Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Side 19

Bæjarins besta - 12.03.2009, Side 19
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 19 Sælkerinn Kjúklingur og ávaxta- og berjapæ Sveinfríður býður upp á kjúkl- ing og ávaxta-og berjapæ. „Oft er það einfaldasta allra best og það á við um þessa rétti og þeir eru nokkuð hollir líka“, segir hún. Kjúklingur á spínatbeði 4 kjúklingabringur eða 1 úr- beinaður kjúklingur 1 dós Satay sósa (best frá Thai choice) 1 poki spínat furuhnetur (ristaðar) feta ostur rauðlaukur Best er að láta kjúklinginn marinerast í sósunni yfir nótt. Kjúkl- ingurinn og sósa sett á pönnu- steikja í nokkrar mínútur. Spínati, hnetum, osti og söxuðum rauð- lauk blandað saman og kjúkling- ur settur yfir. Borið fram með kúskús (með sólþurrkuðum tóm- ötum) og brauði. Ávaxta- og berjapæ frábær með kaffinu eða sem eftirréttur eftir létta máltíð. 6 dl frosin ber eða ávextir að hnetum 80 gr marsipan skorið í litla bita 5 sneiðar af frosnu smjöri (skorið með ostaskera) ¼ l rjómi 1 dós hrein jógúrt 1 msk vanillusykur Hellið berjunum eða ávöxtun- um í eldfast form. Bláber, hindber vild 2 ½ dl gott ristað múslí með og jarðarber eru mjög góð og epli og mangó ekki síður. Dreifið hrærið hreint jógúrt saman við.Verði ykkur að góðu. Ég skora á Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur á Ísafirði að koma með eitthvað gott í næsta blaði. Hún leynir á sér stelpan. múslíblöndunni yfir og marsi- paninu. Síðan smjörið í sneiðum. Bakið við 180 °C í 30 mínútur, eða þar til pæið er bakað í gegn og skorpa hefur myndast að ofan. Þeytið rjóma og vanillusykur og Sælkeri vikunnar er Sveinfríður Hávarðardóttir á Ísafirði. Hlífarsamætið haldið í 103. sinn Um 130 manns mættu á Hlífarsamsætið sem haldið var í sal Frímúrara á Ísafirði á sunnudag. Var þetta í 103. skiptið sem samsætið er hald- ið en Kvenfélagið Hlíf heldur það árlega og voru kvenfé- lagskonur einstaklega ánægðar með mætinguna miðað við að færðin var fremur slæm. Þorsteinn Jóhannesson, læknir hélt er- indi um hvernig var að alast upp sem Hlíðarvegspúki á Ísafirði um miðbik síðustu aldar. Þorsteinn rakti stráka- pör púkanna og rifjaði upp hversu eftirminnilegt það var að leika sér í slippnum í Neðstakaupstað og hve starfsmenn slippsins voru einstaklega þolinmóðir varð- andi strákapör púkanna og hjálplegir við boga- og sverð- smíði þeirra. Félagar úr Litla leiklúbbnum sýndu brot úr söngskemmtuninni „Við heimtum aukavinnu“, þjóð- fræðingurinn Ólína Þorvarð- ardóttir fjallaði um íslenskan kveðskap og nemendur úr Dansskóla Evu Friðþjófsdótt- ur sýndu dansatriði. Boðið var upp á heitt súkkulaði með rjóma, brauð og kökur og að endingu stigu gestir samsætisins dans. Þess má geta að Kvenfélagið Hlíf verður hundrað ára á næsta ári. Meðfylgjandi myndir voru teknar í samsætinu. – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.