Bæjarins besta - 12.03.2009, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Innlit í Bolungarvíkurgön
Hvað er að gerast inni í Bolungarvíkurgöngum? Fréttir berast vikulega
um framkvæmdirnar, hversu mikið hafi verið borað, hvernig bergið hafi
verið þá vikuna o. s.frv. En hvernig er lífið í raun inni í sjálfum göngunum?
Ljósmyndari og blaðamaður Bæjarins besta brugðu inn í göngin til að
fylgjast með jarðgangagerðinni og var byrjað á að fara inn í göngin Bolungar-
víkurmegin. Athafnasvæði Ósafls, sem sér um jarðgangagerðina, hefur
tekið stakkaskiptum síðan vinnan hófst síðastliðið sumar. Búið er að byggja
nýja brú yfir Ósá, þá þriðju á 300 metra kafla, og vegurinn að göngunum
hefur tekið á sig mynd. Einnig er snjóflóðavarnargarðurinn nær fullkláraður.
Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls fór með blaðamanni og ljósmyndara
inn í göngin og fræddi þá um ýmislegt sem snýr að jarðgangagerðinni.
Þúsund króna sekt fyrir gleymsku
Á framkvæmdasvæðinu er gríðarstór moldarhaugur og segir Rúnar Ágúst
hann vera efni sem hafi komið úr göngunum síðustu daga. Jarðlögin í göngunum
hafa ekki verið með hagstæðasta móti og hafa framkvæmdir því gengið fremur
hægt. Þegar komið er inn í gangamunnan þarf Rúnar að stimpla sig inn en starfs-
menn Ósafls sæta þúsund króna sekt ef þeir stimpla sig ekki inn í göngin.
Stimplað er inn m.a. vegna öryggisástæðna því nauðsynlegt er að vita um starfs-
menn sem eru inn í göngunum hverju sinni.
Heilög Barbara er í námundan við stimpilklukkuna en hún er verndardýrlingur
kaþólskra námumanna en fjöldi kaþólikka starfar við jarðagangagerðina. Fimm-