Bæjarins besta - 12.03.2009, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Mannskepnan
brást
Bloggið
Mikil er sú speki sem frá Val-
höll kemur. Maður fellur nánast
á kné og langar að ákalla sjálf-
stæðisguðinn. Og niðurstaða
mikill bollalegginga - höfðanna
sem legið hafa í bleyti - að kerfið
og kenningarnar séu í fínu lagi -
en bannsett mannskepnan brást.
Er þetta ekki einmitt vandamálið - við erum þau sem bjuggum til
kenningarnar - settum leikreglur og smíðuðum kerfið. Svo að
auðvitað brugðumst við. Fyrst var það kommúnisminn sem hrundi
til grunna - gekk ekki - og þá hlakkaði í kapítalistunum sem vissu
betur - þangað til að kerfið þeirra hrundi. En þá er það útskýrt með
því að mannskepnurnar sem höfðu töglin og hagldirnar brugðust.
Guðfaðirinn í Valhöll - sjálfur Davíðinn - hann brást. Fylgdi ekki
eigin kenningum og leikreglum og því hrundi allt til grunna.
Hvað er það sem gerir að við mannfólkið erum svo gjörsamlega
laus við að geta á nokkurn hátt stundað sjálfsgagnrýni? Og að halda
því fram að kenningar og kerfi virki - vitandi það að eina forsendan
fyrir því er að við virkum - hvort sem við erum kommar eða kapítal-
istar.
Dr. Þorleifur Ágústsson
http://tolliagustar.blog.is
Oft meiri snjór
Þetta ástand er hvorki verra né
betra en í ótalmörg skipti áður.
Eins og Diddi Rós sagði í frétt-
unum áðan þá er þetta bara venju-
legt vetrarveður sem gert er allt
of mikið úr. Það skal þó tekið
fram að það er aldrei of varlega
farið hjá yfirvöldum sem annast
eftirlit í fjöllunum. En fyrir stóru
flóðin var ekki spáð í svona
lagað. Yfirvöld fóru ekki að rýma
hús fyrr en eftir að þau féllu.
Það væri nú munur ef fjölmiðlafólk sýndi meiri áhuga öllum þeim
frábæru hlutum sem eru að gerast hér á svæðinu á hverjum degi. En
því er nú ekki að heilsa nema að litlu leyti. það er eins og ekki sé
varið í fréttir af svæðinu nema að þær séu neikvæðar. Þetta er orðið
svolítið þreytandi að ekki megi snjóa þá fari misjafnlega upplýstir
fréttamenn á stúfana og dramatiseri fréttir með þvílíkum tilþrifum.
Ingólfur Þorleifsson
http://golli.blog.is
Ísland og Enron
Það var óhugnalegt að horfa á
þáttinn um Enron í gærkvöldi.
Ótrúlega margt virðist vera líkt
með íslensku bönkunum og En-
ron. Að maður tali nú ekki um Fl
group, Sterling og Stím.
Hjá Enron tættu menn niður
gögn í tonnavís á fyrsta degi eftir
hrunið, hvað ætli sé búið að tæta
mikið á Íslandi. Allar eftirlits-
stofnanirnar brugðust, það var
ekki fyrr en blaðamaður spurði
hvaðan peningarnir kæmu sem
blekkingarvefurinn hrundi. End-
urskoðendur hljóta hreinlega að hafa verið í vitorði með svindl-
urunum, ætli það hafi ekki verið þannig hér líka. Annað gengur ekki
upp.
Í Bandaríkjunum voru menn handjárnaðir og dregnir fyrir dóm.
Hvað ætli gerist hér?
Jóna Benediktsdóttir
http://jonaben.blog.is
Þorgeir Pálsson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Vest-
fjarða var í Tókýó í Japan í síð-
ustu viku þar sem Útflutningsráð
Íslands og Ferðamálastofa, í sam-
vinnu við sendiráð Íslands í Jap-
an, kynntu Ísland og viðskipta-
tækifæri á Íslandi. Áhersla var
lögð á að kynna íslenska ferða-
þjónustu og tækifæri hér á landi
til fjárfestinga. Fjórtán fulltrúar
fyrirtækja og stofnana tóku þátt í
ferðinni auk forsvarsmanna Út-
flutningsráðs og Ferðamálastofu.
Í viðskiptasendinefndinni voru
fulltrúar sjö ferðaþjónustufyrir-
tækja sem kynntu Ísland sem
áfangastað fyrir ferðamenn. Þar
á meðal var kynning á Vestfjörð-
um og sá Þorgeir um að kynna
svæðið fyrir japönskum ferða-
skrifstofum.
Kynningin og efni sem dreift
var til ferðaskrifstofanna er á jap-
önsku og er það í fyrsta skipti
sem vitað er til, að kynningarefni
um Vestfirði á japönsku sé dreift
erlendis. Kynningin og kynning-
arefnið var unnið í samstarfi við
Markaðsstofu Vestfjarða, en þýð-
ing fór fram hjá sendiráði Ís-
lands í Japan.
– thelma@bb.is
Vestfirðir kynntir í Japan
Rannsókn hnífaárás-
ar á Ísafirði á lokastigi
Rannsókn á hnífaárás sem átti
sér stað í heimahúsi á Ísafirði um
miðjan síðasta mánuð er langt á
veg komin samkvæmt upplýsing-
um sem fengust hjá lögreglunni
á Ísafirði. Hlynur Snorrason,
rannsóknarlögreglumaður, segir
að ekki verði ákært í málinu fyrr
en málið hefur verið afgreitt og
sent til fulltrúa lögreglustjóra.
„En það er verið að vinna úr
gögnum og ætti ekki að vera langt
í að ákæra verði gefin út,“ segir
Hlynur.
Hann segir það ekki lögregl-
unnar að ákveða hvort ákært
verður í málinu og undir hvaða
ákærulið. Atvikið átti sér stað í
samkvæmi í heimahúsi á Ísafirði
aðfararnótt 15. febrúar s.l. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins tók
árásarmaðurinn sér stöðu fyrir
aftan mann og reyndi að skera
hann á háls með hníf en aðrir
húsgestir skárust í leikinn og yfir-
buguðu hann.
– birgir@bb.is
Vestfirðingurinn Helga Rakel
Rafnsdóttir hlaut menningar-
verðlaun DV fyrir heimildar-
myndina Kjötborg sem hún leik-
stýrði ásamt Huldu Rós Guðna-
dóttir. Kjötborg vann í flokki
kvikmynda og var hún tilnefnd
ásamt Brúðgumanum eftir Balt-
asar Kormák, Dagvaktinni eftir
Ragnar Bragason, Smáfuglum
eftir Rúnar Rúnarsson og Kvik-
myndahátíðinni Skjaldborg á
Patreksfirði. „Kjötborg er gull-
falleg og lágstemmd „feelgood“
frásögn um afmarkað samfélag í
borginni. Þeir Kristján og Gunnar
verslunareigendur kunna að vera
með síðustu kaupmönnunum á
horninu en tilfinningin er samt
sú að þeir hafi alltaf verið þarna
- og muni vonandi alltaf vera
þarna, því það kemst ágætlega
yfir að þessir ágætu menn bjóða
ekki aðeins upp á fjölbreytt úrval
hvers kyns dagvöru heldur einnig
trú, von og kærleika,“ segir um
kvikmynda í DV.
Nýbygging Grunnskólans á
Ísafirði var einnig tilnefnd til
verðlaunanna í flokki byggingar-
listar en þar sigraði bygging
Menntaskóla Borgarbyggðar.
Menningarverðlaun DV eru ár-
legur viðburður þar sem veitt eru
verðlaun fyrir einstakt framlag
einstaklinga til menningarinnar,
að mati dómnefndar í hverjum
flokki. Að auki voru veitt net-
verðlaun og sérstök heiðursverð-
laun sem forseti Íslands, hr. Ól-
afur Ragnar Grímsson, afhenti.
Menningarverðlaun DV komu til
sögunnar árið 1978 í framhaldi
gagnrýnendaverðlauna sem kennd
voru við Silfurlampann og Silfur-
hestinn. Síðan hafa verðlaunin
verið árviss að undanskildum
tveimur árum sem þau féllu nið-
ur. Verðlaunagripurinn er eftir
listakonuna Huldu Hákon og
kallast „Jónas“ eftir frumkvöðl-
inum, Jónasi Kristjánssyni, fyrr-
verandi ritstjóra DV.
– birgir@bb.is
Hlaut menningarverðlaun DV
Helga Rakel Rafnsdóttir.