Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Page 3

Bæjarins besta - 21.05.2009, Page 3
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 3 Skuldir jukust um 460 milljónir á fimm árum Heildarskuldir og lífeyris- skuldbindingar Ísafjarðarbæjar námu 3,9 milljörðum króna í árs- lok 2007 og höfðu þá aukist um rúmar 460 milljónir frá árinu 2002. Þetta kemur fram í svari Halldórs Halldórssonar bæjar- stjóra við fyrirspurn frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa Í-list- ans, um skuldir Ísafjarðarbæjar 1996-2008. Þar sem ársreikning- ur er enn í vinnslu liggja upplýs- ingar um skuldastöðu sveitarfé- lagsins síðasta árs ekki fyrir. Frá árinu 1996 jukust heildar- skuldir Ísafjarðarbæjar úr 1.446 milljónum í 3.913 milljónir króna. Varað er þó við að hætt sé við ónákvæmni á sameiningar- árinu 1996 en þá er byggt á árs- hlutareikningum 6 sveitarfélaga. Þá voru skuldir endurmetnar á árunum 1998-2001 vegna félags- lega húsnæðiskerfisins og reynd- ust þær hærri en reiknað var með við sameiningu. Bæjarstjóri bendir á að nýjar reglur um ársreikninga tóku gildi 2002 og var þá byrjað að reikna lífeyrisskuldbindingar inn í heild- arskuldir bæjarins. Eru því árin 1996-2001 ekki að fullu saman- burðarhæf við árin 2002-2007. Hafa þær hækkað úr 470 milljón- um árið 2002 í 781 milljón árið 2007, eða um 311 milljónir. Beitu- og krókastærð skiptir verulegu máli við línuveiðar samkvæmt rannsókn á stærðar- vali á þessum þáttum sem Haf- rannsóknastofnunin hefur unnið að. Rannsóknirnar hafa staðið yfir frá því í fyrra og hafa nú þegar verið farnir fimm dagróðr- ar með Ramónu ÍS sem gerð er út frá Ísafirði. Gerður hefur verið samanburður á fimm mismun- andi krókastærðum og tveimur beitustærðum. Aflabrögð hafa verið misjöfn eins og gengur, en þokkalegur ýsu-, þorsk- og stein- bítsafli hefur fengist. „Stærri fiskur bítur frekar á stóra beitu og að sama skapi veiðist mun meiri smáfiskur ef beitan er smá. Þó beitustærðin sé meira afger- andi þáttur en krókastærð, þá skiptir krókastærð einnig máli og að jafnaði veiðist stærri fiskur á stærri króka við línuveiðar“, segir í á vef Hafró um niðurstöð- urnar. Þrátt fyrir að sambærilegar rann- sóknir hafi verið framkvæmdar erlendis hefur ekki verið sýnt með óyggjandi hætti að króka- stærð hafi áhrif á stærðarval við línuveiðar. Áhrif beitustærðar á stærðarval er hins vegar betur þekkt, en mönnum hefur ekki borið gæfa til að blanda króka- og beitustærðum saman á nægi- lega skipulega hátt til að draga skýra mynd af áhrifunum. „Upplýsingar um stærðarval mismunandi króka- og beitu- stærða nýtast sjómönnum sem geta þannig meðvitað beitt veið- arfærinu til að hámarka verðmæti afla á sóknareiningu. […] Náist að draga úr smáfiskadrápi eykst aflaverðmæti til lengri tíma litið“, segir í skýrslu um niðurstöðurnar sem nálgast má á hafro.is. Stærri fiskur veið- ist á stærri króka Bolungarvík tapaði 116 milljón- um króna á síðasta rekstrarári Tap á rekstri Bolungarvíkur- kaupstaðar nam 116 milljónum króna árið 2008. Rekstrartekjur námu 617 milljónum króna og voru 49 milljónum króna yfir áætlun. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var 79 milljónir króna á móti 67 þúsund króna tapi rekstr- arárið á undan. Viðsnúninginn má það 14% aukningu á tekjum miðað við árið á undan sem og að laun hækkuðu einungis um 1,3% og annar rekstrarkostnaður lækkaði um 5%. Rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagns- kostnað námu fimm milljónum króna eða 1% yfir endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Framlag A-hluta til B-hluta sjóða var 63 milljónir króna. Gríðarlegur fjármagnskostnaður skýrir mikinn rekstrarhalla á ár- inu 2008. Þannig hefur fjár- magnskostnaður samstæðunnar þrefaldast á milli ára og hækkað úr 54 milljónum króna í 169 milljónir króna. Þar af var fjár- magnskostnaður B-hluta sjóða 107 milljónir króna. Eigið fé samstæðunnar var neikvætt í árs- lok um 179 milljónir króna en eigið fé A hluta var jákvætt um 125 milljónir króna. Algjör viðsnúningur hefur orð- ið í veltufé frá rekstri frá árinu 2007 þegar það var neikvætt um tólf milljónir króna. Á árinu 2008 var veltufé frá rekstri jákvætt um 46 milljónir króna og er því um 58 milljón króna bata að ræða frá árinu á undan. Til þess að sveitarfélagið geti staðið undir afborgunum af lánum þarf þó að gera enn betur. Á árinu 2008 námu fjárfestingar sveitarfélags- ins 176 milljónum króna. Þar munar mest um endurbyggingu félagsheimilisins, en einnig var fjárfest í snjóflóðavörnum og stálþili á höfn. Afborganir lang- tímalána námu 102 milljónum króna en sveitarfélagið tók ný langtímalán að upphæð 101 milljón króna. Hagnaður Bolungarvíkurhafn- ar árið 2008 var 4,7 milljónir króna. Tekjur hafnarinnar jukust um tæp 20% og rekstrargjöld lækkuðu um tæp 9%. Þá hækkaði fjármagnskostnaður um 90% á milli ára. Skuldir og skuldbind- ingar sveitarfélagsins aukast úr 960 milljónum króna árið 2007 í 1.195 milljónir króna á árinu 2008, en nettóskuldir aukast úr 846 milljónir króna í 1.069 millj- ónir króna eða um 223 milljónir króna. Fastafjármunir hækka á sama tíma úr 783 milljónum króna í 891 milljónir króna eða um 108 milljónir króna. Stefnt er að því að Bolungarvíkurkaup- staður skili rekstrarafgangi á ár- inu 2009. – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.