Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Ritstjórnargrein „Þegar bíður þjóðarsómi“ Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorku- lífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Spurningin Munt þú kjósa í próf- kjöri einhvers stjórn- málaflokkanna? Alls svöruðu 628. Já sögðu 272 eða 43% Nei sögðu 356 eða 57% Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Erum öll jógar hið innra „Maðurinn minn er Ísfirðingur og við höfum verið mikið fyrir vestan síðasta áratug eða svo. Við kunnum voða vel við okkur hér. Eina sem ég sakna er fólkið mitt og vinir, Heilsubúðin og frjálsíþróttahöllin. Og þá er það upptalið. Helst vildi ég fá hingað útibú frá Heilsubúðinni og frjáls- íþróttahöllinni. Smá vakning er í Samkaup og Bónus er kemur að heilsuvörum en ég vil fá mikið meira af fersku grænmeti og öðru góðgæti. Ég er nú heldur ekki ein um það og ég held að eftir- spurnin eigi bara eftir að aukast.“ – Í sumar vakti það athygli að Martha stóð fyrir úti-jóga á Aust- urvelli. „Mér finnst náttúran hér vera svo stórkostleg og frábært að búa í bæ eins og Ísafirði í faðmi fjalla og fegurðar. Mér fannst því alveg tilvalið að vera með jóga úti og það var alveg eins yndislegt og mig hafði dreymt um. Ég stefni pottþétt á að vera með það aftur næsta sumar.“ – Hvað hefurðu verið lengi í jóga? „Ég byrjaði sjálf að prófa jóga 1995 en hellti mér ekki út í það fyrr en ég tók kennaraprófið úti í Póllandi tveimur árum seinna. Annars held ég að við séum öll jógar innra með okkur. Lítil ungabörn eru öll jógar. Barnið kann að anda, slaka og vera í núinu. Meira að segja þegar þau byrja að hreyfa sig fara þau í jógastellingar. Þetta býr því í okkur öllum þegar við fæðumst en síðan gleymum við þessu. Það má því að segja að við séum að sjúklingum sínum sem voru komnir á það stig að þeir þurftu á aðgerð að halda. Hann lét sjúkl- ingana iðka jóga án þess láta þá vita að um jóga væri að ræða, en þetta var fyrir það mörgum árum að fólk hafði ekki mikla trú á því. Og svo sýndi hann fram á það að hægt var að snúa ferlinu við með því að tileinka sér þenn- an lífstíl. Hann gaf út bók sem er mjög þekkt í dag og heitir Revers- ing heart disease. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Jóga getur nýst manni á öllum sviðum og hjálpað manni að líða betur og finna frið innra með sér.“ – Martha segir bæjarbúa hafa tekið sér og jóganu vel frá því að hún flutti ásamt eiginmanni sínum til Ísafjarðar á síðasta ári. „Mér finnst Ísfirðingar, og Vestfirðingar í heild, vera ofsa- lega opið, jákvætt og öflugt fólk. Mér hefur ekki fundist neitt mál að hafa flutt í bæinn og byrjað á mínum verkefnum. Enda er ég ekki að ryðja neinn veg hér, gott fólk hefur gert það á undan mér og ég held því bara áfram. Mér finnst eins og Vesturlanda- búar séu tilbúnir núna til að taka á móti þessari hugmyndafræði. Hún snýst ekki um trúarfræði eða hvernig fólk er á litinn heldur er hún fyrir okkur öll, hvort sem við erum lítil eða stór, ung eða gömul eða hvað sem er. Hún sameinar okkur ef eitthvað er, enda þýðir orðið jóga að sameina. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að jóga höfði svona til fólks, rifja upp þegar við leggjum stund á jóga. Jóga er mikið meira en bara jógastöður, öndun og slökun. Það er heilmikil heimspeki, hugmynda- fræði og lífstíll að baki því sem ég held að eigi vel við langflesta. Ekki síst þarf vestræni heimurinn á þessu halda.“ Íslandsmet í jóga –Martha stóð fyrir því að sett var Íslandsmet í hópjóga í íþróttahúsinu á Torfnesi í janúar þar sem tæplega 150 manns komu saman. „Forsagan er sú að ég er meðlimur af jógakennarafélagi í Bandaríkjunum síðan ég tók nám- skeið í barnajóga þar á landi. Ég fékk tilkynningu frá félaginu að stefnt væri að því að halda al- þjóðlegan jógadag 24. janúar. Mestmegnis fór hann fram í Bandaríkjunum en félagið hvatti til þess að jógakennarar alls stað- ar myndu opna jógastúdíóin sín og bjóða fólki, annað hvort frítt eða til styrktar góðgerðarmála, til að vekja almenning til um- hugsunar hvað jóga er djúpstætt og hefur upp á margt að bjóða. Rannsóknir hafa sýnt fram á hvað jóga gerir mikið. Þetta er ekki einhver tískubóla enda hefur jóga verið til staðar í þúsund ár, þó það sé tiltölulega ný tilkomið á Vesturlöndunum og gjörsamlega að springa þar út um þessar mundir. Til dæmis gerði hjarta- læknir og jógi stóra rannsókn á Martha Ernstsdóttir hefur stuðlað að andlegu og líkamlegu jafnvægi Ísfirðinga frá því að hún flutti búferlum þangað ásamt fjölskyldu sinni. Hún er menntaður sjúkraþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í hlaupi. Hún á meðal annars Íslandsmet kvenna í maraþoni, hálfu maraþoni, 10.000 metra hlaupi og í 5000 m. Martha hefur verið landsliðskona í mörg ár og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hún hefur því yfir mikilli reynslu að búa og ekki síst í jóga en hún hefur nú stofnað jógamiðstöð á Ísafirði undir nafninu Ljósið þitt sem nú er til húsa þar sem Straumur var áður. Martha segir Vestfirði vera magnaðan stað sem bjóði upp á mikla möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu. Hún er uppfull af hugmyndum og lætur þær verða að veruleika. Sem dæmi má nefna jógasumarbúðir í Holti í Önundarfirði sem hún ásamt fleirum fer af stað með í sumar. Bæjarins besta ræddi við hlaupadrottninguna og jógakenn- arann Mörthu og forvitnaðist um það af hverju hún sem er fædd og uppalin í Reykjavík ákvað að flytja vestur. Helgarveðrið Horfur á föstudag: Norðaustanátt og víða dálítil él. Kalt í veðri. Horfur á laugardag: Norðaustanátt og víða dálítil él. Kalt í veðri. Horfur á sunnudag: Norðaustanátt og víða dálítil él. Kalt í veðri. Verða ekki við beiðninni Umhverfisráðuneytið telur sig ekki hafa tök á að verða við beiðni um aukið fjármagn til reksturs Náttúrustofu Vest- fjarða í Bolungarvík og telur jafnframt að stuðningur ráðu- neytisins hafi verið í fullu sam- ræmi við ákvæði samnings um rekstur stofunnar. Farið var fram á það að ráðuneytið að það endurgreiddi Bolung- arvík 24 milljónir króna. Á hátíðarstundum eru tilvitnuð orð mörgum töm í munni og því gjarnan bætt við að þá eigi Ísland eina sál. Falleg og innihaldsrík ábending til fámennrar þjóðar um að þegar að kreppir beri henni að standa saman; þannig geti hún sigrast á nær öllum erfiðleikum, sem að kunna að steðja. Stjórnmálamönnum hefur verið þetta einkar tamt. Ætla mætti að við núverandi aðstæður væri þörfin fyrir þjóðar- sóma og samheldni meiri en nokkru sinni fyrr. Lítið ber þó á brýn- ingu í þá veru. Aftur á móti ríður sundurlyndis fjandinn mikinn. Og er því miður æði aðsópsmikill hjá þjóðfélagsstétt, sem allra hluta vegna ætti að sjá sóma sinn í því að slíðra sverðin; fólkinu sem tók að sér að gæta hagsmuna okkar í einu og öllu, alþingismönnum. Með þessu er ekki verið að segja að þingmenn beri einir eða öðr- um fremur ábyrgð á því hvernig komið er. Fjarri því. Það þarf ekki að velta við mörgum steinum til að átta sig á því að orsakir fyrir kreppunni er víða að finna. En þingmönnum ber að sýna gott for- dæmi. Því hvað sem öllu líður verður ekki fram hjá því horft að stjórnmálamennirnir halda um þá þræði samfélagsins, sem öllu skiptir hvernig bundnir eru meðan stormurinn gengur yfir svo við náum að haga seglum á ný. Þess vegna geta alþingismenn ekki leyft sér háttu götustráka, líkt og nú er siður margra skríbenta. Þingmenn eru ekki stikkkfrí hvort heldur þeir hafa ákveðið að taka pokann sinn eða biðla um skiprúm á ný. Þótt kosningabaráttan kunni að verða hörð mega þeir ekki missa sjónar á því sem öllu máli skiptir. Varstu nokkuð óþekkur? Eva Joly, rannsóknardómari og kunnur sérfræðingur í efnahags- brotum og baráttu gegn spillingu, segir umbúðalaust að kurteislegar spurningar til auðmanna um undanskot frá skatti gangi ekki. Slík mál verði að lúta sömu lögmálum og hver önnur sakamál. Í stuttu máli þá sé nauðsynlegt að sýna hörku við rannsókn efnahagsbrota. Í þeim efnum dugi engin elsku mamma! Krafa meginþorra þjóðarinnar er að afdráttarlaust verði upplýst hvað varð um alla þá milljarða króna, sem með einum eða öðrum hætti virðast hafa gufað upp í bankakerfinu. Bankastarfsemi er al- þjóðleg og efnahagsbrot eru það líka, segir Eva Joly, sem nýverið ræddi við íslenska ráða- og embættismenn. Nýtum að fullu allar tiltækar leiðir til að komast til botns í þess- um málum. Þar með talið samstarf við aðrar þjóðir, sem í mörgum tilfellum glíma við sama vandann. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.