Bæjarins besta - 12.03.2009, Page 7
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 7
því það hentar öllum. Jóga er
heldur ekki bara það sem gerist á
líkamsræktarstöðum heldur getur
það t.d. líka falist í að hjálpa
gamalli konu yfir götuna. Það að
gefa af sér án þess að ætlast til
einhvers kallast karmajóga, eins
og t.d. móðir Teresa og Ghandi
sem gáfu af sér af eintómum kær-
leika. Við erum öll oft að gera
karmajóga án þess kannski að
gera okkur grein fyrir því.“
Börn opnari
en fullorðnir
– Þrátt fyrir að hafa hellt sér út
í jógað sinnir Martha enn hlaup-
inu.
„Ég hamast á brettinu og er
líka að þjálfa. Ég er með hóp í
fjarþjálfun í Reykjavík og síðan
verð ég með annan hóp þar í
sumar sem ég hef þjálfað undan-
farin fimm ár. Við vildum ekki
sleppa hvort öðru svo ég ætla að
verða áfram með þau í sumar og
flakka bara á milli. Síðan er ég
að þjálfa Riddara Rósu hér á Ísa-
firði.“
– Meðal fjölmargra verkefna
Mörthu er jóganámskeið fyrir
börn í samstarfi við Skíðafélag
Ísfirðinga, enda hentar vel að
iðka jóga samhliða öðrum íþrótt-
um.
„Við erum rétt að fara af stað
með skíðabörnin en mér finnst
þetta mjög áhugavert verkefni.
Íþróttamenn eru í auknum mæli
að taka upp jóga því þeir finna
að það hefur áhrif, t.d á hugann
sem verður skýrari og einbeittari,
á öndun og liðleika.“
– Eru börn opnari fyrir jóga en
fullorðnir?
„Börn eru á heildina litið opn-
ari, rétt eins og þau eru opnari
fyrir öllum hlutum, en það er
líka einstaklingsbundið. Það er
voða gaman að vinna með börn-
um og það er frábært ef við getum
aðstoðað börn með aðferðum
jóga því þær styrkja þau innan
frá. Og það hefur áhrif fyrir lífið.“
–Martha er með næg járn í
eldinum en til að mynda er hún
einnig að hefja með sjálfstyrk-
ingarnámskeið fyrir unglings-
stúlkur.
„Ég er líka mjög spennt að
vinna með þeim. Ég er einnig
rétt að fara af stað með það nám-
skeið.
Ég vinn líka með eldri borgur-
um á Hlíf sem er mjög skemmti-
legt. Svo má ekki gleyma að ég
er að fara bjóða atvinnulausum
upp á fría jógatíma. Svo í samráði
við áhugamannahópinn Heilsu-
eflingu í Ísafjarðarbæ ætlum við
að fara af stað með sex vikna
jóga námskeið fyrir ófrískar kon-
ur.
Í sumar langar mig að fara af
stað með hóp fyrir fólk sem hefur
ekki hreyft sig í mörg ár og á
erfitt með það, t.d. vegna þess að
það er í yfirþyngd eða eitthvað
annað. Mig langar til að hjálpa
þeim með fyrstu skrefin.“
efni fyrir okkur öll.
Ég sé fyrir mér Ísafjörð sem
heilsubæ í framtíðinni. Allt
svæðið býr upp á mikla mögu-
leika í heilsutengdri ferðaþjón-
ustu. Ég sé fyrir mér að við mun-
um bjóða fólki hingað til að njóta
náttúrunnar og slaka á. Það getur
gengið á fjöll, farið að sigla eða í
hestaferðir, möguleikarnir eru
endalausir. Ég hef lengi gengið
með þessa hugmynd í maganum.
Ég veit ekki hvort Vestfirðingar
átti sig á því hversu ótrúlega
magnaður staðurinn er, en ég sem
kem hingað sem aðkomumann-
eskja skynja það svo sterkt.
Í sumar erum við að fara með
mjög spennandi verkefni sem við
fengum hugmyndina að frá
Bandaríkjunum. Þegar ég fór að
læra barnajógað var sonur minn
með í för og fór í svona jóga-
sumarbúðir fyrir börn. Hann
dvaldi þar í heila viku og fylgdi
gildum jóga eins og virðing og
samskipti. Og síðan var hann bara
gera ýmislegt sem maður gerir í
sumarbúðum. Þetta ætlum við
að gera hér og til þess hef ég leigt
Holt í Önundarfirði í sumar. Ég
og maðurinn minn ásamt systur
minni mági og tveimur vinkon-
um, önnur er listmeðferðarfræð-
ingur og hin íþróttafræðingur
höfum sett saman vikudagskrá
þar sem við bjóðum börnum til
okkar og til að gera ýmislegt
skemmtilegt eins og að ganga á
fjöll, fara í fjöruferð, finna grös
ásamt því að iðka jóga og finna
kraftinn í sjálfum sér og náttúr-
unni. Við vonumst til að fá til
okkar börn sem víðast af landinu
og miðum við aldurshópinn 9-
12 ára. Svo sjáum við bara til
hvernig því verður háttað á næsta
ári“, segir Martha og greinilegt
er að margt spennandi er fram-
undan hjá þessari kjarnakonu.
– thelma@bb.is
Heilsutengd ferða-
þjónusta á Vestfjörðum
– Eru þið fjölskyldan komin
til að vera á Ísafirði?
„Við ákváðum bara að koma
og erum ekki búin að ákveða í
hversu langan tíma. Það kemur
bara í ljós. En við erum mjög
ánægð hér. Ég er alltaf að æfa
mig á því sem mér finnst eitt af
erfiðustu verkefnum lífsins en
það er að lifa í núinu. Ekki að
vera velta sér upp úr fortíðinni
eða spá í nútíðinni. Ég held að
það sé alveg rosalega stórt verk-