Skutulsfirði. Bygg-
ing snjóflóðavarna í Traðahyrnu
í Bolungarvík yrðu framhald af
snjóflóðavarnargarðinum sem er
í byggingu. Elías Jónatansson,
bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir
bæjarstjórn hafa óskað eftir því
með bréfi að það farið yrði í
hönnunarvinnu til að klára varn-
irnar sem vernda Völusteins-
stræti og Bakkahverfi í Bolung-
arvík, í beinu framhaldandi af
framkvæmdunum sem standa
yfir. „Ef að þarf að umróta fyrir
þessum vörnum þá yrði það gert
í beinu framhaldi af þeirri fram-
kvæmd sem er í gangi núna,“
segir Elías. Gert er ráð fyrir 75
milljónum frá ríkinu í fram-
kvæmdirnar.
Þá gerir ríkistjórnin ráð fyrir
300 milljónum króna í byggingu
snjóflóðavarnargarðs í Kubba,
fyrir ofan Holtahverfið í Skutuls-
firði. Heildarkostnaður við fyrir-
hugaðar snjóflóðavarnir ofan
Holtahverfis er áætlaður 810
milljónir króna miðað við verð-
lag í febrúar 2008. Ráðgert er að
hefja framkvæmdir við varnirnar
í ár og að þær muni standa yfir í
3-4 ár. Jarðvinnu við þvergarð
ætti þó að vera lokið á einu ári.
Útlit þvergarðs (tölvuteiknað) ofan fjölbýlishúsa við
Stórholt í Holtahverfi. Úr frumathugun VST hf., apríl 2005.
Skera þurfti Jón forseta frá til að forða því að hún sykki ekki með Hrönninni.